Víti Dagnýjar skilaði sjö milljónum en Ísland rétt missti af mun hærri upphæð Sindri Sverrisson skrifar 19. júlí 2022 09:31 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Elín Metta Jensen og Dagný Brynjarsdóttir daprar í bragði í leikslok eftir jafnteflið við Frakkland í gærkvöld. Eitt mark í viðbót hefði skilað Íslandi í 8-liða úrslit. VÍSIR/VILHELM Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann sér inn verðlaunafé frá UEFA í öllum þremur leikjum sínum á EM. Liðið vann sér samtals inn rúmlega 100 milljónir króna með því að komast á EM og gera þar þrjú jafntefli. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, tvöfaldaði verðlaunaféð frá því á EM í Hollandi árið 2017 fyrir mótið í Englandi í ár. Fyrir það að komast á EM fékk Ísland eins og önnur lið 600.000 evrur, sem í dag jafngildir um 83 milljónum króna. Fyrir hvert jafntefli fékk Ísland svo 50.000 evrur eða samtals 150.000 evrur, eftir 1-1 jafntefli við Belgíu, Ítalíu og Frakkland. Þó að vítaspyrna Dagnýjar Brynjarsdóttur seint í uppbótartíma gegn Frökkum í gær hafi ekki dugað til að skila Íslandi í 8-liða úrslit var hún því engu að síður sjö milljóna króna virði. Ísland varð fyrsta liðið í sögu EM til þess að falla úr keppni án þess að tapa leik en hefði liðið komist áfram í 8-liða úrslit hefði það skilað liðinu 205.000 evrum til viðbótar, eða jafnvirði rúmlega 28 milljóna króna. Þýskaland og England unnu alla leiki sína í riðlakeppninni á EM og skilaði það hvoru liði því 300.000 evrum. Ef annað liðið verður Evrópumeistari mun það samtals hafa unnið sér inn 2.085.000 evrur í verðlaunafé frá UEFA, eða jafnvirði um 290 milljóna króna. Sú upphæð er þó enn langtum lægri en er í boði á EM karla en fyrir að komast á síðasta Evrópumót karla fengust 9.250.000 evrur og sigurvegarinn gat mest fengið 34.000.000 evra í sinn hlut, eða rúmlega 16 sinnum hærri upphæð en Evrópumeistarar kvenna. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, tvöfaldaði verðlaunaféð frá því á EM í Hollandi árið 2017 fyrir mótið í Englandi í ár. Fyrir það að komast á EM fékk Ísland eins og önnur lið 600.000 evrur, sem í dag jafngildir um 83 milljónum króna. Fyrir hvert jafntefli fékk Ísland svo 50.000 evrur eða samtals 150.000 evrur, eftir 1-1 jafntefli við Belgíu, Ítalíu og Frakkland. Þó að vítaspyrna Dagnýjar Brynjarsdóttur seint í uppbótartíma gegn Frökkum í gær hafi ekki dugað til að skila Íslandi í 8-liða úrslit var hún því engu að síður sjö milljóna króna virði. Ísland varð fyrsta liðið í sögu EM til þess að falla úr keppni án þess að tapa leik en hefði liðið komist áfram í 8-liða úrslit hefði það skilað liðinu 205.000 evrum til viðbótar, eða jafnvirði rúmlega 28 milljóna króna. Þýskaland og England unnu alla leiki sína í riðlakeppninni á EM og skilaði það hvoru liði því 300.000 evrum. Ef annað liðið verður Evrópumeistari mun það samtals hafa unnið sér inn 2.085.000 evrur í verðlaunafé frá UEFA, eða jafnvirði um 290 milljóna króna. Sú upphæð er þó enn langtum lægri en er í boði á EM karla en fyrir að komast á síðasta Evrópumót karla fengust 9.250.000 evrur og sigurvegarinn gat mest fengið 34.000.000 evra í sinn hlut, eða rúmlega 16 sinnum hærri upphæð en Evrópumeistarar kvenna.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn