Segir árásina stórskaðlega og krefst aðgangs að svæðinu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. ágúst 2022 10:25 Kjarnorkuverið í Zaporizhzhia EPA Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir loftárásina sem gerð var á kjarnorkuver í Zaporizhzhia vera stórskaðlega og kallar eftir því að alþjóðlegir rannsakendur fái aðgang að kjarnorkuverinu. Úkraínumenn og Rússar saka hvorir aðra um að hafa staðið að loftárásinni á kjarnorkuverið sem er það stærsta í Evrópu. „Hver einasta loftárás á kjarnorkuver er stórskaðleg árás (e. suicidal thing),“ sagði Guterres við fjölmiðlamenn í Japan í dag, tveimur dögum eftir minningarathöfn í Hiroshima þar sem minnst var þess að 77 ár eru liðin frá því að fyrstu kjarnorkusprengjunni var varpað. Guterres gerir nú kröfu um að Alþjóðakjarnorkumálastofnunin fái aðgang að kjarnorkuverinu til þess að rannsaka árásina og afleiðingar hennar. „Við styðjum sambandið í öllum þeirra leiðum til að koma á jafnvægi í kjarnorkuverinu,“ sagði Guterres en stofnunin hefur gefið það út að nú sé raunveruleg hætta á skelfilegum afleiðingum í kjarnorkuverinu. Úkraínumenn lýstu því yfir að einn starfsmaður kjarnorkuversins sé illa slasaður og að þrír geislunarskynjarar hafi skemmst eftir framlengdar sprengjuárásir á laugardag. Selenskí Úkraínuforseti sakar Rússa um að koma á „kjarnorku-ógnarástandi“ sem greiði leið fyrir enn frekari refsiaðgerðir í garð Rússa, í þetta sinn aðgerðir sem beinist að kjarorkugeira Moskvu. „Engri þjóð myndi líða öruggri á meðan hryðjuverkamenn skjóta flugskeytum á kjarnorkuver" sagði Selenskí í sjónvarpsávarpi. Rússar náðu kjarnorkuverinu á sitt vald í upphafi marsmánaðar á þessu ári en verinu er enn stjórnað af úkraínskum tæknimönnum. Rússnesk yfirvöld hafa aftur á móti sakað Úkraínumenn um að hafa staðið að árásinni og sagt þá hafa skotið allmörgum flugskeytum að svæðinu og valdið miklu tjóni á húsum í kring. Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Rússland Úkraína Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
„Hver einasta loftárás á kjarnorkuver er stórskaðleg árás (e. suicidal thing),“ sagði Guterres við fjölmiðlamenn í Japan í dag, tveimur dögum eftir minningarathöfn í Hiroshima þar sem minnst var þess að 77 ár eru liðin frá því að fyrstu kjarnorkusprengjunni var varpað. Guterres gerir nú kröfu um að Alþjóðakjarnorkumálastofnunin fái aðgang að kjarnorkuverinu til þess að rannsaka árásina og afleiðingar hennar. „Við styðjum sambandið í öllum þeirra leiðum til að koma á jafnvægi í kjarnorkuverinu,“ sagði Guterres en stofnunin hefur gefið það út að nú sé raunveruleg hætta á skelfilegum afleiðingum í kjarnorkuverinu. Úkraínumenn lýstu því yfir að einn starfsmaður kjarnorkuversins sé illa slasaður og að þrír geislunarskynjarar hafi skemmst eftir framlengdar sprengjuárásir á laugardag. Selenskí Úkraínuforseti sakar Rússa um að koma á „kjarnorku-ógnarástandi“ sem greiði leið fyrir enn frekari refsiaðgerðir í garð Rússa, í þetta sinn aðgerðir sem beinist að kjarorkugeira Moskvu. „Engri þjóð myndi líða öruggri á meðan hryðjuverkamenn skjóta flugskeytum á kjarnorkuver" sagði Selenskí í sjónvarpsávarpi. Rússar náðu kjarnorkuverinu á sitt vald í upphafi marsmánaðar á þessu ári en verinu er enn stjórnað af úkraínskum tæknimönnum. Rússnesk yfirvöld hafa aftur á móti sakað Úkraínumenn um að hafa staðið að árásinni og sagt þá hafa skotið allmörgum flugskeytum að svæðinu og valdið miklu tjóni á húsum í kring.
Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Rússland Úkraína Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira