Sif Atla: Þeirra skref eru miklu styttri en þau voru fyrir mína kynslóð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2022 10:00 Sif Atladóttir ætlar að njóta tímans á þessu Evrópumóti og mæti skælbrosandi í viðtölin við íslensku blaðamennina í gær. Vísir/Vilhelm Margar af yngri leikmönnum íslenska kvennalandsliðið í fótbolta í dag voru komnar ungar út í atvinnumennsku og reynsluboltinn Sif Atladóttir er sannfærð um að það muni hjálpa þeim á stóra sviðinu á EM kvenna í Englandi. Sif var mjög ánægð með ganginn í undirbúningi íslenska liðsins og ferðalagið mun örugglega ekki sitja lengi í íslensku stelpunum sem mættu til Englands á miðvikudaginn. „Þetta var mjög einfalt og gott ferðalag,“ sagði Sif Atladóttir um flutning íslenska hópsins frá Þýskalandi og yfir til Englands. „Ég held að allar séu tilbúnar. Við áttum geggjaða æfingaviku og góðan tíma saman. Við fengum líka aðeins að baða okkur í sólinni fyrir skýin í Englandi sem er náttúrulega bara geðveikt,“ sagði Sif sem hrósar gestgjöfunum í Þýskalandi. „Þetta var frábær vika og Puma hugsaði vel um okkur. Mjög góður tíma fyrir alla held ég,“ sagði Sif. Spennustigið mun að sjálfsögðu ráða miklu um gengi íslenska liðsins í fyrsta leiknum á móti Belgíu en Sif segir það gilda um þá reyndu alveg eins og þær ungu. „Ég held að það sé svolítið hjá öllum. Það sem ég sé sem ótrúlegan kost í ungu stelpunum er að þær fóru út snemma og fóru út ungar. Þær eru búnar að spila fyrir fram tvö, þrjú, fjögur þúsund manns. Talandi um Sveindísi sem spilaði fyrir fram 91 þúsund manns,“ sagði Sif en Sveindís Jane Jónsdóttir tók þátt í undanúrslitaleik Wolfsburg í Meistaradeildinni á móti Barcelona sem var spilaður á Nývangi. „Bara þetta gerir það að verkum að þetta skref er ekki eins stórt eins og ef þú kemur af Breiðabliksvellinum eða af Valsvellinum þar sem eru kannski fimmtíu til tvö hundruð manns. Þeirra skref eru miklu styttri en þau voru kannski fyrir mína kynslóð sem fór beint út á stórmót árið 2009,“ sagði Sif. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Sif var mjög ánægð með ganginn í undirbúningi íslenska liðsins og ferðalagið mun örugglega ekki sitja lengi í íslensku stelpunum sem mættu til Englands á miðvikudaginn. „Þetta var mjög einfalt og gott ferðalag,“ sagði Sif Atladóttir um flutning íslenska hópsins frá Þýskalandi og yfir til Englands. „Ég held að allar séu tilbúnar. Við áttum geggjaða æfingaviku og góðan tíma saman. Við fengum líka aðeins að baða okkur í sólinni fyrir skýin í Englandi sem er náttúrulega bara geðveikt,“ sagði Sif sem hrósar gestgjöfunum í Þýskalandi. „Þetta var frábær vika og Puma hugsaði vel um okkur. Mjög góður tíma fyrir alla held ég,“ sagði Sif. Spennustigið mun að sjálfsögðu ráða miklu um gengi íslenska liðsins í fyrsta leiknum á móti Belgíu en Sif segir það gilda um þá reyndu alveg eins og þær ungu. „Ég held að það sé svolítið hjá öllum. Það sem ég sé sem ótrúlegan kost í ungu stelpunum er að þær fóru út snemma og fóru út ungar. Þær eru búnar að spila fyrir fram tvö, þrjú, fjögur þúsund manns. Talandi um Sveindísi sem spilaði fyrir fram 91 þúsund manns,“ sagði Sif en Sveindís Jane Jónsdóttir tók þátt í undanúrslitaleik Wolfsburg í Meistaradeildinni á móti Barcelona sem var spilaður á Nývangi. „Bara þetta gerir það að verkum að þetta skref er ekki eins stórt eins og ef þú kemur af Breiðabliksvellinum eða af Valsvellinum þar sem eru kannski fimmtíu til tvö hundruð manns. Þeirra skref eru miklu styttri en þau voru kannski fyrir mína kynslóð sem fór beint út á stórmót árið 2009,“ sagði Sif.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira