Fyrst íslenskra framhaldsskóla til að þróa „STEAM“ áfanga Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 12. júlí 2022 17:30 Bragi Þór Svavarsson, skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar. Aðsent/Guðrún Jónsdóttir Menntaskóli Borgarfjarðar hlaut styrk frá þróunarsjóði námsgagna nú á dögunum. Með styrknum mun skólinn þróa námsefni út frá nýrri kennslustefnu sem skólinn er í þann mund að taka, en MB mun verða fyrsti framhaldsskóli landsins til þess að bjóða upp á sérstaka „STEAM“ áfanga. „STEAM“ áfangarnir eru hluti af stærra þróunarverkefni hjá skólanum sem kallast „Menntun fyrir störf framtíðar,“ en STEAM stendur fyrir „Science, Technology, Engineering, Arts og Mathematics.“ Þróunarverkefnið hefur staðið í tæp tvö ár og vinnur eftir tillögum starfshóps innan skólans. Bragi Þór Svavarsson, skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar segir tillögur starfshópsins fela í sér nokkra hluti. „Meðal annars að við erum að fara að byggja upp svokallað framtíðarver sem heitir Kvika og er í ætt við FabLab, þar verða líka hljóð- og myndver. Svo er eitt af því það að við kennum hér lífsnám, sem að eru svona eins og ég kalla lífsleikni á sterum. Það er fimm einingar sem allir nemendur taka þar sem við förum í gegnum svona „þema based“ verkefni á hverri önn sem að eru allt frá fjármálum upp í kynlíf og alla veganna slíkir þættir, heilbrigði og sjálfbærni.“ Merki Menntaskóla Borgarfjarðar.Aðsent Ein af tillögunum frá fyrrnefndum starfshópi er „STEAM“ kennsla en boðið verður upp á þrjá áfanga af þessu tagi og verða þeir skylda á hverri námsbraut. STEAM áfangarnir eru „verkefnamiðuð kennsla þar sem að nemendur fá svona grunnleiðsögn í öllu því sem kemur að tækni, sköpun, verkfræði, stærðfræði og öllu slíku,“ segir Bragi. Kennslan muni svo byggja ofan á áfanga sem séu á fyrsta, öðru og þriðja þrepi og endi á því að nemendur búi sjálf til sín eigin verkefni. Þar eigi þau að nýta alla grunnþætti „STEAM“ og blanda þeim saman. Bragi segir skólann vera að nálgast nám eins og þetta á allt annan máta en hefur verið gert. „Við ósköp einfaldlega búum þarna til þrjá áfanga þar sem sérstaklega er tekið á þessu, þar sem sérstaklega er verið að sýna fram á samþættingu þessara greina við raunhæf verkefni og daglegt líf, daglegt líf stærðfræði, daglegt líf lista, daglegt líf verkfræði,“ segir Bragi. Áfangarnir verða inni á öllum brautum skólans og kennsla áfangana byrjar eftir áramót. Skólinn er samliða þessu að þróa „STEAM“ námsefni fyrir áfangana í samstarfi við starfsfólk skólans og háskólana. „Það er hugmyndin að þetta sé „eye opening“ og koma þú veist, notkun þessara vinnubragða og þá þekkingu sem þú hefur, ert að læra í öðrum áföngum, hvort sem það er félagsfræði eða stærðfræði, inn í einhverja raunverulega notkun, það er pælingin,“ segir Bragi að lokum. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Borgarbyggð Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
„STEAM“ áfangarnir eru hluti af stærra þróunarverkefni hjá skólanum sem kallast „Menntun fyrir störf framtíðar,“ en STEAM stendur fyrir „Science, Technology, Engineering, Arts og Mathematics.“ Þróunarverkefnið hefur staðið í tæp tvö ár og vinnur eftir tillögum starfshóps innan skólans. Bragi Þór Svavarsson, skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar segir tillögur starfshópsins fela í sér nokkra hluti. „Meðal annars að við erum að fara að byggja upp svokallað framtíðarver sem heitir Kvika og er í ætt við FabLab, þar verða líka hljóð- og myndver. Svo er eitt af því það að við kennum hér lífsnám, sem að eru svona eins og ég kalla lífsleikni á sterum. Það er fimm einingar sem allir nemendur taka þar sem við förum í gegnum svona „þema based“ verkefni á hverri önn sem að eru allt frá fjármálum upp í kynlíf og alla veganna slíkir þættir, heilbrigði og sjálfbærni.“ Merki Menntaskóla Borgarfjarðar.Aðsent Ein af tillögunum frá fyrrnefndum starfshópi er „STEAM“ kennsla en boðið verður upp á þrjá áfanga af þessu tagi og verða þeir skylda á hverri námsbraut. STEAM áfangarnir eru „verkefnamiðuð kennsla þar sem að nemendur fá svona grunnleiðsögn í öllu því sem kemur að tækni, sköpun, verkfræði, stærðfræði og öllu slíku,“ segir Bragi. Kennslan muni svo byggja ofan á áfanga sem séu á fyrsta, öðru og þriðja þrepi og endi á því að nemendur búi sjálf til sín eigin verkefni. Þar eigi þau að nýta alla grunnþætti „STEAM“ og blanda þeim saman. Bragi segir skólann vera að nálgast nám eins og þetta á allt annan máta en hefur verið gert. „Við ósköp einfaldlega búum þarna til þrjá áfanga þar sem sérstaklega er tekið á þessu, þar sem sérstaklega er verið að sýna fram á samþættingu þessara greina við raunhæf verkefni og daglegt líf, daglegt líf stærðfræði, daglegt líf lista, daglegt líf verkfræði,“ segir Bragi. Áfangarnir verða inni á öllum brautum skólans og kennsla áfangana byrjar eftir áramót. Skólinn er samliða þessu að þróa „STEAM“ námsefni fyrir áfangana í samstarfi við starfsfólk skólans og háskólana. „Það er hugmyndin að þetta sé „eye opening“ og koma þú veist, notkun þessara vinnubragða og þá þekkingu sem þú hefur, ert að læra í öðrum áföngum, hvort sem það er félagsfræði eða stærðfræði, inn í einhverja raunverulega notkun, það er pælingin,“ segir Bragi að lokum.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Borgarbyggð Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira