Stuðningsfólk FCK lét danskan landsliðsmann fá það óþvegið: „Ert og verður alltaf Bröndby svín“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2022 15:30 Stuðningsfólk FC Kaupmannahafnar er með munninn fyrir neðan nefið. Lars Ronbog/Getty Images Íslendingaliðið FC Kaupmannahöfn tók á móti Trabzonspor á Parken í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Einn leikmaður gestanna fékk sérstaklega að kenna á því hjá stuðningsfólki heimaliðsins. Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FCK og þá kom Ísak Bergmann Jóhannesson inn af bekknum er FCK vann nokkuð óvæntan 2-1 sigur á liðinu sem er ríkjandi meistari í Tyrklandi. Sigurvegari einvígisins fer í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en tapliðið í riðlakeppni Evrópudeildar. Flot aften i Parken #fcklive #ucl #copenhagen Getty Images pic.twitter.com/U4O3kgOBEI— F.C. København (@FCKobenhavn) August 16, 2022 Það var því gríðarlega mikið undir og hægt að fyrirgefa leikmönnum beggja liða að vera eilítið stressaðir í upphafi en ef til vill hefur Jens Stryger Larsen verið aðeins meira á nálum en næsti maður. Þó svo að hann hafi látið annað í ljós í viðtali eftir leik. Larsen, sem er þaulreyndur landsliðsmaður, hóf nefnilega ferilinn í Bröndby og það verður seint sagt að það sé mikill kærleikur á milli Bröndby og FCK. Hægri bakvörðurinn fékk það óþvegið nær allan leikinn frá stuðningsfólki heimaliðsins. Ásamt því að það var baulað í hvert skipti sem hann snerti boltann þá glumdi ófagur söngur einnig reglulega. Sá var svo hljóðandi: „Þú ert og verður alltaf Bröndby svín.“ „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég spila hér á Parken og hef heyrt eitthvað á þessa átt. Það er eins og það er,“ sagði Larsen og glotti við tönn eftir leik. Jens Stryger Larsen í leiknum.Lars Ronbog/Getty Images „Þetta voru ekki úrslitin sem við vildum ná í en við erum enn inn í einvíginu. Við spiluðum ágætlega á köflum en gerðum nokkur heimskuleg mistök,“ sagði hann einnig. Larsen var ekki eini Daninn í byrjunarliði Trabzonspor en framherjinn Andreas Cornelius hóf leikinn sem fremsti maður. Hann hóf ferilinn með FCK og fékk því öllu blíðari móttökur. Síðari leikur liðanna fer fram á miðvikudaginn eftir viku og þá kemur í ljós hvort liðið fer í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og hvort fer í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Danski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Íslendingaliðin nálgast Meistaradeildina Íslendingaliðin Bodö/Glimt frá Noregi og FCK frá Danmörku unnu bæði sigra í fyrri leikjum liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 16. ágúst 2022 20:55 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Fleiri fréttir Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Sjá meira
Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FCK og þá kom Ísak Bergmann Jóhannesson inn af bekknum er FCK vann nokkuð óvæntan 2-1 sigur á liðinu sem er ríkjandi meistari í Tyrklandi. Sigurvegari einvígisins fer í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en tapliðið í riðlakeppni Evrópudeildar. Flot aften i Parken #fcklive #ucl #copenhagen Getty Images pic.twitter.com/U4O3kgOBEI— F.C. København (@FCKobenhavn) August 16, 2022 Það var því gríðarlega mikið undir og hægt að fyrirgefa leikmönnum beggja liða að vera eilítið stressaðir í upphafi en ef til vill hefur Jens Stryger Larsen verið aðeins meira á nálum en næsti maður. Þó svo að hann hafi látið annað í ljós í viðtali eftir leik. Larsen, sem er þaulreyndur landsliðsmaður, hóf nefnilega ferilinn í Bröndby og það verður seint sagt að það sé mikill kærleikur á milli Bröndby og FCK. Hægri bakvörðurinn fékk það óþvegið nær allan leikinn frá stuðningsfólki heimaliðsins. Ásamt því að það var baulað í hvert skipti sem hann snerti boltann þá glumdi ófagur söngur einnig reglulega. Sá var svo hljóðandi: „Þú ert og verður alltaf Bröndby svín.“ „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég spila hér á Parken og hef heyrt eitthvað á þessa átt. Það er eins og það er,“ sagði Larsen og glotti við tönn eftir leik. Jens Stryger Larsen í leiknum.Lars Ronbog/Getty Images „Þetta voru ekki úrslitin sem við vildum ná í en við erum enn inn í einvíginu. Við spiluðum ágætlega á köflum en gerðum nokkur heimskuleg mistök,“ sagði hann einnig. Larsen var ekki eini Daninn í byrjunarliði Trabzonspor en framherjinn Andreas Cornelius hóf leikinn sem fremsti maður. Hann hóf ferilinn með FCK og fékk því öllu blíðari móttökur. Síðari leikur liðanna fer fram á miðvikudaginn eftir viku og þá kemur í ljós hvort liðið fer í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og hvort fer í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Danski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Íslendingaliðin nálgast Meistaradeildina Íslendingaliðin Bodö/Glimt frá Noregi og FCK frá Danmörku unnu bæði sigra í fyrri leikjum liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 16. ágúst 2022 20:55 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Fleiri fréttir Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Sjá meira
Íslendingaliðin nálgast Meistaradeildina Íslendingaliðin Bodö/Glimt frá Noregi og FCK frá Danmörku unnu bæði sigra í fyrri leikjum liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 16. ágúst 2022 20:55