Lykilmaður Evrópumeistaranna frá út mótið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. júlí 2022 16:01 Lieke Martens verður ekki meira með á EM. Harriet Lander/Getty Images Hollendingar, ríkjandi Evrópumeistarar kvenna í knattspyrnu, verða án lykilleikmannsins Lieke Martens það sem eftir lifir EM vegna meiðsla. Martens meiddist á fæti í lokaleik hollenska liðsins í C-riðli þar sem liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitum með 4-1 sigri. Hún var tekin af velli þegar um stundarfjórðungur lifði leiks. ❌ Lieke Martens' #WEURO2022 is over.She picked up a foot injury in the last group stage match against Switzerland and is out for the rest of the tournament. Speedy recovery @liekemartens1 🧡 pic.twitter.com/I9SGpCuWFM— DAZN Football (@DAZNFootball) July 19, 2022 Þetta er ekki fyrsta áfall hollenska liðsins á mótinu, en fyrir tæpri viku greindist Vivianne Miedema, markahæsti leikmaður liðsins frá upphafi, með kórónuveiruna og er ekki enn komin aftur á völlinn. Þá meiddist aðalmarkvörður liðsins, Jacintha Weimar, í fyrsta leik mótsins og hún verður ekki meira með. Lieke Martens hefur undanfarin fimm ár leikið með einu allra besta félagsliði heims, Barcelona. Hún mun svo færa sig yfir til Parísar á næsta tímabili þar sem hún mun leika með PSG. Þrátt fyrir að vera enn aðeins 29 ára gömul á hún að baki 139 leiki fyrir hollenska landsliðið sem gerir hana að fimmta leikjahæsta leikmanni liðsins. Hollendingar mæta Frökkum á átta liða úrslitum næstkomandi föstudag. Liðið sem hefur betur í þeirri viðureign mætir svo annað hvort Þýskalandi eða Austurríki í undanúrslitum á miðvikudaginn eftir rúma viku. EM 2022 í Englandi Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Sjá meira
Martens meiddist á fæti í lokaleik hollenska liðsins í C-riðli þar sem liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitum með 4-1 sigri. Hún var tekin af velli þegar um stundarfjórðungur lifði leiks. ❌ Lieke Martens' #WEURO2022 is over.She picked up a foot injury in the last group stage match against Switzerland and is out for the rest of the tournament. Speedy recovery @liekemartens1 🧡 pic.twitter.com/I9SGpCuWFM— DAZN Football (@DAZNFootball) July 19, 2022 Þetta er ekki fyrsta áfall hollenska liðsins á mótinu, en fyrir tæpri viku greindist Vivianne Miedema, markahæsti leikmaður liðsins frá upphafi, með kórónuveiruna og er ekki enn komin aftur á völlinn. Þá meiddist aðalmarkvörður liðsins, Jacintha Weimar, í fyrsta leik mótsins og hún verður ekki meira með. Lieke Martens hefur undanfarin fimm ár leikið með einu allra besta félagsliði heims, Barcelona. Hún mun svo færa sig yfir til Parísar á næsta tímabili þar sem hún mun leika með PSG. Þrátt fyrir að vera enn aðeins 29 ára gömul á hún að baki 139 leiki fyrir hollenska landsliðið sem gerir hana að fimmta leikjahæsta leikmanni liðsins. Hollendingar mæta Frökkum á átta liða úrslitum næstkomandi föstudag. Liðið sem hefur betur í þeirri viðureign mætir svo annað hvort Þýskalandi eða Austurríki í undanúrslitum á miðvikudaginn eftir rúma viku.
EM 2022 í Englandi Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Sjá meira