Þýska blaðið Bild: Nýtt Wembley svindl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2022 08:01 Atvikið þegar Leah Williamson, fyrirliði enska landsliðsins, bjargar marki á marklínunni. Getty/Robbie Jay Barratt 1966 vann karlalandslið Englands Þýskalands í úrslitaleik HM á Wembley. 2022 vann kvennalandslið Englands Þýskaland í úrslitaleik EM á Wembley. Þjóðverjum þykir á sér brotið í báðum þessum leikjum. Þýska blaðið Bild slær því upp að þýsku stelpurnar þurfa ekki aðeins að svekkja sig yfir tapinu eftir þennan spennandi úrslitaleik heldur einnig yfir nýju svindli enskra á Wembley leikvanginum. Fyrir 56 árum síðan vann karlalið Englands líka sigur á Þjóðverjum í framlengdum úrslitaleik. Markið sem kom enska liðinu yfir í framlengingunni er eitt umdeildasta mark allra tíma. Sir Geoff Hurst átti þá skot sem fór í slá og niður á marklínuna. Línuvörðurinn dæmdi mark en ljósmyndir og sjónvarpsmyndir af atvikinu hafa ekki geta sannað að boltinn hafi farið yfir línuna. Atvikið sem Þjóðverjar kalla nýtt Wembley svindl er þegar fyrirliði enska landsliðsins, Leah Williamson, bjargaði tvisvar sinnum á marklínu með nokkra sekúndna millibili. Í annað skiptið leit út fyrir að Leah hafi notað hendina til að koma í veg fyrir að boltinn færi yfir marklínuna. Und wieder Wembley-Betrug - trotz VAR! Das hat das DFB-Team nicht verdient! pic.twitter.com/BmSalH4nui— Henning Feindt (@Karlo_Kolumna) July 31, 2022 Atvikið var skoðað af myndbandsdómurum leiksins en Varsjáin sá ekkert athugavert við þessa björgun Williamson. Blaðamaður Bild skrifar um þetta nýja Wembley svindl og birtir myndir af þessum tveimur umdeildu atvikum á Wembley sem gerðust með 56 ára millibili. „Aftur svindl á Wembley og það þrátt fyrir Var. Þýska liðið átti þetta ekki skilið,“ skrifaði þýski blaðamaðurinn Henning Feindt eins og sjá má hér fyrir neðan. EM 2022 í Englandi Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Sjá meira
Þýska blaðið Bild slær því upp að þýsku stelpurnar þurfa ekki aðeins að svekkja sig yfir tapinu eftir þennan spennandi úrslitaleik heldur einnig yfir nýju svindli enskra á Wembley leikvanginum. Fyrir 56 árum síðan vann karlalið Englands líka sigur á Þjóðverjum í framlengdum úrslitaleik. Markið sem kom enska liðinu yfir í framlengingunni er eitt umdeildasta mark allra tíma. Sir Geoff Hurst átti þá skot sem fór í slá og niður á marklínuna. Línuvörðurinn dæmdi mark en ljósmyndir og sjónvarpsmyndir af atvikinu hafa ekki geta sannað að boltinn hafi farið yfir línuna. Atvikið sem Þjóðverjar kalla nýtt Wembley svindl er þegar fyrirliði enska landsliðsins, Leah Williamson, bjargaði tvisvar sinnum á marklínu með nokkra sekúndna millibili. Í annað skiptið leit út fyrir að Leah hafi notað hendina til að koma í veg fyrir að boltinn færi yfir marklínuna. Und wieder Wembley-Betrug - trotz VAR! Das hat das DFB-Team nicht verdient! pic.twitter.com/BmSalH4nui— Henning Feindt (@Karlo_Kolumna) July 31, 2022 Atvikið var skoðað af myndbandsdómurum leiksins en Varsjáin sá ekkert athugavert við þessa björgun Williamson. Blaðamaður Bild skrifar um þetta nýja Wembley svindl og birtir myndir af þessum tveimur umdeildu atvikum á Wembley sem gerðust með 56 ára millibili. „Aftur svindl á Wembley og það þrátt fyrir Var. Þýska liðið átti þetta ekki skilið,“ skrifaði þýski blaðamaðurinn Henning Feindt eins og sjá má hér fyrir neðan.
EM 2022 í Englandi Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Sjá meira