Enn óvíst hvort þjálfari Englands fær að vera á stórleiknum í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 20. júlí 2022 09:31 Sarina Wiegman vonast til að geta glaðst með leikmönnum í kvöld með sigri á Spánverjum, laus úr einangrun. Getty/Catherine Ivill Átta liða úrslitin á EM kvenna í fótbolta hefjast í kvöld og það með stórleik því heimakonur í Englandi mæta þá Spánverjum í Brighton. Enn ríkir óvissa um það hvort að Sarina Wiegman, hinn hollenski þjálfari enska landsliðsins, fær að stýra liðinu af hliðarlínunni í kvöld eftir að hún greindist með kórónuveirusmit. Wiegman missti af sigrinum gegn Norður-Írlandi á föstudaginn en BBC hefur eftir henni að hún sé núna orðin hress og vonist til að ná leiknum í kvöld. „Já, ég er auðvitað vongóð en við verðum að sjá til. Mér líður vel en við verðum samt að bíða. Við vitum líka að ef ég get ekki verið þarna þá verð ég samt með þeim á annan hátt,“ sagði Wiegman. Hún hefur verið í samskiptum við starfslið sitt í gegnum síma og tölvu, og hefur fylgst með æfingum úr fjarlægð með grímu fyrir vitum sínum. Aðstoðarþjálfarinn Arjan Veurink stýrði enska liðinu gegn Norður-Írlandi. „Við vorum í sambandi allan tímann,“ sagði Wiegman og bætti við: „Ég horfði auðvitað á leikinn og við vorum tengd allan tímann svo að ef þess þarf aftur þá gerum við þetta þannig. Það er nóg af svæði á hótelinu fyrir mig svo ég hef getað fengið ferskt loft, farið í göngutúra og fundað með starfsliðinu. Það er samt auðvitað mikið betra að geta gert það saman og ekki í gegnum fjarfundabúnað,“ sagði Wiegman en fjarvera hennar í síðasta leik virtist ekki hafa mikil áhrif. Wiegman segir enska hópinn undirbúinn fyrir allt, þar á meðal kórónuveirusmit. Í gærmorgun greindist markvörðurinn Hannah Hampton með smit og áður hafði varnarmaðurinn Lotte Wubben-Moy misst af 8-0 sigrinum gegn Noregi vegna smits. Kórónuveiran hefur sett strik í reikninginn hjá fleiri liðum en stærstur var skellurinn fyrir Hollendinga sem misstu út markamaskínuna Vivianne Miedema í síðustu tveimur leikjum riðlakeppninnar vegna smits. Holland mætir Frakklandi í 8-liða úrslitunum á laugardag. Átta liða úrslitin á EM: Miðvikudagur: England - Spánn kl. 19 Fimmtudagur: Þýskaland - Austurríki kl. 19 Föstudagur: Svíþjóð - Belgía kl. 19 Laugardagur: Frakkland - Holland kl. 19 EM 2022 í Englandi Fótbolti Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
Enn ríkir óvissa um það hvort að Sarina Wiegman, hinn hollenski þjálfari enska landsliðsins, fær að stýra liðinu af hliðarlínunni í kvöld eftir að hún greindist með kórónuveirusmit. Wiegman missti af sigrinum gegn Norður-Írlandi á föstudaginn en BBC hefur eftir henni að hún sé núna orðin hress og vonist til að ná leiknum í kvöld. „Já, ég er auðvitað vongóð en við verðum að sjá til. Mér líður vel en við verðum samt að bíða. Við vitum líka að ef ég get ekki verið þarna þá verð ég samt með þeim á annan hátt,“ sagði Wiegman. Hún hefur verið í samskiptum við starfslið sitt í gegnum síma og tölvu, og hefur fylgst með æfingum úr fjarlægð með grímu fyrir vitum sínum. Aðstoðarþjálfarinn Arjan Veurink stýrði enska liðinu gegn Norður-Írlandi. „Við vorum í sambandi allan tímann,“ sagði Wiegman og bætti við: „Ég horfði auðvitað á leikinn og við vorum tengd allan tímann svo að ef þess þarf aftur þá gerum við þetta þannig. Það er nóg af svæði á hótelinu fyrir mig svo ég hef getað fengið ferskt loft, farið í göngutúra og fundað með starfsliðinu. Það er samt auðvitað mikið betra að geta gert það saman og ekki í gegnum fjarfundabúnað,“ sagði Wiegman en fjarvera hennar í síðasta leik virtist ekki hafa mikil áhrif. Wiegman segir enska hópinn undirbúinn fyrir allt, þar á meðal kórónuveirusmit. Í gærmorgun greindist markvörðurinn Hannah Hampton með smit og áður hafði varnarmaðurinn Lotte Wubben-Moy misst af 8-0 sigrinum gegn Noregi vegna smits. Kórónuveiran hefur sett strik í reikninginn hjá fleiri liðum en stærstur var skellurinn fyrir Hollendinga sem misstu út markamaskínuna Vivianne Miedema í síðustu tveimur leikjum riðlakeppninnar vegna smits. Holland mætir Frakklandi í 8-liða úrslitunum á laugardag. Átta liða úrslitin á EM: Miðvikudagur: England - Spánn kl. 19 Fimmtudagur: Þýskaland - Austurríki kl. 19 Föstudagur: Svíþjóð - Belgía kl. 19 Laugardagur: Frakkland - Holland kl. 19
Átta liða úrslitin á EM: Miðvikudagur: England - Spánn kl. 19 Fimmtudagur: Þýskaland - Austurríki kl. 19 Föstudagur: Svíþjóð - Belgía kl. 19 Laugardagur: Frakkland - Holland kl. 19
EM 2022 í Englandi Fótbolti Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira