Dóttir „heila Pútíns“ talin hafa látist í bílasprengju Árni Sæberg skrifar 20. ágúst 2022 23:53 Alexander Dugin er umdeildur. Skjáskot/60 Minutes Öflug bílasprenging varð í nágrenni Moskvu í kvöld með þeim afleiðingum að ökumaður bílsins lést. Talið er að ökumaðurinn hafi verið Daria Dugina, þrítug dóttir hins umdeilda heimspekings Alexanders Dugin. Myndband af vettvangi sýnir Dugin í miklu áfalli. Sprengingin varð á hraðbraut um tuttugu kílómetra vestur af Moskvu laust fyrir klukkan 22 að staðartíma, að því er kemur fram í frétt RT um málið. Vert er að taka fram að RT er rússneskur miðill sem hefur mikil tengsl við stjórnvöld þar í landi. Haft er eftir sjónarvottum að sprengingin hafi orðið á miðjum veginum og að bíllinn hafi síðan skollið utan í vegrið alelda. Viðbragðsaðilar segja að minnst einn hafi verið inni í bílnum þegar sprengingin varð og að líki konu hafi verið náð út úr flaki bílsins. Hún hafi látist samstundis við sprenginguna. Kennsl hafi ekki verið borðið á líkið sem sé illa brunnið. Fregnir af því að líkið sé af Dariu Dugina hafa farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum í kvöld. Myndband sem sýnir föður hennar, Alexander Dugin, í miklu áfalli á vettvangi rennir stoðum undir þær fregnir: pic.twitter.com/vHxfiKXAEz— #MDK (@mudakoff) August 20, 2022 „Raspútín Pútíns“ eða „heili Pútíns“ Dugin hefur verið kallaður „Raspútín Pútíns“ og „heili Pútíns“ í vestrænum miðlum og er sagður hafa haft mikil áhrif á stefnu forsetans þegar kemur að innrásinni í Úkraínu. Hann er heimspekingur, stjórnmálamaður og stjórnmálarýnir sem aðhyllist stefnu sem kalla má öfga-hægristefnu og hefur skrifað bækur á borð við Grunnstoðir alþjóðastjórnmála: Alþjóðastjórnmálaleg framtíð Rússlands. Þar lýsir því hvernig Rússland ætti að takast á vesturveldin með því að dreifa óupplýsingum til að valda óstöðugleika, sér í lagi í Bandaríkjunum. Bókin var geysivinsæl í Rússlandi og hefur haft mikil áhrif á stjórnmál þar í landi, að því er segir í umfjöllun Washington Post um Dugin. Hann hefur ávallt verið fylgjandi því að Rússar brjóti undir sig landsvæði og studdi til að mynda stríðsrekstur Rússa í Georgíu árið 2008 og innlimun Krímskaga árið 2014. Árið 2014 var hann rekinn frá háskólanum í Moskvu, þar sem hann var prófessor í alþjóðasamskiptum, eftir að hafa sagt í viðtali að drepa ætti alla Úkraínumenn. Skrif hans og ráðgjöf eru sögð hafa haft mikil áhrif á orðræðu Pútíns og rökstuðning fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Til að mynda ummæli Pútíns um að Úkraína ætti sér enga sögu um að vera raunveruleg þjóð, sem hann lét falla þegar hann undirritaði tilskipun um viðurkenningu Rússlands á sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk í austurhluta Úkraínu. Óljóst er hvort Alexander Dugin hafi verið skotmark árásarinnar. Dóttir hans hefur haslað sér völl í stjórnmálum í Rússlandi og dreift boðskap föðurs síns. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Sjá meira
Sprengingin varð á hraðbraut um tuttugu kílómetra vestur af Moskvu laust fyrir klukkan 22 að staðartíma, að því er kemur fram í frétt RT um málið. Vert er að taka fram að RT er rússneskur miðill sem hefur mikil tengsl við stjórnvöld þar í landi. Haft er eftir sjónarvottum að sprengingin hafi orðið á miðjum veginum og að bíllinn hafi síðan skollið utan í vegrið alelda. Viðbragðsaðilar segja að minnst einn hafi verið inni í bílnum þegar sprengingin varð og að líki konu hafi verið náð út úr flaki bílsins. Hún hafi látist samstundis við sprenginguna. Kennsl hafi ekki verið borðið á líkið sem sé illa brunnið. Fregnir af því að líkið sé af Dariu Dugina hafa farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum í kvöld. Myndband sem sýnir föður hennar, Alexander Dugin, í miklu áfalli á vettvangi rennir stoðum undir þær fregnir: pic.twitter.com/vHxfiKXAEz— #MDK (@mudakoff) August 20, 2022 „Raspútín Pútíns“ eða „heili Pútíns“ Dugin hefur verið kallaður „Raspútín Pútíns“ og „heili Pútíns“ í vestrænum miðlum og er sagður hafa haft mikil áhrif á stefnu forsetans þegar kemur að innrásinni í Úkraínu. Hann er heimspekingur, stjórnmálamaður og stjórnmálarýnir sem aðhyllist stefnu sem kalla má öfga-hægristefnu og hefur skrifað bækur á borð við Grunnstoðir alþjóðastjórnmála: Alþjóðastjórnmálaleg framtíð Rússlands. Þar lýsir því hvernig Rússland ætti að takast á vesturveldin með því að dreifa óupplýsingum til að valda óstöðugleika, sér í lagi í Bandaríkjunum. Bókin var geysivinsæl í Rússlandi og hefur haft mikil áhrif á stjórnmál þar í landi, að því er segir í umfjöllun Washington Post um Dugin. Hann hefur ávallt verið fylgjandi því að Rússar brjóti undir sig landsvæði og studdi til að mynda stríðsrekstur Rússa í Georgíu árið 2008 og innlimun Krímskaga árið 2014. Árið 2014 var hann rekinn frá háskólanum í Moskvu, þar sem hann var prófessor í alþjóðasamskiptum, eftir að hafa sagt í viðtali að drepa ætti alla Úkraínumenn. Skrif hans og ráðgjöf eru sögð hafa haft mikil áhrif á orðræðu Pútíns og rökstuðning fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Til að mynda ummæli Pútíns um að Úkraína ætti sér enga sögu um að vera raunveruleg þjóð, sem hann lét falla þegar hann undirritaði tilskipun um viðurkenningu Rússlands á sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk í austurhluta Úkraínu. Óljóst er hvort Alexander Dugin hafi verið skotmark árásarinnar. Dóttir hans hefur haslað sér völl í stjórnmálum í Rússlandi og dreift boðskap föðurs síns.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Sjá meira