Fjármagna áfram hernað Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 17. júlí 2022 13:01 Tekin var loks ákvörðun fyrir rúmum mánuði síðan af hálfu Evrópusambandsins um það að draga úr olíukaupum ríkja þess frá Rússlandi, meira en þremur mánuðum eftir að rússneski herinn réðist inn í Úkraínu. Olíukaupunum verður þó ekki hætt heldur er stefnt að því að draga úr þeim um 90% fyrir næstu áramót. Með öðrum orðum mun það taka ríki Evrópusambandsins næstu sex mánuðina að draga úr olíukaupunum, gangi þessi áform á annað borð eftir, án þess þó að þeim verði alfarið hætt. Þá eru engin áform um það af hálfu sambandsins að hætta kaupum á rússnesku gasi sem er önnur helzta tekjulind Rússlands. Fram kom í frétt brezka ríkisútvarpsins BBC um ákvörðun Evrópusambandsins að 27% af olíu og 40% af gasi sem notað væri innan þess kæmi frá Rússlandi. Þá sagði í fréttinni að ríki sambandsins hefðu til þessa greitt Rússum 400 milljarða evra á ári fyrir olíuna og gasið. Meira en milljarð evra hvern einasta dag. Fjármagna stríðsvél Rússlands Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Charles Michel, sagði á Twitter-síðu sinni að í kjölfar ákvörðunar sambandsins yrði „skrúfað fyrir gríðarlega uppsprettu fjármögnunar fyrir stríðsvél þess [Rússlands].“ Með öðrum orðum að sambandið hefði fjármagnað hernað Vladimírs Pútín Rússlandsforseta. Fleiri forystumenn Evrópusambandsins hafa ekki séð sér annað fært en að gangast við þeim veruleika. Til dæmis hefur Josep Borrell, utanríkismálastjóri þess, ítrekað sagt að sambandið hafi fjármagnað hernaðaruppbyggingu Pútíns með olíu- og gaskaupunum og með þeim hætti gert hernað hans mögulegan. Til að mynda lét Borrell þau orð falla í ræðu sem hann flutti á þingi Evrópusambandsins 9. marz. Sagði hann enn fremur að eftir innlimun Krímsskaga árið 2014 hefði verið talað um að nú yrði sambandið að draga úr því hversu háð það væri rússnesku gasi. Þess í stað hefði það einungis orðið háðara Rússlandi. Hver skrúfar fyrst fyrir gasið? Markvisst hefur verið unnið að því af hálfu stjórnvalda í Rússlandi á liðnum árum að gera evrópsk ríki sem mest háð rússneskri orku svo þau ættu erfiðara með að grípa til aðgerða gegn landinu. Á sama tíma hefur verið unnið að því að gera Rússland minna háð erlendum varningi. Einkum nauðsynjavörum. Varnaðarorð hafa færzt í aukana að undanförnu þar sem Evrópusambandið hefur verið hvatt til þess að grípa þegar til aðgerða til þess að draga úr því hversu háð það er rússnesku gasi en talið er hugsanlegt að Pútín skrúfi alfarið fyrir gasið til ríkja þess næsta haust. Jafnvel að orðið gæti af því strax í sumar. Heilu iðngreinarnar innan Evrópusambandsins, til dæmis þýzkur þungaiðnaður, eru háðar rússnesku gasi sem verður illa eða alls ekki skipt út fyrir gas annars staðar frá. Skrúfi rússnesk stjórnvöld varanlega fyrir gasið, að hluta til eða í heild, er ljóst að efnahagslegar afleiðingar þess verða grafalvarlegar. Treystandi fyrir öryggi Íslands? Forystumenn Evrópusambandsins og ríkja þess hafa þannig flotið að feigðarósi í þessum efnum á undanförnum árum. Ekki sofandi heldur vakandi, eins og til dæmis utanríkismálastjóri þess hefur viðurkennt, enda sambandið ítrekað verið varað við hættunni sem fylgdi því að vera háð Rússlandi í orkumálum. Við það bætist að ríki Evrópusambandsins hafa árum saman vanrækt alvarlega eigin varnir og þess í stað treyst á Bandaríkin. Fyrir vikið eru þau vart fær um að verja sig sjálf hvað þá aðra. Jafnvel þó yfirlýsingar þeirra um bót og betrun gangi eftir, sem taka mun mörg ár, er ljóst að þau verða áfram upp á Bandaríkin komin. Fyrir vikið verður að telja mjög sérstakt, svo ekki sé meira sagt, þegar því er haldið fram að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið til þess að tryggja efnahagslegt öryggi og varnir landsins þegar fyrir liggur að sambandið sjálft hefur bæði reynzt ófært um að tryggja eigið efnahagslegt öryggi og eigin varnir. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Vladimír Pútín Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Tekin var loks ákvörðun fyrir rúmum mánuði síðan af hálfu Evrópusambandsins um það að draga úr olíukaupum ríkja þess frá Rússlandi, meira en þremur mánuðum eftir að rússneski herinn réðist inn í Úkraínu. Olíukaupunum verður þó ekki hætt heldur er stefnt að því að draga úr þeim um 90% fyrir næstu áramót. Með öðrum orðum mun það taka ríki Evrópusambandsins næstu sex mánuðina að draga úr olíukaupunum, gangi þessi áform á annað borð eftir, án þess þó að þeim verði alfarið hætt. Þá eru engin áform um það af hálfu sambandsins að hætta kaupum á rússnesku gasi sem er önnur helzta tekjulind Rússlands. Fram kom í frétt brezka ríkisútvarpsins BBC um ákvörðun Evrópusambandsins að 27% af olíu og 40% af gasi sem notað væri innan þess kæmi frá Rússlandi. Þá sagði í fréttinni að ríki sambandsins hefðu til þessa greitt Rússum 400 milljarða evra á ári fyrir olíuna og gasið. Meira en milljarð evra hvern einasta dag. Fjármagna stríðsvél Rússlands Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Charles Michel, sagði á Twitter-síðu sinni að í kjölfar ákvörðunar sambandsins yrði „skrúfað fyrir gríðarlega uppsprettu fjármögnunar fyrir stríðsvél þess [Rússlands].“ Með öðrum orðum að sambandið hefði fjármagnað hernað Vladimírs Pútín Rússlandsforseta. Fleiri forystumenn Evrópusambandsins hafa ekki séð sér annað fært en að gangast við þeim veruleika. Til dæmis hefur Josep Borrell, utanríkismálastjóri þess, ítrekað sagt að sambandið hafi fjármagnað hernaðaruppbyggingu Pútíns með olíu- og gaskaupunum og með þeim hætti gert hernað hans mögulegan. Til að mynda lét Borrell þau orð falla í ræðu sem hann flutti á þingi Evrópusambandsins 9. marz. Sagði hann enn fremur að eftir innlimun Krímsskaga árið 2014 hefði verið talað um að nú yrði sambandið að draga úr því hversu háð það væri rússnesku gasi. Þess í stað hefði það einungis orðið háðara Rússlandi. Hver skrúfar fyrst fyrir gasið? Markvisst hefur verið unnið að því af hálfu stjórnvalda í Rússlandi á liðnum árum að gera evrópsk ríki sem mest háð rússneskri orku svo þau ættu erfiðara með að grípa til aðgerða gegn landinu. Á sama tíma hefur verið unnið að því að gera Rússland minna háð erlendum varningi. Einkum nauðsynjavörum. Varnaðarorð hafa færzt í aukana að undanförnu þar sem Evrópusambandið hefur verið hvatt til þess að grípa þegar til aðgerða til þess að draga úr því hversu háð það er rússnesku gasi en talið er hugsanlegt að Pútín skrúfi alfarið fyrir gasið til ríkja þess næsta haust. Jafnvel að orðið gæti af því strax í sumar. Heilu iðngreinarnar innan Evrópusambandsins, til dæmis þýzkur þungaiðnaður, eru háðar rússnesku gasi sem verður illa eða alls ekki skipt út fyrir gas annars staðar frá. Skrúfi rússnesk stjórnvöld varanlega fyrir gasið, að hluta til eða í heild, er ljóst að efnahagslegar afleiðingar þess verða grafalvarlegar. Treystandi fyrir öryggi Íslands? Forystumenn Evrópusambandsins og ríkja þess hafa þannig flotið að feigðarósi í þessum efnum á undanförnum árum. Ekki sofandi heldur vakandi, eins og til dæmis utanríkismálastjóri þess hefur viðurkennt, enda sambandið ítrekað verið varað við hættunni sem fylgdi því að vera háð Rússlandi í orkumálum. Við það bætist að ríki Evrópusambandsins hafa árum saman vanrækt alvarlega eigin varnir og þess í stað treyst á Bandaríkin. Fyrir vikið eru þau vart fær um að verja sig sjálf hvað þá aðra. Jafnvel þó yfirlýsingar þeirra um bót og betrun gangi eftir, sem taka mun mörg ár, er ljóst að þau verða áfram upp á Bandaríkin komin. Fyrir vikið verður að telja mjög sérstakt, svo ekki sé meira sagt, þegar því er haldið fram að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið til þess að tryggja efnahagslegt öryggi og varnir landsins þegar fyrir liggur að sambandið sjálft hefur bæði reynzt ófært um að tryggja eigið efnahagslegt öryggi og eigin varnir. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar