Barcelona hefur ekki náð að nurla saman nægum pening Hjörvar Ólafsson skrifar 8. ágúst 2022 23:22 Barcelona er að reyna að selja Frenkie De Jong til þess að grynnka skuldir sínar. Vísir/Getty Forráðamenn Barcelona hafa ekki náð að lappa nógu mikið upp á bókhald sitt til þess að geta skráð þá leikmenn sem félagið hefur keypt í sumar í leikmannahóp sinn fyrir komandi keppnistímabil. Fulltrúar í eftirlitsnefnd um fjármál félaganna í spænsku efstu deildinni í fótbolta karla telja að sala Barcelona á fjórðungshlut í framtíðar sjónvarpstekjum sínum dugi ekki til þess að geta skráð nýja leikmenn í hóp sinn. Barcelona freistaði þess að blása upp verðmæti á þessum eignarhlut sínum með því að nota eigin fjármuni til þess að hækka verðið á sölunni á framtíðar sjónvarpstekjunum. Félagið hafði reiknað með 667 milljónum evra í bækur sínar vegna framangreindrar sölu. Fjárfestingafélagið Sixth Street ætlaði að kaupa þennan pakka á 517 milljónir evra en 150 milljónir af þeirri upphæð kom frá félaginu sjálfu. Eftirlitsnefndin taldi þetta verið löglegan gjörning ekki duga til þess að Barcelona standist skilyrði reglna spænsku efstu deildarinnar um fjárhagslega háttvísi. Næsta útspil Barcelona er að selja fjórðungshlut í framleiðslufyrirtækinu Barça Studios en félagið áætlar að fá um það bil 100 milljónir evra fyrir þann hlut. Barcelona hafði nú þegar tilkynnt um sölu á tæpælega 25 prósent hlut í því fyrirtæki. Vonast Katalóníufélagið að það dugi til þess að mega skrá Robert Lewandowski, Raphinha, Andreas Christensen, Jules Koundé og Franck Kessie í hóp sinn í tæka tíð fyrir fyrsta deilarleik sinn á komandi keppnistímabili sem er gegn Rayo Vallecano á laugardagskvöldið kemur. Sala Barcelona á framtíðar sjónvarpstekjum sínum sem og í hlut sínum í Barca Studios, samstarfssamningur við Spotify, sölur á leikmönnum og aukið tekjustreymi hefur að sögn Joan Laporta, forseta Barcelona, skilað félaginu 850 milljónum evra. Það dugði ekki til að fá leyfi eftirlitsefndarinnar til þess að bæta við leikmönnum á launaskrá sína. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Sjá meira
Fulltrúar í eftirlitsnefnd um fjármál félaganna í spænsku efstu deildinni í fótbolta karla telja að sala Barcelona á fjórðungshlut í framtíðar sjónvarpstekjum sínum dugi ekki til þess að geta skráð nýja leikmenn í hóp sinn. Barcelona freistaði þess að blása upp verðmæti á þessum eignarhlut sínum með því að nota eigin fjármuni til þess að hækka verðið á sölunni á framtíðar sjónvarpstekjunum. Félagið hafði reiknað með 667 milljónum evra í bækur sínar vegna framangreindrar sölu. Fjárfestingafélagið Sixth Street ætlaði að kaupa þennan pakka á 517 milljónir evra en 150 milljónir af þeirri upphæð kom frá félaginu sjálfu. Eftirlitsnefndin taldi þetta verið löglegan gjörning ekki duga til þess að Barcelona standist skilyrði reglna spænsku efstu deildarinnar um fjárhagslega háttvísi. Næsta útspil Barcelona er að selja fjórðungshlut í framleiðslufyrirtækinu Barça Studios en félagið áætlar að fá um það bil 100 milljónir evra fyrir þann hlut. Barcelona hafði nú þegar tilkynnt um sölu á tæpælega 25 prósent hlut í því fyrirtæki. Vonast Katalóníufélagið að það dugi til þess að mega skrá Robert Lewandowski, Raphinha, Andreas Christensen, Jules Koundé og Franck Kessie í hóp sinn í tæka tíð fyrir fyrsta deilarleik sinn á komandi keppnistímabili sem er gegn Rayo Vallecano á laugardagskvöldið kemur. Sala Barcelona á framtíðar sjónvarpstekjum sínum sem og í hlut sínum í Barca Studios, samstarfssamningur við Spotify, sölur á leikmönnum og aukið tekjustreymi hefur að sögn Joan Laporta, forseta Barcelona, skilað félaginu 850 milljónum evra. Það dugði ekki til að fá leyfi eftirlitsefndarinnar til þess að bæta við leikmönnum á launaskrá sína.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Sjá meira