Mcdonald's hækkar verð á ostborgara í fyrsta sinn í fjórtán ár Eiður Þór Árnason skrifar 27. júlí 2022 15:06 Matvælaverð hækkar nú í Bretlandi líkt og víða annars staðar. Getty/nrqemi Skyndibitakeðjan McDonald's hefur hækkað verð á ostborgurum sínum í Bretlandi og Írlandi í fyrsta sinn í meira en fjórtán ár til að bregðast við kostnaðarhækkunum. Verðbólga mælist nú 9,4 prósent í Bretlandi og hefur ekki verið meiri í yfir 40 ár. Verð fjölda vara hefur nú hækkað um 10 til 20 penní og er verðið á venjulegum ostborgara komið úr 99 penníum í 1,19 pund. Í tölvupósti til viðskiptavina segir Alistair Macrow, forstjóri McDonald's í Bretlandi og Írlandi, að stjórnendur hafi staðið frammi fyrir erfiðum valkostum. „Við vitum að verðhækkanir eru aldrei góðar fréttir, en við höfum lágmarkað þessar hækkanir og tafið þær eins lengi og mögulegt var.“ Bætti hann við að verð á vissum vörum myndi haldast óbreytt. Hækkar minna en sem nemur verðbólgu Fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins BBC að verð á matseðli verði áfram misjafnt milli veitingastaða keðjunnar þar sem sumir þeirra séu reknir af sjálfstæðum sérleyfishöfum sem velji verð sitt út frá ráðleggingum McDonald‘s. Auk ostborgarans hefur verð meðal annars verið hækkað á morgunverðarmáltíðum, stórum kaffidrykkjum og kjúklinganöggum. Ef verð ostborgarans hefði hækkað í takt verðbólgu í Bretlandi myndi hann kosta 1,42 pund en kostar nú 1,19 pund líkt og áður segir. McDonald‘s rekur yfir 36 þúsund veitingastaði í yfir 100 löndum. Í gær lýstu stjórnendur því yfir að til greina kæmi að fjölga tilboðsmáltíðum á matseðlum. Hækkun framfærslukostnaðar, einkum í Evrópu, hafi leitt til þess að sumir tekjulágir viðskiptavinir hafi fært sig í að kaupa ódýrari vörur og færri stórar máltíðir. Bretland Veitingastaðir Verðlag Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Verð fjölda vara hefur nú hækkað um 10 til 20 penní og er verðið á venjulegum ostborgara komið úr 99 penníum í 1,19 pund. Í tölvupósti til viðskiptavina segir Alistair Macrow, forstjóri McDonald's í Bretlandi og Írlandi, að stjórnendur hafi staðið frammi fyrir erfiðum valkostum. „Við vitum að verðhækkanir eru aldrei góðar fréttir, en við höfum lágmarkað þessar hækkanir og tafið þær eins lengi og mögulegt var.“ Bætti hann við að verð á vissum vörum myndi haldast óbreytt. Hækkar minna en sem nemur verðbólgu Fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins BBC að verð á matseðli verði áfram misjafnt milli veitingastaða keðjunnar þar sem sumir þeirra séu reknir af sjálfstæðum sérleyfishöfum sem velji verð sitt út frá ráðleggingum McDonald‘s. Auk ostborgarans hefur verð meðal annars verið hækkað á morgunverðarmáltíðum, stórum kaffidrykkjum og kjúklinganöggum. Ef verð ostborgarans hefði hækkað í takt verðbólgu í Bretlandi myndi hann kosta 1,42 pund en kostar nú 1,19 pund líkt og áður segir. McDonald‘s rekur yfir 36 þúsund veitingastaði í yfir 100 löndum. Í gær lýstu stjórnendur því yfir að til greina kæmi að fjölga tilboðsmáltíðum á matseðlum. Hækkun framfærslukostnaðar, einkum í Evrópu, hafi leitt til þess að sumir tekjulágir viðskiptavinir hafi fært sig í að kaupa ódýrari vörur og færri stórar máltíðir.
Bretland Veitingastaðir Verðlag Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira