Foreldrar Áslaugar Mundu: Keyptu miða fyrir hana á EM ef hún yrði ekki í liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2022 11:31 Hér er innsti kjarni úr stuðningsveit Áslaugar Mundu sem Vísir hitti á stuðningsmannasvæðinu í Manchester. Frá vinstri: Gunnlaugur Aðalbjarnarson, Björg Gunnlaugsdóttir, Eyrún Gunnlaugsdóttir og Jóney Jónsdóttir. Vísir/Vilhelm Landsliðskonan Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir komst í gegnum erfið höfuðmeiðsli, krefjandi fyrsta vetur í Harvard háskólanum og vinna sér síðan inn sæti í íslenska landsliðinu á EM í Englandi. Áslaug Munda hefði alltaf verið á EM hvort sem var því hún á eina af stærstu fjölskyldunum sem mæta til að styðja stelpurnar okkar. Það leit ekkert alltaf of vel út þegar hún missti af landsliðsverkefnum í marga mánuði vegna höfuðmeiðsla en minnti síðan á sig þegar hún mætti í Bestu deildina með Blikum. Vísir hitti föður Áslaugar sem er mættur til Manchester ásamt fríðu föruneyti. „Hún er hérna og bara spennt. Það verður gaman að fylgjast með henni,“ sagði Gunnlaugur Aðalbjarnarson, faðir Áslaugar Mundu um það hversu tæpt það var að hún kæmist með eftir öll vandræðin í vetur. „Við vorum löngu áður búin að ákveða að fara. Við vorum búin að kaupa miða handa henni ef hún hefði ekki verið í liðinu. Hún hefði því tekið þátt,“ sagði Gunnlaugur. Áslaug Munda hefur talað um það sjálf að hafa veifað íslenskum landsliðsstelpunum á EM í Hollandi en nú er hún orðin hluti af liðinu. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir með Öglu Maríu Albertsdóttur fyrir utan hótel íslenska liðsins í Crewe.Vísir/Vilhelm „Við vorum líka á EM í Hollandi og vorum því búin að fá bakteríuna og ákveðin að koma hingað hvernig sem færi hjá stelpunni,“ sagði Gunnlaugur. Þetta er mjög myndarlegur hópur en fjölskyldan er frá Egilsstöðum. „Ætlum við séum ekki tæplega fjörutíu í heildina tengd henni. Systkini mín og systkini Jóneyju konunnar minnar og þeirra fjölskyldur. Þetta verður stór og áberandi hópur,“ sagði Gunnlaugur. „Áhugi frá unga aldri sem skilar henni þessu. Það er líka alltaf stemmning fyrir þessu í fjölskyldunni,“ sagði Gunnlaugur. Áslaug Munda er enn ung og hefur hæfileika sem ætti að vera hægt að rækta vel á næstu árum. „Hún getur farið eins langt eins og hún vill. Það er alveg á hreinu,“ sagði Gunnlaugur. Hann viðurkennir að höfuðmeiðslin hafi verið dóttur sinni erfið. „Það hefur tekið á en þetta er svona partur af fótboltanum. Það er upp og niður. Þetta er búinn að vera erfiður vetur hjá henni en núna er hún hérna. Þá er bara gaman og mikilvægt að njóta,“ sagði Gunnlaugur. „Ég er alltaf stoltur af henni,“ sagði Gunnlaugur en var hann í fótbolta? „Nei, nei, ég kann ekkert í fótbolta. Mamman er betri en ég. Við vorum ekkert í fótboltanum,“ sagði Gunnlaugur. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Fleiri fréttir Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Sjá meira
Áslaug Munda hefði alltaf verið á EM hvort sem var því hún á eina af stærstu fjölskyldunum sem mæta til að styðja stelpurnar okkar. Það leit ekkert alltaf of vel út þegar hún missti af landsliðsverkefnum í marga mánuði vegna höfuðmeiðsla en minnti síðan á sig þegar hún mætti í Bestu deildina með Blikum. Vísir hitti föður Áslaugar sem er mættur til Manchester ásamt fríðu föruneyti. „Hún er hérna og bara spennt. Það verður gaman að fylgjast með henni,“ sagði Gunnlaugur Aðalbjarnarson, faðir Áslaugar Mundu um það hversu tæpt það var að hún kæmist með eftir öll vandræðin í vetur. „Við vorum löngu áður búin að ákveða að fara. Við vorum búin að kaupa miða handa henni ef hún hefði ekki verið í liðinu. Hún hefði því tekið þátt,“ sagði Gunnlaugur. Áslaug Munda hefur talað um það sjálf að hafa veifað íslenskum landsliðsstelpunum á EM í Hollandi en nú er hún orðin hluti af liðinu. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir með Öglu Maríu Albertsdóttur fyrir utan hótel íslenska liðsins í Crewe.Vísir/Vilhelm „Við vorum líka á EM í Hollandi og vorum því búin að fá bakteríuna og ákveðin að koma hingað hvernig sem færi hjá stelpunni,“ sagði Gunnlaugur. Þetta er mjög myndarlegur hópur en fjölskyldan er frá Egilsstöðum. „Ætlum við séum ekki tæplega fjörutíu í heildina tengd henni. Systkini mín og systkini Jóneyju konunnar minnar og þeirra fjölskyldur. Þetta verður stór og áberandi hópur,“ sagði Gunnlaugur. „Áhugi frá unga aldri sem skilar henni þessu. Það er líka alltaf stemmning fyrir þessu í fjölskyldunni,“ sagði Gunnlaugur. Áslaug Munda er enn ung og hefur hæfileika sem ætti að vera hægt að rækta vel á næstu árum. „Hún getur farið eins langt eins og hún vill. Það er alveg á hreinu,“ sagði Gunnlaugur. Hann viðurkennir að höfuðmeiðslin hafi verið dóttur sinni erfið. „Það hefur tekið á en þetta er svona partur af fótboltanum. Það er upp og niður. Þetta er búinn að vera erfiður vetur hjá henni en núna er hún hérna. Þá er bara gaman og mikilvægt að njóta,“ sagði Gunnlaugur. „Ég er alltaf stoltur af henni,“ sagði Gunnlaugur en var hann í fótbolta? „Nei, nei, ég kann ekkert í fótbolta. Mamman er betri en ég. Við vorum ekkert í fótboltanum,“ sagði Gunnlaugur.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Fleiri fréttir Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Sjá meira