Þetta var fyrsti fundur Pútíns með leiðtoga ríkis í Atlantshafsbandalaginu frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst.
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, beið iðandi í um fimmtíu sekúndur þar til Erdogan gekk inn og þeir heilsuðust.
Sjá einnig: Leiðtogar þriggja valdstjórnarríkja stinga saman nefjum
Myndband af bið Pútíns má sjá hér að neðan. Það var forsetaembætti Tyrklands sem birti myndbandið í gærkvöldi.
Those 50 seconds that Erdogan made Putin wait, looking frazzled in-front of cameras say plenty of how much has changed after Ukraine: pic.twitter.com/giGirqaYYP
— Joyce Karam (@Joyce_Karam) July 19, 2022
Reuters segir frá því að líkja megi atvikinu við aðra fundi þar sem Pútín hefur látið aðra þjóðarleiðtoga bíða. Tyrkneskir fjölmiðlar vísa sérstaklega til atviks árið 2020 þegar Pútín lét Erdogan bíða eftir sér í um tvær mínútur fyrir fund þeirra.
Meðal annars hafa Tyrkir velt fyrir sér hvort Erdogan hafi verið að hefna sín á Pútín fyrir það atvik.