Nánara ljósi varpað á stormasama veru Ezra Miller á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. ágúst 2022 10:51 Ezra Miller hefur leikið í fjölmörgum kvikmyndum. Vísir/Getty Viðmælendur bandaríska fjölmiðilins Insider varpa nánari ljósi á veru bandaríska leikarans Ezra Miller hér á landi fyrir tveimur árum síðan. Dvöl háns hér virðist hafa verið stormasöm. Insider birti í gær viðamikla grein um Ezra Miller, þar sem meðal annars er fjallað um veru Miller hér á landi. Íslandsdvöl Miller komst í heimsfréttirnar þegar myndband af því þegar hán (Miller skilgreinir sig sem kvár og notar persónufornafnið hán) tók konu hálstaki á Prikinu í apríl 2020. Síðan þá hefur hallað undan fæti hjá Miller, ekki síst vegna ásakana um ofbeldi og undarlega hegðun háns. Í frétt Insider kemur fram að Miller hafi leigt íbúðarhúsnæði í úthverfi Kópavogs í gegnum Airbnb. Þar hafi Miller, samkvæmt viðmælendum Insider, stofnað eins konar kommúnu þar sem listamenn, andlega þenkjandi einstaklingar og fleiri vöndu komu sína. Sagt hafa reynt að hreinsa Bíó Paradís af illum öndum Þá er Miller meðal annars sagt hafa verið fastagestur í Bíó Paradís á Hverfisgötu. Insider hefur eftir ónafngreindum starfsmönnum kvikmyndahússins að Miller hafi átt það til að brenna reykelsi á staðnum, til að hreinsa það af illum öndum, líkt og það er orðað í frétt Insider. Í frétt Insider segir að á þessum tíma hafi orðrómur verið á sveimi í Reykjavík um að Miller hafi verið að reka sértrúarsöfnuð í húsnæðinu í Kópavogi. Tveir heimildarmenn Insider segja að Miller hafi átt það til að ýja að því að hán byggi yfir ofurkröftum. Þá leiddi félagi háns gesti hússins í íhugunarathöfnum. Efni íhugunarinnar var oftar en ekki, að sögn heimildarmanna Insider, mikilvægi félagslegs réttlætis fyrir jaðarhópa samfélagsins. Segja viðmælendur Insider að þeir hafi deilt skoðunum með Miller á þessu málefni, en að hán hafi átt það til að ganga of langt. „Það mátti eiginlega enginn vera ósammála háni,“ hefur Insider eftir ónafngreindri konu sem átti í stuttu sambandi við Miller á meðan dvöl háns stóð hér á landi. Sagt hafa tryllst af reiði vegna smáhluta Önnur ung kona segist hafa orðið vitni að því þegar Miller trylltist af reiði þegar vinahópur sem var staddur í húsnæðinu í Kópavogi ætlaði sér að velja lag til að spila í gegnum hátalakerfið. Segir hún að Miller hafi öskrað og blótað þeim í sand og ösku, og krafist þess að hópurinn yfirgæfi húsið. „Hán fór frá því að vera vinalegur gestgjafi yfir í að vera mjög reitt,“segir konan. Þá er Miller sagt hafa haldið því fram að hán gæti lesið huga konu sem var gestur á heimili háns. Sem fyrr segir hefur hallað mjög undan fæti hjá Miller undanfarin ár. Síðast fréttist af háni á Hawaii, þar sem Miller var handtekinn, grunaður um líkamsárás. Hollywood Reykjavík Bandaríkin Mál Ezra Miller Tengdar fréttir Lýsir aðdraganda þess að Ezra Miller tók hana hálstaki á Prikinu Konan sem bandaríski leikarinn Ezra Miller tók hálstaki á Prikinu í apríl 2020 hefur tjáð sig um atvikið og aðdraganda þess. 1. júlí 2022 08:11 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Insider birti í gær viðamikla grein um Ezra Miller, þar sem meðal annars er fjallað um veru Miller hér á landi. Íslandsdvöl Miller komst í heimsfréttirnar þegar myndband af því þegar hán (Miller skilgreinir sig sem kvár og notar persónufornafnið hán) tók konu hálstaki á Prikinu í apríl 2020. Síðan þá hefur hallað undan fæti hjá Miller, ekki síst vegna ásakana um ofbeldi og undarlega hegðun háns. Í frétt Insider kemur fram að Miller hafi leigt íbúðarhúsnæði í úthverfi Kópavogs í gegnum Airbnb. Þar hafi Miller, samkvæmt viðmælendum Insider, stofnað eins konar kommúnu þar sem listamenn, andlega þenkjandi einstaklingar og fleiri vöndu komu sína. Sagt hafa reynt að hreinsa Bíó Paradís af illum öndum Þá er Miller meðal annars sagt hafa verið fastagestur í Bíó Paradís á Hverfisgötu. Insider hefur eftir ónafngreindum starfsmönnum kvikmyndahússins að Miller hafi átt það til að brenna reykelsi á staðnum, til að hreinsa það af illum öndum, líkt og það er orðað í frétt Insider. Í frétt Insider segir að á þessum tíma hafi orðrómur verið á sveimi í Reykjavík um að Miller hafi verið að reka sértrúarsöfnuð í húsnæðinu í Kópavogi. Tveir heimildarmenn Insider segja að Miller hafi átt það til að ýja að því að hán byggi yfir ofurkröftum. Þá leiddi félagi háns gesti hússins í íhugunarathöfnum. Efni íhugunarinnar var oftar en ekki, að sögn heimildarmanna Insider, mikilvægi félagslegs réttlætis fyrir jaðarhópa samfélagsins. Segja viðmælendur Insider að þeir hafi deilt skoðunum með Miller á þessu málefni, en að hán hafi átt það til að ganga of langt. „Það mátti eiginlega enginn vera ósammála háni,“ hefur Insider eftir ónafngreindri konu sem átti í stuttu sambandi við Miller á meðan dvöl háns stóð hér á landi. Sagt hafa tryllst af reiði vegna smáhluta Önnur ung kona segist hafa orðið vitni að því þegar Miller trylltist af reiði þegar vinahópur sem var staddur í húsnæðinu í Kópavogi ætlaði sér að velja lag til að spila í gegnum hátalakerfið. Segir hún að Miller hafi öskrað og blótað þeim í sand og ösku, og krafist þess að hópurinn yfirgæfi húsið. „Hán fór frá því að vera vinalegur gestgjafi yfir í að vera mjög reitt,“segir konan. Þá er Miller sagt hafa haldið því fram að hán gæti lesið huga konu sem var gestur á heimili háns. Sem fyrr segir hefur hallað mjög undan fæti hjá Miller undanfarin ár. Síðast fréttist af háni á Hawaii, þar sem Miller var handtekinn, grunaður um líkamsárás.
Hollywood Reykjavík Bandaríkin Mál Ezra Miller Tengdar fréttir Lýsir aðdraganda þess að Ezra Miller tók hana hálstaki á Prikinu Konan sem bandaríski leikarinn Ezra Miller tók hálstaki á Prikinu í apríl 2020 hefur tjáð sig um atvikið og aðdraganda þess. 1. júlí 2022 08:11 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Lýsir aðdraganda þess að Ezra Miller tók hana hálstaki á Prikinu Konan sem bandaríski leikarinn Ezra Miller tók hálstaki á Prikinu í apríl 2020 hefur tjáð sig um atvikið og aðdraganda þess. 1. júlí 2022 08:11