Eina lausnin að borga aukalega til að sitja með börnum sínum Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 9. júlí 2022 19:00 Anna Gunndís Guðmundsdóttir gagnrýnir Icelandair harðlega. Vísir/Vilhelm Anna Gunndís Guðmundsdóttir gagnrýnir Icelandair harðlega fyrir viðmót gagnvart henni nú nýverið þegar hún keypti flugmiða fyrir sig og börnin sín til Kaupmannahafnar. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir sveigjanleikann ekki jafn mikinn með litlum fyrirvara. Í skoðanagrein sem birtist á Vísi fyrr í dag segir Anna frá raunum sínum en þegar hún keypti flugmiða til Kaupmannahafnar, þá kom á daginn að hún þyrfti að borga aukalega til þess að hún og börnin hennar gætu setið saman. Anna segist hafa bókað með litlum fyrirvara. Vegna þess hve full vélin var voru einu sætin sem voru laus saman framarlega og hefði Anna þurft að borga 8.400 krónur ofan á 173.305 króna fargjald. Anna segist hafa trúað því að starfsfólk Icelandair gæti leyst málið, en svo var ekki. Hún segir starfsmann Icelandair hafa svarað henni á þá leið að það eina sem hún gæti gert til þess að sitja með börnum sínum væri að borga fyrir sætin. Í skriflegu svari til fréttastofu segir upplýsingafulltrúi Icelandair, Ásdís Ýr Pétursdóttir að mikil eftirspurn hafi verið til Kaupmannahafnar og nánast allar vélar fullar að undanförnu. „Með góðum fyrirvara er hægt að fá flug á góðu verði og gott úrval sæta en með svo stuttum fyrirvara, þegar vélar eru nánast orðnar fullar, hækka verðin og sveigjanleikinn er ekki jafn mikill. Hins vegar er starfsfólk okkar um borð boðið og búið að leysa málin fyrir farþega þegar um borð er komið og gengur það yfirleitt mjög vel,“ segir Ásdís. Fréttir af flugi Neytendur Icelandair Börn og uppeldi Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Í skoðanagrein sem birtist á Vísi fyrr í dag segir Anna frá raunum sínum en þegar hún keypti flugmiða til Kaupmannahafnar, þá kom á daginn að hún þyrfti að borga aukalega til þess að hún og börnin hennar gætu setið saman. Anna segist hafa bókað með litlum fyrirvara. Vegna þess hve full vélin var voru einu sætin sem voru laus saman framarlega og hefði Anna þurft að borga 8.400 krónur ofan á 173.305 króna fargjald. Anna segist hafa trúað því að starfsfólk Icelandair gæti leyst málið, en svo var ekki. Hún segir starfsmann Icelandair hafa svarað henni á þá leið að það eina sem hún gæti gert til þess að sitja með börnum sínum væri að borga fyrir sætin. Í skriflegu svari til fréttastofu segir upplýsingafulltrúi Icelandair, Ásdís Ýr Pétursdóttir að mikil eftirspurn hafi verið til Kaupmannahafnar og nánast allar vélar fullar að undanförnu. „Með góðum fyrirvara er hægt að fá flug á góðu verði og gott úrval sæta en með svo stuttum fyrirvara, þegar vélar eru nánast orðnar fullar, hækka verðin og sveigjanleikinn er ekki jafn mikill. Hins vegar er starfsfólk okkar um borð boðið og búið að leysa málin fyrir farþega þegar um borð er komið og gengur það yfirleitt mjög vel,“ segir Ásdís.
Fréttir af flugi Neytendur Icelandair Börn og uppeldi Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira