Blatter sendir út viðvörun til heimsfótboltans Atli Arason skrifar 16. júlí 2022 09:00 Sepp Blatter ætlar ekki að gefast upp. Vísir/AFP Sepp Blatter, fyrrum forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, segir sjö ár af lygum loksins vera lokið. Meðal annars skrifaði Blatter á Twitter í gær að hann væri mættur aftur. Er þetta í fyrsta skipti sem hann tjáir sig á opinberum vettvangi eftir að hann og Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, voru sýknaðir af ásökum um spillingu og fjárdrátt af dómstólum í Sviss þann 8. júlí síðastliðinn. Vitnar hann einnig í orð Platini og skrifar að heimurinn muni fá að heyra hvað þeir hafa að segja og merkir hann öll helstu knattspyrnusambönd víða um heim í færslu sinni. Hello my friends, I'm back , still going strong, seven years of lies have ended. Now the game is again in the right direction. Or as Michel Platini puts it: You will hear from us again. I wish you a great weekend. #FIFA #UEFA #CAF #AFC #CONMEBOL #CONCACAF #OFC #IOC #Platini— Joseph S Blatter (@SeppBlatter) July 15, 2022 Blatter, sem er 86 ára gamall, leiddi alþjóðlegaknattspyrnusambandið í 17 ár. Voru þeir Platini sýknaðir af ásökunum um fjárdrátt þar sem FIFA greiddi Platini um 1,7 milljón punda, tæpar 300 milljónir króna, fyrir ráðgjafastörf með milligöngu Blatter. Dómstóllinn í Sviss taldi röksemdarfærslur tvímenningana, að um heiðursmannasamkomulag hafi verið að ræða, góð og gild. Þetta er þó ekki eina sakamálarannsóknin sem Blatter þarf að verjast en einnig er verið að skoða greiðslur upp á eina milljón Bandaríkjadala frá FIFA til knattspyrnusambands Trínidad og Tóbagó frá árinu 2010 í öðru aðskildu máli. „Að fara frá því að vera goðsögn í heimsfótboltanum yfir í sjálfan djöfulinn er afar erfitt, sérstaklega þegar það kemur úr ósanngjarni átt. Ég hef alltaf sagt að mín barátta er gegn óréttlæti. Ég vann fyrstu lotuna en raunverulegu sökudólgarnir eru enn þá þarna úti. Þeir geta treyst á mig að ég gefst ekki upp og mun fara alla leið í baráttunni fyrir sannleikanum,“ sagði Blatter við fjölmiðla eftir að hafa verið sýknaður í síðustu viku. Blatter var forseti FIFA til ársins 2015, þegar bandarískar alríkisstofnanir hófu rannsókn á honum vegna mútugreiðslna, spillingu og peningaþvættis. Blatter hefur alltaf lýst yfir sakleysi. Er fyrrum forsetinn þó enn þá bannaður frá allri þátttöku í fótbolta sem gildir til ársins 2028. Bannið hlaut hann fyrir brot á siðareglum FIFA. FIFA UEFA Tengdar fréttir Blatter í nýtt bann Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, hefur verið dæmdur í nýtt bann frá fótboltanum og er hann nú í banni til ársins 2028. 24. mars 2021 20:35 Blatter og Platini sýknaðir af ásökunum um spillingu Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, og Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, hafa verið sýknaðir af ásökunum um spillingu, en dómurinn var kveðinn upp í Sviss í morgun. 8. júlí 2022 08:30 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Sjá meira
Meðal annars skrifaði Blatter á Twitter í gær að hann væri mættur aftur. Er þetta í fyrsta skipti sem hann tjáir sig á opinberum vettvangi eftir að hann og Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, voru sýknaðir af ásökum um spillingu og fjárdrátt af dómstólum í Sviss þann 8. júlí síðastliðinn. Vitnar hann einnig í orð Platini og skrifar að heimurinn muni fá að heyra hvað þeir hafa að segja og merkir hann öll helstu knattspyrnusambönd víða um heim í færslu sinni. Hello my friends, I'm back , still going strong, seven years of lies have ended. Now the game is again in the right direction. Or as Michel Platini puts it: You will hear from us again. I wish you a great weekend. #FIFA #UEFA #CAF #AFC #CONMEBOL #CONCACAF #OFC #IOC #Platini— Joseph S Blatter (@SeppBlatter) July 15, 2022 Blatter, sem er 86 ára gamall, leiddi alþjóðlegaknattspyrnusambandið í 17 ár. Voru þeir Platini sýknaðir af ásökunum um fjárdrátt þar sem FIFA greiddi Platini um 1,7 milljón punda, tæpar 300 milljónir króna, fyrir ráðgjafastörf með milligöngu Blatter. Dómstóllinn í Sviss taldi röksemdarfærslur tvímenningana, að um heiðursmannasamkomulag hafi verið að ræða, góð og gild. Þetta er þó ekki eina sakamálarannsóknin sem Blatter þarf að verjast en einnig er verið að skoða greiðslur upp á eina milljón Bandaríkjadala frá FIFA til knattspyrnusambands Trínidad og Tóbagó frá árinu 2010 í öðru aðskildu máli. „Að fara frá því að vera goðsögn í heimsfótboltanum yfir í sjálfan djöfulinn er afar erfitt, sérstaklega þegar það kemur úr ósanngjarni átt. Ég hef alltaf sagt að mín barátta er gegn óréttlæti. Ég vann fyrstu lotuna en raunverulegu sökudólgarnir eru enn þá þarna úti. Þeir geta treyst á mig að ég gefst ekki upp og mun fara alla leið í baráttunni fyrir sannleikanum,“ sagði Blatter við fjölmiðla eftir að hafa verið sýknaður í síðustu viku. Blatter var forseti FIFA til ársins 2015, þegar bandarískar alríkisstofnanir hófu rannsókn á honum vegna mútugreiðslna, spillingu og peningaþvættis. Blatter hefur alltaf lýst yfir sakleysi. Er fyrrum forsetinn þó enn þá bannaður frá allri þátttöku í fótbolta sem gildir til ársins 2028. Bannið hlaut hann fyrir brot á siðareglum FIFA.
FIFA UEFA Tengdar fréttir Blatter í nýtt bann Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, hefur verið dæmdur í nýtt bann frá fótboltanum og er hann nú í banni til ársins 2028. 24. mars 2021 20:35 Blatter og Platini sýknaðir af ásökunum um spillingu Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, og Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, hafa verið sýknaðir af ásökunum um spillingu, en dómurinn var kveðinn upp í Sviss í morgun. 8. júlí 2022 08:30 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Sjá meira
Blatter í nýtt bann Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, hefur verið dæmdur í nýtt bann frá fótboltanum og er hann nú í banni til ársins 2028. 24. mars 2021 20:35
Blatter og Platini sýknaðir af ásökunum um spillingu Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, og Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, hafa verið sýknaðir af ásökunum um spillingu, en dómurinn var kveðinn upp í Sviss í morgun. 8. júlí 2022 08:30