Hófu framkvæmdir við byggingu 87 nýrra íbúða við Skógarveg Atli Ísleifsson skrifar 15. ágúst 2022 11:07 Fyrsta skóflustungan af leiguíbúðum fyrir aldraða við Skógarveg. Aðsend Fyrsta skóflustunga vegna uppbyggingar 87 nýrra leiguíbúða fyrir sextíu ára og eldri var tekin við Skógarveg í Reykjavík síðastliðinn föstudag. Íbúðirnar tengjast þjónustumiðstöðinni Sléttunni við Sléttuveg en við Skógarveg munu rísa tvö ný fjölbýlishús með alls 87 íbúðum sem verða hluti af lífsgæðakjörnum Sjómannadagsráðs, Naustavarar og Hrafnistu. Í tilkynningu segir að Aríel Pétursson, formaður Sjómannadagsráðs og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafi verið viðstaddir þegar að Guðbjörn Guðjónsson gröfumaður hjá undirverktaka Þarfaþings hafi tekið fyrstu skóflustunguna vegna framkvæmdanna. Áætlað er að framkvæmdunum ljúki seinni hluta ársins 2024. Aðsend „Sjómannadagsráð hefur þegar til útleigu í gegnum dótturfyrirtæki sitt, Naustavör, 60 íbúðir við Sléttuveg 27. Verða því alls 147 íbúðir fyrir þennan aldurshóp til útleigu í lífsgæðakjarnanum að framkvæmdum loknum. Gæði og búnaður íbúðanna verður sambærilegur og í núverandi íbúðum við Sléttuveg. Innangengt er úr öllum húsunum í þjónustumiðstöð á Sléttuvegi. Auk þess annast dótturfélagið Hrafnista rekstur hjúkrunarheimilis með 99 íbúðum auk þjónustumiðstöðvarinnar Sléttunnar sem er samstarfsverkefni með öðrum félagsmiðstöðvum eldri borgara í Reykjavík. Hugmyndafræði lífsgæðakjarnans er fædd hjá Sjómannadagsráði og hefur þar verið í þróun í áratugi. Hún gengur út á að reka samhliða hjúkrunarheimili, leiguíbúðir og þjónustumiðstöðvar þar sem eldra fólki eru búnar aðstæður til að hámarka lífsgæði sín,“ segir í tilkynningunni. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var viðstaddur skóflustunguna.Aðsend Nýjar íbúðir Naustavarar verða í tveimur samtengdum húsum við Skógarveg 4 og 10. „Íbúðirnar eru ýmist tveggja eða þriggja herbergja á bilinu 54 til 90 fermetrar, en þrjár íbúðir verða um 120 fermetrar að stærð. Í íbúðunum er allt aðgengi gott og þær sérhannaðar með þarfir eldra fólks í huga. Hurðaop og gangar eru breiðari en gengur og gerist, einnig eru baðherbergi og eldhús sérhönnuð svo auðvelt sé að nota ýmiss konar stuðningstæki. Reiknað er með að fyrstu íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar um mitt árið 2024. Undir báðum húsum verður ein stór bílageymsla þar sem stæði verða leigð út sérstaklega. Einnig verða útistæði við húsin og þar verða föst stæði einnig leigð út til íbúa með sama fyrirkomulagi og í leiguíbúðunum sem eru við Sléttuveg,“ segir í tilkynningunni. Aðsend Reykjavík Húsnæðismál Eldri borgarar Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Íbúðirnar tengjast þjónustumiðstöðinni Sléttunni við Sléttuveg en við Skógarveg munu rísa tvö ný fjölbýlishús með alls 87 íbúðum sem verða hluti af lífsgæðakjörnum Sjómannadagsráðs, Naustavarar og Hrafnistu. Í tilkynningu segir að Aríel Pétursson, formaður Sjómannadagsráðs og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafi verið viðstaddir þegar að Guðbjörn Guðjónsson gröfumaður hjá undirverktaka Þarfaþings hafi tekið fyrstu skóflustunguna vegna framkvæmdanna. Áætlað er að framkvæmdunum ljúki seinni hluta ársins 2024. Aðsend „Sjómannadagsráð hefur þegar til útleigu í gegnum dótturfyrirtæki sitt, Naustavör, 60 íbúðir við Sléttuveg 27. Verða því alls 147 íbúðir fyrir þennan aldurshóp til útleigu í lífsgæðakjarnanum að framkvæmdum loknum. Gæði og búnaður íbúðanna verður sambærilegur og í núverandi íbúðum við Sléttuveg. Innangengt er úr öllum húsunum í þjónustumiðstöð á Sléttuvegi. Auk þess annast dótturfélagið Hrafnista rekstur hjúkrunarheimilis með 99 íbúðum auk þjónustumiðstöðvarinnar Sléttunnar sem er samstarfsverkefni með öðrum félagsmiðstöðvum eldri borgara í Reykjavík. Hugmyndafræði lífsgæðakjarnans er fædd hjá Sjómannadagsráði og hefur þar verið í þróun í áratugi. Hún gengur út á að reka samhliða hjúkrunarheimili, leiguíbúðir og þjónustumiðstöðvar þar sem eldra fólki eru búnar aðstæður til að hámarka lífsgæði sín,“ segir í tilkynningunni. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var viðstaddur skóflustunguna.Aðsend Nýjar íbúðir Naustavarar verða í tveimur samtengdum húsum við Skógarveg 4 og 10. „Íbúðirnar eru ýmist tveggja eða þriggja herbergja á bilinu 54 til 90 fermetrar, en þrjár íbúðir verða um 120 fermetrar að stærð. Í íbúðunum er allt aðgengi gott og þær sérhannaðar með þarfir eldra fólks í huga. Hurðaop og gangar eru breiðari en gengur og gerist, einnig eru baðherbergi og eldhús sérhönnuð svo auðvelt sé að nota ýmiss konar stuðningstæki. Reiknað er með að fyrstu íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar um mitt árið 2024. Undir báðum húsum verður ein stór bílageymsla þar sem stæði verða leigð út sérstaklega. Einnig verða útistæði við húsin og þar verða föst stæði einnig leigð út til íbúa með sama fyrirkomulagi og í leiguíbúðunum sem eru við Sléttuveg,“ segir í tilkynningunni. Aðsend
Reykjavík Húsnæðismál Eldri borgarar Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira