Forseti Srí Lanka staðfestir að hann muni segja af sér Árni Sæberg skrifar 11. júlí 2022 07:49 Gotabaya Rajapaksa hefur aðeins verið forseti Srí Lanka frá árinu 2019. Andy Buchanan/Getty Forseti Srí Lanka hefur tilkynnt að hann muni láta undan kröfum mótmælenda og segja af sér. Gotabaya Rajapaksa, forseti Srí Lanka, hefur tilkynnt fráfarandi forsætisráðherra landsins, Ranil Wickremesinghe, að hann muni segja af sér. Sjálfur tilkynnti Wickremesinghe að hann myndi láta af völdum þegar srílankska þingið kemur sér saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Rajapaksa hafur farið huldu höfði síðan á laugardag þegar mótmælendur brutust inn á heimili hans og skrifstofu í efnahagslegu höfuðborginni Kólombó. Mótmælendur eru enn inni á heimili hans og hafa sagst ekki munu fara fet fyrr en forsetinn segir af sér. Talið er að forsetinn haldi til á herskipi undan ströndum Srí Lanka. Ekki fyrsti Rajapaksa sem bolað er frá völdum Alda mótmæla hefur gengið yfir Srí Lanka undanfarna mánuði og hún náði suðupunkti um helgina þegar þúsundur fylktust út á götu og kröfðust afsagna forsetans og forsætisráðherrans. Áður höfðu mótmælendur náð að bola Mahinda Rajapaksa, bróður fráfarandi forseta, úr stóli forsætisráðherra. Mótmælendur hafa kennt stjórnvöldum, og sér í lagi Rajapaksa-bræðrum, um efnhagskreppu í landinu sem er sú versta í sögu þess. Mikill skortur er í landinu á öllum nauðsynjum, til að mynda gripu stjórnvöld til þess ráðs nýverið að banna sölu eldsneytis nema til farartækja sem teljast nauðsynleg samfélaginu. Í frétt breska ríkisútvarpsins um málið segir að samkvæmt stjórnarskrá landsins muni afsögn forsetans ekki verða tekin gild fyrr en hann afhendir forseta þingsins formlegt afsagnarbréf. Það hafi hann ekki enn gert. Srí Lanka Tengdar fréttir Mótmælendur brutust inn á heimili forseta Srí Lanka Íbúar Srí Lanka hafa mótmælt stjórnvöldum harðlega undanfarna mánuði vegna efnahagsástandsins þar í landi. Í dag brutust mótmælendur inn á heimili og skrifstofu forseta landsins. Þingið kom þá saman og forsætisráðherrann samþykkti að segja af sér þegar flokkar koma sér saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 9. júlí 2022 14:07 Forsætisráðherrann segir af sér í kjölfar fjöldamótmæla Mahinda Rajapaksa, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur sagt af sér embætti. Afsögnin kemur í kjölfar fjöldamótmæla sem beinast gegn stjórnvöldum og hvernig þau hafa brugðist við bágri efnahagsstöðu landsins. 9. maí 2022 14:36 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Gotabaya Rajapaksa, forseti Srí Lanka, hefur tilkynnt fráfarandi forsætisráðherra landsins, Ranil Wickremesinghe, að hann muni segja af sér. Sjálfur tilkynnti Wickremesinghe að hann myndi láta af völdum þegar srílankska þingið kemur sér saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Rajapaksa hafur farið huldu höfði síðan á laugardag þegar mótmælendur brutust inn á heimili hans og skrifstofu í efnahagslegu höfuðborginni Kólombó. Mótmælendur eru enn inni á heimili hans og hafa sagst ekki munu fara fet fyrr en forsetinn segir af sér. Talið er að forsetinn haldi til á herskipi undan ströndum Srí Lanka. Ekki fyrsti Rajapaksa sem bolað er frá völdum Alda mótmæla hefur gengið yfir Srí Lanka undanfarna mánuði og hún náði suðupunkti um helgina þegar þúsundur fylktust út á götu og kröfðust afsagna forsetans og forsætisráðherrans. Áður höfðu mótmælendur náð að bola Mahinda Rajapaksa, bróður fráfarandi forseta, úr stóli forsætisráðherra. Mótmælendur hafa kennt stjórnvöldum, og sér í lagi Rajapaksa-bræðrum, um efnhagskreppu í landinu sem er sú versta í sögu þess. Mikill skortur er í landinu á öllum nauðsynjum, til að mynda gripu stjórnvöld til þess ráðs nýverið að banna sölu eldsneytis nema til farartækja sem teljast nauðsynleg samfélaginu. Í frétt breska ríkisútvarpsins um málið segir að samkvæmt stjórnarskrá landsins muni afsögn forsetans ekki verða tekin gild fyrr en hann afhendir forseta þingsins formlegt afsagnarbréf. Það hafi hann ekki enn gert.
Srí Lanka Tengdar fréttir Mótmælendur brutust inn á heimili forseta Srí Lanka Íbúar Srí Lanka hafa mótmælt stjórnvöldum harðlega undanfarna mánuði vegna efnahagsástandsins þar í landi. Í dag brutust mótmælendur inn á heimili og skrifstofu forseta landsins. Þingið kom þá saman og forsætisráðherrann samþykkti að segja af sér þegar flokkar koma sér saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 9. júlí 2022 14:07 Forsætisráðherrann segir af sér í kjölfar fjöldamótmæla Mahinda Rajapaksa, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur sagt af sér embætti. Afsögnin kemur í kjölfar fjöldamótmæla sem beinast gegn stjórnvöldum og hvernig þau hafa brugðist við bágri efnahagsstöðu landsins. 9. maí 2022 14:36 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Mótmælendur brutust inn á heimili forseta Srí Lanka Íbúar Srí Lanka hafa mótmælt stjórnvöldum harðlega undanfarna mánuði vegna efnahagsástandsins þar í landi. Í dag brutust mótmælendur inn á heimili og skrifstofu forseta landsins. Þingið kom þá saman og forsætisráðherrann samþykkti að segja af sér þegar flokkar koma sér saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 9. júlí 2022 14:07
Forsætisráðherrann segir af sér í kjölfar fjöldamótmæla Mahinda Rajapaksa, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur sagt af sér embætti. Afsögnin kemur í kjölfar fjöldamótmæla sem beinast gegn stjórnvöldum og hvernig þau hafa brugðist við bágri efnahagsstöðu landsins. 9. maí 2022 14:36