Lífið

Jonah Hill setur geðheilsuna í fyrsta sæti

Elísabet Hanna skrifar
Jonah Hill ætlar ekki að taka þátt í kynningarherferðum þeirra bíómynda sem hann kemur að í náinni framtíð.
Jonah Hill ætlar ekki að taka þátt í kynningarherferðum þeirra bíómynda sem hann kemur að í náinni framtíð. Getty/Michael Ostuni

Leikarinn Jonah Hill segist ekki ætla að taka þátt í kynningarherferðum sem tengjast þeim kvikmyndum sem hann kemur að í náinni framtíð. Þetta gerir hann til þess að forðast kvíðann og kvíðaköstin sem hafa fylgt slíkum störfum hjá honum í gegnum árin. 

Geðheilsan sett í forgang

„Ég vona að vinnan mín geti talað fyrir sig sjálf og ég er þakklátur samstarfsfélögum mínum, viðskipta félögum mínum og fyrir ykkur öllum sem eruð að lesa þetta fyrir að skilninginn og stuðninginn,“ segir hann meðal annars í opna bréfinu sem hann gaf frá sér í tímaritinu Rolling Stone.

Í bréfinu segist hann ekki ætla að fylgja eftir og kynna nýju heimildarmyndina sína Stutz sem hann leikstýrir rétt eins og hann ætlar að sleppa kynningarstörfum við önnur verkefni í náinni framtíð. 

Nýja myndin fjallar um geðheilsu

Heimildarmyndin sem Jonah var að leikstýra fjallar um geðheilsu og tengsl hans við sálfræðinginn sinn. „Tilgangurinn með myndinni er að deila meðferðum og þeim tólum sem ég hef lært í meðferð hjá sálfræðingum með stærri áhorfendum sem geta nýtt sér það í einstaklingsvinnu eftir að hafa lært það í gegnum skemmtilega mynd.“ Hann segist vonast til þess að myndin geti hjálpað öðrum. 

„Samt sem áður munuð þið ekki sjá mig á vappi að kynna myndina eða nokkra af mínum framtíðar myndum á meðan ég tek þetta mikilvæga skref til þess að vernda sjálfan mig. Ef ég myndi gera sjálfan mig veikari með því að mæta og kynna hana væri ég hræsnari gagnvart sjálfum mér og myndinni.“ Hann segist þó vera afar stoltur af því að myndin verði frumsýnd á virðulegri kvikmyndahátíð í haust.

Var um forréttindin

Leikarinn segist vera var um þau forréttindi sem hann býr við að geta tekið sér tíma frá störfum til þess að vinna í kvíðanum án þess að missa vinnuna. Hann segist vilja nýta sína stöðu til þess að tala um vandamálið og vonast til þess að geta opnað á umræðuna svo að aðrir geti einnig gefið sér svigrúm til þess að vinna í sinni geðheilsu.


Tengdar fréttir

Kvik­myndin Don’t Look Up slær met

Kvikmyndinni Don’t Look Up, sem frumsýnd var á streymisveitunni Netflix á aðfangadag, hefur farið fram úr björtustu vonum framleiðenda. Leikstjórinn segist orðlaus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.