Spá rúmlega níu prósent verðbólgu í júli Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. júlí 2022 09:38 Hagsjáin spáir því að verðbólga fari hæst í 9,5 prósent í ágúst en hún lækki svo. VÍSIR/VILHELM Hagsjá Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um hálft prósent milli júní og júlí. Gangi sú spá eftir fari ársverðbólga upp í 9,2 prósent, en hún mældist 8,8 prósent í júní. Talið er að verðbólga fari hæst í 9,5 prósent í ágúst áður en hún lækkar aftur. Hagsjáin telur að fjórir undirliðir muni hafa mest áhrif á verðbólgu samkvæmt spánni, það séu matur og drykkjarvara, reiknuð húsaleiga, föt og skór og flugfargjöld til útlanda. Föt og skór muni hafa áhrif til lækkunar vegna sumarútsalna en hinir þrír liðirnir til hækkunar. Hagsjáin spáir því að verðbólga nái hámarki í ágúst. Spáin til næstu mánaða gerir ráð fyrir 0,7 prósent hækkun í ágúst sem þýði að verðbólgan muni hæst fara í 9,5 prósent í ágúst áður en hún lækkar aftur. Matarkarfan og flugfargjöld hækka Talið er að matar- og drykkjarvörur hækki um 0,7 prósent milli mánaða í júli. Sú hækkun er minni en búist var við en hins vegar eru miklar verðhækkanir erlendis sem muni að einhverju leyti skila sér til landsins. Auk þess er mikill eftirspurnarþrýstingur hér á landi, meðal annars vegna vaxandi straums erlendra ferðamanna til landsins. Samkvæmt hagsjánni hefur verð á flugfargjöldum til útlanda fylgt verðinu frá 2019 vel eftir. Hins vegar er talið að flugfargjöld til útlanda hækki miðað við 2019 frá og með júlí vegna hærri eldsneytiskostnaðar og aukinnar eftirspurnar. Gert er ráð fyrir því að flugfargjöld til útlanda hækki um 8,3 prósent milli mánaða í júlí. Fólk geti ekki tekið jafn há lán og áður Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um þrjú prósent milli mánaða í maí og vísitala markaðsverðs húsnæðis hækkaði um 3,2 prósent í júní. Gert er ráð fyrir að það fari að hægjast um á markaðinum. Áorðnar vaxtahækkanir geri það að verkum að fólk geti ekki tekið jafn há lán og áður miðað við sömu greiðslugetu. Samkvæmt nýjustu mánaðarskýrslu HMS hefur hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði dregist saman og meðalsölutími íbúða aukist. Það taki samt tíma fyrir slíkar breytingar að koma fram í reiknaðri húsaleigu, meðal annars vegna notkunar Hagstofunnar á þriggja mánaða hlaupandi meðaltali fasteignaverðs. Alls er von á að reiknuð húsaleiga hækki um 2,1 prósent milli mánaða í júlí. Sumarútsölur verði svipaðar og fyrir faraldur Samkvæmt Hagsjánni eru sumarútsölur á fötum og skóm alla jafna sá liður sem hefur mest áhrif á verðbólgumælingar í júlí. Á árunum 2010 til 2019 hafi föt og skór iðulega lækkað um tíu prósent milli mánaða í júlí. Á meðan heimsfaraldur reið yfir hafi sumarútsölu verið nokkuð slakar en líkleg skýring sé aukin verslun Íslendinga innanlands á meðan utanlandsferðir voru ekki í boði. Talið er að útsölurnar núna verði nær því sem var fyrir faraldurinn, enda ferðalög Íslendinga til útlanda komin í samt lag. Hagsjáni gerir ráð fyrir að föt og skór lækki um átta prósent milli mánaða. Þessi lækkun gangi síðan til baka í ágúst og september. Verðlag Neytendur Fasteignamarkaður Verslun Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Sjá meira
Hagsjáin telur að fjórir undirliðir muni hafa mest áhrif á verðbólgu samkvæmt spánni, það séu matur og drykkjarvara, reiknuð húsaleiga, föt og skór og flugfargjöld til útlanda. Föt og skór muni hafa áhrif til lækkunar vegna sumarútsalna en hinir þrír liðirnir til hækkunar. Hagsjáin spáir því að verðbólga nái hámarki í ágúst. Spáin til næstu mánaða gerir ráð fyrir 0,7 prósent hækkun í ágúst sem þýði að verðbólgan muni hæst fara í 9,5 prósent í ágúst áður en hún lækkar aftur. Matarkarfan og flugfargjöld hækka Talið er að matar- og drykkjarvörur hækki um 0,7 prósent milli mánaða í júli. Sú hækkun er minni en búist var við en hins vegar eru miklar verðhækkanir erlendis sem muni að einhverju leyti skila sér til landsins. Auk þess er mikill eftirspurnarþrýstingur hér á landi, meðal annars vegna vaxandi straums erlendra ferðamanna til landsins. Samkvæmt hagsjánni hefur verð á flugfargjöldum til útlanda fylgt verðinu frá 2019 vel eftir. Hins vegar er talið að flugfargjöld til útlanda hækki miðað við 2019 frá og með júlí vegna hærri eldsneytiskostnaðar og aukinnar eftirspurnar. Gert er ráð fyrir því að flugfargjöld til útlanda hækki um 8,3 prósent milli mánaða í júlí. Fólk geti ekki tekið jafn há lán og áður Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um þrjú prósent milli mánaða í maí og vísitala markaðsverðs húsnæðis hækkaði um 3,2 prósent í júní. Gert er ráð fyrir að það fari að hægjast um á markaðinum. Áorðnar vaxtahækkanir geri það að verkum að fólk geti ekki tekið jafn há lán og áður miðað við sömu greiðslugetu. Samkvæmt nýjustu mánaðarskýrslu HMS hefur hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði dregist saman og meðalsölutími íbúða aukist. Það taki samt tíma fyrir slíkar breytingar að koma fram í reiknaðri húsaleigu, meðal annars vegna notkunar Hagstofunnar á þriggja mánaða hlaupandi meðaltali fasteignaverðs. Alls er von á að reiknuð húsaleiga hækki um 2,1 prósent milli mánaða í júlí. Sumarútsölur verði svipaðar og fyrir faraldur Samkvæmt Hagsjánni eru sumarútsölur á fötum og skóm alla jafna sá liður sem hefur mest áhrif á verðbólgumælingar í júlí. Á árunum 2010 til 2019 hafi föt og skór iðulega lækkað um tíu prósent milli mánaða í júlí. Á meðan heimsfaraldur reið yfir hafi sumarútsölu verið nokkuð slakar en líkleg skýring sé aukin verslun Íslendinga innanlands á meðan utanlandsferðir voru ekki í boði. Talið er að útsölurnar núna verði nær því sem var fyrir faraldurinn, enda ferðalög Íslendinga til útlanda komin í samt lag. Hagsjáni gerir ráð fyrir að föt og skór lækki um átta prósent milli mánaða. Þessi lækkun gangi síðan til baka í ágúst og september.
Verðlag Neytendur Fasteignamarkaður Verslun Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Sjá meira