Herinn á Sri Lanka að missa þolinmæðina Heimir Már Pétursson skrifar 13. júlí 2022 19:45 Mjög róstursamt hefur verið á Sri Lanka undanfarna viku þar sem mótmælendum hefur tekist að hrekja forseta landsins úr landi. Lögregla beitti bæði táragasi og vatnsbyssum á mótmælendur í dag sem náðu þó að yfirtaka skrifstofubyggingu forsætisráðherrans. AP/Eranga Jayawardena Mikil reiði er meðal almennings á Sri Lanka eftir að landflótta forseti landsins skipaði forsætisráðherra í embættið í sinn stað. Herinn hefur gefið leiðtogum stjórnmálaflokka frest til að setja fram áætlun um framtíð Sri Lanka. Eftir vikulöng mótmæli og uppreisn almennings vegna ömurlegs efnahagsástands sá Gotabaya Rajapaksa forseti Sri Lanka þann kost vænstan aðyfirgefa landið með herflugvél síðast liðna nótt. Almenningur hefur krafist afsagnar hans og forsætisráðherrans Ranil Wickremesinghe í friðsömum mótmælum undanfarna daga. Mótmælendur höfðu meðal annars lagt undir sig forsetahöllina án þess að valda þar tjóni. Í morgun bar Mahinda Yapa Abeywardena forseti þings landsins almenningi þessi skilaboð fráforsetanum. „Gotabaya Rajapaksa forseti upplýsti mig að samkvæmt 37.1. gr.stjórnarskrárinnar hefur hann falið Ranil Wickremesinghe forsætisráðherra að sinna skyldum sínum þar sem hann dvelur núerlendis,“ sagði þingforsetinn. Þetta jók mjög á reiði almennings. Forsætisráðherrann sem tók við embætti forseta Sri Lanka í dag hefur hvorki fyrri skrifstofu sína né forseta höllina að að hverfa eftir að almenningur lagði báðar byggingarnar undir sig.AP/Eranga Jayawardena Her og lögregla beittu kraftmiklum vatnsbyssum á mótmælendur þegar fólk réðst til inngöngu í aðsetur forsætisráðherrans í morgun. Mjög fjölmennur hópur mótmælenda lét það hins vegar ekki á sig fá og yfirtók aðsetur forsætisráðherrans. Eftir að hinn flúni forseti hafði tilnefnt forsætisráðherrann íforsetaembættið skoraði hinn nýi forseti á almenning að láta af mótmælum sínum ella myndi herinn skerast í leikinn. Herinn hefur hingað til haldið sig að mestu til hlés. Yfirmenn hersins segjast virða stjórnarskrána.Þeir gáfu stjórnmálaleiðtogum hins vegar frest fram á kvöld til aðkomast að samkomulagi um framtíðlandsins sem er efnahagslega gjaldþrota. Srí Lanka Tengdar fréttir Biður herinn um að tryggja frið í Srí Lanka Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur skipað her landsins að gera það sem nauðsynlegt er til að koma á röð og reglu. Hann er nú starfandi forseti eyríkisins eftir að forsetinn flúði til Malíveyja. 13. júlí 2022 14:48 Forsætisráðherrann orðinn forseti og neyðarástandi lýst yfir Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Sri Lanka, hefur verið útnefndur starfandi forseti landsins eftir að forsetinn Gotabaya Rajapaksa flúði í herflugvél til Maldíveyja. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í landinu en mótmælendur freista þess nú að komast inn á skrifstofu forsætisráðherrans. 13. júlí 2022 08:14 Forseti Srí Lanka hefur flúið land Gotabaya Rajapaksa, forseti Srí Lanka, hefur náð að flýja land. Fyrr í dag hafði honum mistekist að flýja er flugvallarstarfsmenn komu í veg fyrir að hann gæti notað sérútgang á flugvellinum í Colombo. 12. júlí 2022 22:42 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Eftir vikulöng mótmæli og uppreisn almennings vegna ömurlegs efnahagsástands sá Gotabaya Rajapaksa forseti Sri Lanka þann kost vænstan aðyfirgefa landið með herflugvél síðast liðna nótt. Almenningur hefur krafist afsagnar hans og forsætisráðherrans Ranil Wickremesinghe í friðsömum mótmælum undanfarna daga. Mótmælendur höfðu meðal annars lagt undir sig forsetahöllina án þess að valda þar tjóni. Í morgun bar Mahinda Yapa Abeywardena forseti þings landsins almenningi þessi skilaboð fráforsetanum. „Gotabaya Rajapaksa forseti upplýsti mig að samkvæmt 37.1. gr.stjórnarskrárinnar hefur hann falið Ranil Wickremesinghe forsætisráðherra að sinna skyldum sínum þar sem hann dvelur núerlendis,“ sagði þingforsetinn. Þetta jók mjög á reiði almennings. Forsætisráðherrann sem tók við embætti forseta Sri Lanka í dag hefur hvorki fyrri skrifstofu sína né forseta höllina að að hverfa eftir að almenningur lagði báðar byggingarnar undir sig.AP/Eranga Jayawardena Her og lögregla beittu kraftmiklum vatnsbyssum á mótmælendur þegar fólk réðst til inngöngu í aðsetur forsætisráðherrans í morgun. Mjög fjölmennur hópur mótmælenda lét það hins vegar ekki á sig fá og yfirtók aðsetur forsætisráðherrans. Eftir að hinn flúni forseti hafði tilnefnt forsætisráðherrann íforsetaembættið skoraði hinn nýi forseti á almenning að láta af mótmælum sínum ella myndi herinn skerast í leikinn. Herinn hefur hingað til haldið sig að mestu til hlés. Yfirmenn hersins segjast virða stjórnarskrána.Þeir gáfu stjórnmálaleiðtogum hins vegar frest fram á kvöld til aðkomast að samkomulagi um framtíðlandsins sem er efnahagslega gjaldþrota.
Srí Lanka Tengdar fréttir Biður herinn um að tryggja frið í Srí Lanka Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur skipað her landsins að gera það sem nauðsynlegt er til að koma á röð og reglu. Hann er nú starfandi forseti eyríkisins eftir að forsetinn flúði til Malíveyja. 13. júlí 2022 14:48 Forsætisráðherrann orðinn forseti og neyðarástandi lýst yfir Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Sri Lanka, hefur verið útnefndur starfandi forseti landsins eftir að forsetinn Gotabaya Rajapaksa flúði í herflugvél til Maldíveyja. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í landinu en mótmælendur freista þess nú að komast inn á skrifstofu forsætisráðherrans. 13. júlí 2022 08:14 Forseti Srí Lanka hefur flúið land Gotabaya Rajapaksa, forseti Srí Lanka, hefur náð að flýja land. Fyrr í dag hafði honum mistekist að flýja er flugvallarstarfsmenn komu í veg fyrir að hann gæti notað sérútgang á flugvellinum í Colombo. 12. júlí 2022 22:42 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Biður herinn um að tryggja frið í Srí Lanka Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur skipað her landsins að gera það sem nauðsynlegt er til að koma á röð og reglu. Hann er nú starfandi forseti eyríkisins eftir að forsetinn flúði til Malíveyja. 13. júlí 2022 14:48
Forsætisráðherrann orðinn forseti og neyðarástandi lýst yfir Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Sri Lanka, hefur verið útnefndur starfandi forseti landsins eftir að forsetinn Gotabaya Rajapaksa flúði í herflugvél til Maldíveyja. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í landinu en mótmælendur freista þess nú að komast inn á skrifstofu forsætisráðherrans. 13. júlí 2022 08:14
Forseti Srí Lanka hefur flúið land Gotabaya Rajapaksa, forseti Srí Lanka, hefur náð að flýja land. Fyrr í dag hafði honum mistekist að flýja er flugvallarstarfsmenn komu í veg fyrir að hann gæti notað sérútgang á flugvellinum í Colombo. 12. júlí 2022 22:42