Mané á skotskónum er Bayern rúllaði yfir Frankfurt Valur Páll Eiríksson skrifar 5. ágúst 2022 20:26 Mané byrjar vel á nýjum stað. Christian Kaspar-Bartke/Getty Images Þýskalandsmeistarar Bayern München unnu 6-1 sigur á Evrópudeildarmeisturum Eintracht Frankfurt í fyrstu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Bayern München á titil að verja tíunda árið í röð en liðið hóf þá vörn af miklum krafti. Joshua Kimmich kom liðinu yfir á fimmtu mínútu og sex mínútum síðar tvöfaldaði Frakkinn Benjamin Pavard þá forystu. Sadio Mané, sem kom frá Liverpool til Bæjara í sumar, var að leika sinn fyrsta deildarleik fyrir félagið en hann skoraði sitt fyrsta mark eftir stoðsendingu Serge Gnabry á 29. mínútu. Jamal Musiala skoraði fjórða markið á 35. mínútu eftir stoðsendingu Thomasar Müller en Müller lagði svo fimmta markið upp fyrir Gnabry á 43. mínútu. Eftir frábæran fyrri hálfleik slökuðu gestirnir aðeins á klónni í síðari hálfleik en Randal Kolo Muani skoraði sárabótamark fyrir Frankfurt um miðjan hálfleikinn. Musiala svaraði fyrir það með sínu öðru marki á 83. mínútu. Bayern vann því 6-1 og er strax komið á sigurbraut í deildinni. Þýski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Sjá meira
Bayern München á titil að verja tíunda árið í röð en liðið hóf þá vörn af miklum krafti. Joshua Kimmich kom liðinu yfir á fimmtu mínútu og sex mínútum síðar tvöfaldaði Frakkinn Benjamin Pavard þá forystu. Sadio Mané, sem kom frá Liverpool til Bæjara í sumar, var að leika sinn fyrsta deildarleik fyrir félagið en hann skoraði sitt fyrsta mark eftir stoðsendingu Serge Gnabry á 29. mínútu. Jamal Musiala skoraði fjórða markið á 35. mínútu eftir stoðsendingu Thomasar Müller en Müller lagði svo fimmta markið upp fyrir Gnabry á 43. mínútu. Eftir frábæran fyrri hálfleik slökuðu gestirnir aðeins á klónni í síðari hálfleik en Randal Kolo Muani skoraði sárabótamark fyrir Frankfurt um miðjan hálfleikinn. Musiala svaraði fyrir það með sínu öðru marki á 83. mínútu. Bayern vann því 6-1 og er strax komið á sigurbraut í deildinni.
Þýski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Sjá meira