Endurvakning Funny Girl söngleiksins hófst í apríl á þessu ári en fékk fremur slæma dóma. Seinast þegar verkið var í sýningu á Broadway lék Barbra Streisand aðalhlutverkið Fanny Brice sem Feldstein lætur nú af hendi.
Seinasta sýning Feldstein verður 31. júlí næstkomandi en varamaður hennar mun fylla í skarðið þar til Michele tekur við. Þetta kemur fram á vef CNN.
Hlutverk Fanny Brice og Funny girl söngleikurinn hefur fylgt Michele lengi. Þegar hún lék í sjónvarpsþáttunum Glee söng hún lög úr söngleiknum og dreymdi karakterinn hennar þar um að hreppa hlutverk Fanny Brice.
Í þáttunum söng hún til dæmis lagið „Don‘t rain on my parade“ úr söngleiknum en lagið söng hún einnig á Tony verðlaunahátíðinni 2010.
Söng Michele á Tony hátíðinni 2010 má sjá hér að ofan.