Segir að stelpurnar verði að þora í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2022 15:31 Þorsteinn Halldórsson á æfingu liðsins í Rotherham í gær. Vísir/Vilhelm Landsliðsþjálfarinn biður um hugrekki frá sínum leikmönnum í leiknum mikilvæga á móti Frakklandi á EM í Englandi í kvöld en þar ræðst það hvort íslenska liðið komist í átta liða úrslit keppninnar. Íslenska liðið hefur spilað varnarleikinn mjög vel og aðeins fengið á sig eitt mark utan af velli því hitt markið kom úr umdeildri vítaspyrnu. Íslensku stelpurnar hafa heldur ekki fengið eitt einasta gula spjald á mótinu. „Ég er ánægður með varnarleikinn heilt yfir. Við höfum varist vel sem lið út um allan völl. Það er vinnusemin sem hefur skilað því að við höfum ekki verið að fá mörk á okkur. Ég er sáttur við varnarleikinn heilt yfir hjá öllum leikmönnum. Við höfum krafist mikils vinnuframlags af þeim og við höfum verið að spila vel varnarlega,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska liðsins. Marie-Antoinette Katoto sleit krossband í síðasta leik sem er mikið áfall fyrir franska liðið. Það breytir aftur á móti engu fyrir nálgun Þorsteins á leikinn. „Nei, það breytti alls engu. Ég veit að hún er stórkostlegur leikmaður en við erum ekki að fara breyta hlutum í okkar varnarskipulagi. Við breytum engu.“ sagði Þorsteinn. En hvernig ætlar íslenska liðið að ná í nauðsynleg úrslit á móti Frökkum. „Það eru ákveðnar leiðir sem þær leita alltaf í. Það eru ákveðnar vinnureglur í sóknarleiknum hjá þeim sem við þurfum að vera klárar í að leysa og lesa. Þær leita mjög mikið í þessar leiðir. Við þurfum að vera sterk einn á móti þeim inn í þessum svæðum. Vera tilbúin í smá slagsmál á móti þeim. Þetta er líkamlega sterkt lið og það er hraði í liðinu,“ sagði Þorsteinn og hann vill fá meiri kjark hjá sínum stelpum með boltann. „Svo þurfum við að þora í sóknarleiknum. Þora að vera með boltann, þora að sækja á þær, finna svæðin sem myndast þegar þær eru að sækja. Að við spilum honum inn í það pláss þegar við vinnum hann. Það eru ýmsir hluti sem við þurfum að gera en ég tel að við munum gera þetta á morgun og við ætlum að gera þetta,“ sagði Þorsteinn. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
Íslenska liðið hefur spilað varnarleikinn mjög vel og aðeins fengið á sig eitt mark utan af velli því hitt markið kom úr umdeildri vítaspyrnu. Íslensku stelpurnar hafa heldur ekki fengið eitt einasta gula spjald á mótinu. „Ég er ánægður með varnarleikinn heilt yfir. Við höfum varist vel sem lið út um allan völl. Það er vinnusemin sem hefur skilað því að við höfum ekki verið að fá mörk á okkur. Ég er sáttur við varnarleikinn heilt yfir hjá öllum leikmönnum. Við höfum krafist mikils vinnuframlags af þeim og við höfum verið að spila vel varnarlega,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska liðsins. Marie-Antoinette Katoto sleit krossband í síðasta leik sem er mikið áfall fyrir franska liðið. Það breytir aftur á móti engu fyrir nálgun Þorsteins á leikinn. „Nei, það breytti alls engu. Ég veit að hún er stórkostlegur leikmaður en við erum ekki að fara breyta hlutum í okkar varnarskipulagi. Við breytum engu.“ sagði Þorsteinn. En hvernig ætlar íslenska liðið að ná í nauðsynleg úrslit á móti Frökkum. „Það eru ákveðnar leiðir sem þær leita alltaf í. Það eru ákveðnar vinnureglur í sóknarleiknum hjá þeim sem við þurfum að vera klárar í að leysa og lesa. Þær leita mjög mikið í þessar leiðir. Við þurfum að vera sterk einn á móti þeim inn í þessum svæðum. Vera tilbúin í smá slagsmál á móti þeim. Þetta er líkamlega sterkt lið og það er hraði í liðinu,“ sagði Þorsteinn og hann vill fá meiri kjark hjá sínum stelpum með boltann. „Svo þurfum við að þora í sóknarleiknum. Þora að vera með boltann, þora að sækja á þær, finna svæðin sem myndast þegar þær eru að sækja. Að við spilum honum inn í það pláss þegar við vinnum hann. Það eru ýmsir hluti sem við þurfum að gera en ég tel að við munum gera þetta á morgun og við ætlum að gera þetta,“ sagði Þorsteinn.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira