NBA-stjörnur fóru illa með mömmu sína og son í körfuboltasalnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2022 15:31 Jayson Tatum með son sinn Deuce og við hlið söngvarans Nelly eftir einn leik Boston Celtics í lokaúrslitunum í ár. Getty/Maddie Meyer NBA-stjörnurnar Jayson Tatum og Royce O'Neale sýna engan miskunn á körfuboltavellinum og skiptir þar engu þótt þeir séu að leika sér með móður sinni eða syni. Tatum er 24 ára stórstjarna Boston Celtics liðsins og O'Neale er 29 ára framherji Brooklyn Nets en hann hefur spilað með Utah Jazz undanfarin fimm ár. Mamma Royce O'Neale var til í leik, einn á móti einum, við son sinn en hún réði ekki alveg við þennan 196 sentimetra og 103 kílóa skrokk. O'Neale bakkaði með hana undir körfuna og greyið konan endaði að lokum í gólfinu. It s a cold world in St. Louis. @jaytatum0 teaching Deuce early! @CCPBasketball @ProCamps pic.twitter.com/rfYGEFL15u— Just Lobs (@justlobs) August 4, 2022 O'Neale grínaðist með myndbandið á samfélagsmiðlum og skrifaði: Enginn er öruggur í búðunum. Elska þig samt mamma, skrifaði Royce með fullt af broskörlum eins og sést hér fyrir ofan. Frábær frammistaða Jayson Tatum með Boston liðinu hefur auðvitað vakið mikla athygli á honum og þá hefur sviðsljósið oft farið á kokhraustan son hans Deuce. Sá elska sviðsljósið og er þegar orðin stjarna á hliðarlínunni. Deuce heldur upp á fimm ára afmælið sitt í desember en hann var með pabba sínum í körfuboltabúðum á dögunum. Það náðist á myndband þegar Deuce var að reyna að skora á pabba sinn en hinn 203 sentimetra hái Jason vildi ekki sjá slíkt og varði skotið hans lengst út í sal. Deuce fær greinilega ekkert gefið frá pabba sínum inn á körfuboltavellinum ekki frekar en aðrir. Það má sjá þetta hér fyrir ofan og neðan. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) NBA Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Sjá meira
Tatum er 24 ára stórstjarna Boston Celtics liðsins og O'Neale er 29 ára framherji Brooklyn Nets en hann hefur spilað með Utah Jazz undanfarin fimm ár. Mamma Royce O'Neale var til í leik, einn á móti einum, við son sinn en hún réði ekki alveg við þennan 196 sentimetra og 103 kílóa skrokk. O'Neale bakkaði með hana undir körfuna og greyið konan endaði að lokum í gólfinu. It s a cold world in St. Louis. @jaytatum0 teaching Deuce early! @CCPBasketball @ProCamps pic.twitter.com/rfYGEFL15u— Just Lobs (@justlobs) August 4, 2022 O'Neale grínaðist með myndbandið á samfélagsmiðlum og skrifaði: Enginn er öruggur í búðunum. Elska þig samt mamma, skrifaði Royce með fullt af broskörlum eins og sést hér fyrir ofan. Frábær frammistaða Jayson Tatum með Boston liðinu hefur auðvitað vakið mikla athygli á honum og þá hefur sviðsljósið oft farið á kokhraustan son hans Deuce. Sá elska sviðsljósið og er þegar orðin stjarna á hliðarlínunni. Deuce heldur upp á fimm ára afmælið sitt í desember en hann var með pabba sínum í körfuboltabúðum á dögunum. Það náðist á myndband þegar Deuce var að reyna að skora á pabba sinn en hinn 203 sentimetra hái Jason vildi ekki sjá slíkt og varði skotið hans lengst út í sal. Deuce fær greinilega ekkert gefið frá pabba sínum inn á körfuboltavellinum ekki frekar en aðrir. Það má sjá þetta hér fyrir ofan og neðan. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport)
NBA Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Sjá meira