Gunnhildur Yrsa: Sandra átti stórkostlegan leik Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júlí 2022 19:18 EM Englandi í knattspyrnu kvenna, leikur gegn Ítalíu Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir stóð í ströngu á miðju íslenska liðsins í dag. Hún var stolt af liðsfélögum sínum í dag og sagði að þær ætluðu að fara erfiðu leiðina í 8-liða úrslitin. „Auðvitað er þetta svekkjandi, við skorum snemma og vörðumst frábærlega. Ég verð að hrósa stelpunum, þær gáfu allt í varnarleikinn,“ sagði Gunnhildur Yrsa þegar Svava Kristín Grétarsdóttir spjallaði við hana að leik loknum í kvöld. „Við hleyptum þeim inn í leikinn en Sandra átti stórkostlegan leik, ég skil ekki af hverju hún var ekki maður leiksins. Stelpurnar mega vera stoltar, Ítalía er með sterkt lið og við förum bara erfiðari leiðina og tökum Frakkana,“ bætti Gunnhildur Yrsa við en Ísland mætir Frökkum í lokaleik sínum í riðlinum á mánudag. Hún sagðist eiga eftir að horfa aftur á leikinn til að átta sig aðeins betur á hvernig hann spilaðist. „Þær eru að vinna seinni boltana sem gerði okkur erfitt að halda boltanum. Svona er fótboltinn, við fáum á okkur þetta mark og það er eriftt að koma til baka. Við spiluðum fyrir fjórum dögum en mér fannst stelpurnar standa sig frábærlega.“ „Ítalía er með mjög sterkt lið og eru fyrir ofan okkur á FIFA listanum. Það er erfitt að taka bara eitt stig, við skorum fyrst og hefðum getað haldið þeim frá markinu. Mér fannst þær ekki skapa sér mikið í fyrri, síðan byrjuðum við að opna fyrir þeim í seinni hálfleik og þær áttu helling af færum.“ Hún sagði að nú þyrfti liðið að ná í íslensku geðveikina. „Við ákváðum að setja pressu á okkur og ná í íslensku geðveikina. Ef það er eitthvað sem við getum er það að finna okkar geðveiki og víkingarnir mæta, við mætum brjálaðar gegn Frökkum. Þessi hópur er geggjaður og gefur allt í alla leiki og við munum gera það gegn Frökkum.“ EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Elísa: Lögðum upp með að taka Ítalina í nefið Elísa Viðarsdóttir kom inn í byrjunarlið Íslands í dag og var að vonum svekkjandi með úrslitin en fann íslenska liðið hafa góða stjórn á leiknum. 14. júlí 2022 19:07 Guðrún: Ætlum að sækja stig og fara áfram Guðrún Arnardóttir átti fínan leik í vörn Íslands í dag í jafnteflinu gegn Ítalíu. Hún var svekkt í leikslok og sagði að íslenska liðið ætlaði sér að sækja stig gegn Frökkum. 14. júlí 2022 19:06 Þorsteinn hálfdapur eftir leik en vill að Frakkar vinni Belga í kvöld Landsliðsþjálfarinn viðurkenndi að íslenska liðið hafi ekki spilað sitt besta leik í jafnteflinu á móti Ítalíu á EM í Englandi í kvöld. 14. júlí 2022 18:50 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Sjá meira
„Auðvitað er þetta svekkjandi, við skorum snemma og vörðumst frábærlega. Ég verð að hrósa stelpunum, þær gáfu allt í varnarleikinn,“ sagði Gunnhildur Yrsa þegar Svava Kristín Grétarsdóttir spjallaði við hana að leik loknum í kvöld. „Við hleyptum þeim inn í leikinn en Sandra átti stórkostlegan leik, ég skil ekki af hverju hún var ekki maður leiksins. Stelpurnar mega vera stoltar, Ítalía er með sterkt lið og við förum bara erfiðari leiðina og tökum Frakkana,“ bætti Gunnhildur Yrsa við en Ísland mætir Frökkum í lokaleik sínum í riðlinum á mánudag. Hún sagðist eiga eftir að horfa aftur á leikinn til að átta sig aðeins betur á hvernig hann spilaðist. „Þær eru að vinna seinni boltana sem gerði okkur erfitt að halda boltanum. Svona er fótboltinn, við fáum á okkur þetta mark og það er eriftt að koma til baka. Við spiluðum fyrir fjórum dögum en mér fannst stelpurnar standa sig frábærlega.“ „Ítalía er með mjög sterkt lið og eru fyrir ofan okkur á FIFA listanum. Það er erfitt að taka bara eitt stig, við skorum fyrst og hefðum getað haldið þeim frá markinu. Mér fannst þær ekki skapa sér mikið í fyrri, síðan byrjuðum við að opna fyrir þeim í seinni hálfleik og þær áttu helling af færum.“ Hún sagði að nú þyrfti liðið að ná í íslensku geðveikina. „Við ákváðum að setja pressu á okkur og ná í íslensku geðveikina. Ef það er eitthvað sem við getum er það að finna okkar geðveiki og víkingarnir mæta, við mætum brjálaðar gegn Frökkum. Þessi hópur er geggjaður og gefur allt í alla leiki og við munum gera það gegn Frökkum.“
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Elísa: Lögðum upp með að taka Ítalina í nefið Elísa Viðarsdóttir kom inn í byrjunarlið Íslands í dag og var að vonum svekkjandi með úrslitin en fann íslenska liðið hafa góða stjórn á leiknum. 14. júlí 2022 19:07 Guðrún: Ætlum að sækja stig og fara áfram Guðrún Arnardóttir átti fínan leik í vörn Íslands í dag í jafnteflinu gegn Ítalíu. Hún var svekkt í leikslok og sagði að íslenska liðið ætlaði sér að sækja stig gegn Frökkum. 14. júlí 2022 19:06 Þorsteinn hálfdapur eftir leik en vill að Frakkar vinni Belga í kvöld Landsliðsþjálfarinn viðurkenndi að íslenska liðið hafi ekki spilað sitt besta leik í jafnteflinu á móti Ítalíu á EM í Englandi í kvöld. 14. júlí 2022 18:50 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Sjá meira
Elísa: Lögðum upp með að taka Ítalina í nefið Elísa Viðarsdóttir kom inn í byrjunarlið Íslands í dag og var að vonum svekkjandi með úrslitin en fann íslenska liðið hafa góða stjórn á leiknum. 14. júlí 2022 19:07
Guðrún: Ætlum að sækja stig og fara áfram Guðrún Arnardóttir átti fínan leik í vörn Íslands í dag í jafnteflinu gegn Ítalíu. Hún var svekkt í leikslok og sagði að íslenska liðið ætlaði sér að sækja stig gegn Frökkum. 14. júlí 2022 19:06
Þorsteinn hálfdapur eftir leik en vill að Frakkar vinni Belga í kvöld Landsliðsþjálfarinn viðurkenndi að íslenska liðið hafi ekki spilað sitt besta leik í jafnteflinu á móti Ítalíu á EM í Englandi í kvöld. 14. júlí 2022 18:50