Víti Dagnýjar skilaði sjö milljónum en Ísland rétt missti af mun hærri upphæð Sindri Sverrisson skrifar 19. júlí 2022 09:31 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Elín Metta Jensen og Dagný Brynjarsdóttir daprar í bragði í leikslok eftir jafnteflið við Frakkland í gærkvöld. Eitt mark í viðbót hefði skilað Íslandi í 8-liða úrslit. VÍSIR/VILHELM Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann sér inn verðlaunafé frá UEFA í öllum þremur leikjum sínum á EM. Liðið vann sér samtals inn rúmlega 100 milljónir króna með því að komast á EM og gera þar þrjú jafntefli. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, tvöfaldaði verðlaunaféð frá því á EM í Hollandi árið 2017 fyrir mótið í Englandi í ár. Fyrir það að komast á EM fékk Ísland eins og önnur lið 600.000 evrur, sem í dag jafngildir um 83 milljónum króna. Fyrir hvert jafntefli fékk Ísland svo 50.000 evrur eða samtals 150.000 evrur, eftir 1-1 jafntefli við Belgíu, Ítalíu og Frakkland. Þó að vítaspyrna Dagnýjar Brynjarsdóttur seint í uppbótartíma gegn Frökkum í gær hafi ekki dugað til að skila Íslandi í 8-liða úrslit var hún því engu að síður sjö milljóna króna virði. Ísland varð fyrsta liðið í sögu EM til þess að falla úr keppni án þess að tapa leik en hefði liðið komist áfram í 8-liða úrslit hefði það skilað liðinu 205.000 evrum til viðbótar, eða jafnvirði rúmlega 28 milljóna króna. Þýskaland og England unnu alla leiki sína í riðlakeppninni á EM og skilaði það hvoru liði því 300.000 evrum. Ef annað liðið verður Evrópumeistari mun það samtals hafa unnið sér inn 2.085.000 evrur í verðlaunafé frá UEFA, eða jafnvirði um 290 milljóna króna. Sú upphæð er þó enn langtum lægri en er í boði á EM karla en fyrir að komast á síðasta Evrópumót karla fengust 9.250.000 evrur og sigurvegarinn gat mest fengið 34.000.000 evra í sinn hlut, eða rúmlega 16 sinnum hærri upphæð en Evrópumeistarar kvenna. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, tvöfaldaði verðlaunaféð frá því á EM í Hollandi árið 2017 fyrir mótið í Englandi í ár. Fyrir það að komast á EM fékk Ísland eins og önnur lið 600.000 evrur, sem í dag jafngildir um 83 milljónum króna. Fyrir hvert jafntefli fékk Ísland svo 50.000 evrur eða samtals 150.000 evrur, eftir 1-1 jafntefli við Belgíu, Ítalíu og Frakkland. Þó að vítaspyrna Dagnýjar Brynjarsdóttur seint í uppbótartíma gegn Frökkum í gær hafi ekki dugað til að skila Íslandi í 8-liða úrslit var hún því engu að síður sjö milljóna króna virði. Ísland varð fyrsta liðið í sögu EM til þess að falla úr keppni án þess að tapa leik en hefði liðið komist áfram í 8-liða úrslit hefði það skilað liðinu 205.000 evrum til viðbótar, eða jafnvirði rúmlega 28 milljóna króna. Þýskaland og England unnu alla leiki sína í riðlakeppninni á EM og skilaði það hvoru liði því 300.000 evrum. Ef annað liðið verður Evrópumeistari mun það samtals hafa unnið sér inn 2.085.000 evrur í verðlaunafé frá UEFA, eða jafnvirði um 290 milljóna króna. Sú upphæð er þó enn langtum lægri en er í boði á EM karla en fyrir að komast á síðasta Evrópumót karla fengust 9.250.000 evrur og sigurvegarinn gat mest fengið 34.000.000 evra í sinn hlut, eða rúmlega 16 sinnum hærri upphæð en Evrópumeistarar kvenna.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira