Guggan komin heim en er ekki lengur gul Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. ágúst 2022 11:35 Guðbjörgin gamla, nú Snæfell, við festar á Akureyri. Aflafréttir/Gísli Reynisson Hið landsfræga skip Guðbjörgin ÍS, eða Guggan, er komin aftur heim til Íslands eftir rúmlega tveggja áratuga útgerð erlendis. Guggan hefur hins vegar bæði fengið nýtt nafn, Snæfell EA, og tapað sínum einkennislit og er nú blá. Snæfell EA, áður þekkt sem Guggan, kom til hafnar á Akureyri á laugardag eftir siglingu frá Danmörku. Samherji ehf. keypti skipið af Framherja í Færeyjum samkvæmt frétt mbl.is en þar hét skipið Akraberg FO. Nefna ber að Samherji á þriðjungshlut í Framherja. Skipið var lengt um átján metra í Þýskalandi.Aflafréttir/Gísli Reynisson Fram kemur í frétt Aflafrétta að ráðgert sé að skipið fari fljótlega á veiðar og muni þá vera notað til grálúðuveiða. Þá eigi skipsnafnið Snæfell EA sér langa sögu í Eyjafirði en bátar með því nafni hafi verið gerðir út frá fyrri hluta fimmta áratugar síðustu aldar. Eyjafjörðinn hafi hins vegar skort skip með nafinu Snæfell EA frá árinu 2019 en úr því hefur nú verið bætt. Skipið, sem nú ber þetta nafn og áður nafnið Guðbjörgin ÍS, er eins og áður segir sögufrægt skip og hefur áður verið í eigu Samherja. Vísir fjallaði ítarlega um sögu Guggunnar fyrr á árinu: Guðbjörgin ÍS, eða Guggan, var í eigu Hrannar hf. á Ísafirði en skip með því nafni höfðu lengi verið gerð út frá Ísafirði og nokkrar Guggur komið þar við sögu. Guðbjörgin, sem nú heitir Snæfell, var smíðuð fyrir Hrönn árið 1994 en árið 1997 sameinaðist Hrönn Samherja á Akureyri. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, lét við það tilefni þessi frægu orð falla: „Guggan verður áfram gul og verður gerð út frá Ísafirði.“ Það loforð hélt, eins og frægt er, ekki lengi. Guðbjörgin var árið 1999 seld til Þýskalands en hafði þá ekki landað í heilt ár á Ísafirði. Í Þýskalandi var skipið lengt og er því í dag 86 metrar á lengd. Akureyri Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Snæfell EA, áður þekkt sem Guggan, kom til hafnar á Akureyri á laugardag eftir siglingu frá Danmörku. Samherji ehf. keypti skipið af Framherja í Færeyjum samkvæmt frétt mbl.is en þar hét skipið Akraberg FO. Nefna ber að Samherji á þriðjungshlut í Framherja. Skipið var lengt um átján metra í Þýskalandi.Aflafréttir/Gísli Reynisson Fram kemur í frétt Aflafrétta að ráðgert sé að skipið fari fljótlega á veiðar og muni þá vera notað til grálúðuveiða. Þá eigi skipsnafnið Snæfell EA sér langa sögu í Eyjafirði en bátar með því nafni hafi verið gerðir út frá fyrri hluta fimmta áratugar síðustu aldar. Eyjafjörðinn hafi hins vegar skort skip með nafinu Snæfell EA frá árinu 2019 en úr því hefur nú verið bætt. Skipið, sem nú ber þetta nafn og áður nafnið Guðbjörgin ÍS, er eins og áður segir sögufrægt skip og hefur áður verið í eigu Samherja. Vísir fjallaði ítarlega um sögu Guggunnar fyrr á árinu: Guðbjörgin ÍS, eða Guggan, var í eigu Hrannar hf. á Ísafirði en skip með því nafni höfðu lengi verið gerð út frá Ísafirði og nokkrar Guggur komið þar við sögu. Guðbjörgin, sem nú heitir Snæfell, var smíðuð fyrir Hrönn árið 1994 en árið 1997 sameinaðist Hrönn Samherja á Akureyri. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, lét við það tilefni þessi frægu orð falla: „Guggan verður áfram gul og verður gerð út frá Ísafirði.“ Það loforð hélt, eins og frægt er, ekki lengi. Guðbjörgin var árið 1999 seld til Þýskalands en hafði þá ekki landað í heilt ár á Ísafirði. Í Þýskalandi var skipið lengt og er því í dag 86 metrar á lengd.
Akureyri Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira