Fimm bestu félagsskiptin: Eftirsóttasti bitinn en fór í heimahaga pabba Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2022 10:31 Leikstjórnandinn Hergeir Grímsson gekk í raðir Stjörnunnar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Stjarnan hefur staðið sig best í að ná í leikmenn í sumar fyrir komandi átök í Olís-deild karla í handbolta, miðað við topp fimm lista Handkastsins yfir bestu félagaskiptin. Arnar Daði Arnarsson, sem þjálfaði Gróttu í Olís-deildinni síðustu ár, valdi fimm bestu félagaskiptin í nýjasta þætti Handkastsins sem hægt er að hlusta á hér að neðan, eða á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Arnar Daði nefndi að það að Afturelding hafi fengið markvörðinn Jovan Kukobat frá Víkingi væru þau félagaskipti sem hefðu verið næst því að komast á listann, en topp fimm listann má sjá hér að neðan. Umræðan í þættinum hefst eftir hálftíma hlustun. 5. Ísak Rafnsson úr FH í ÍBV „Ég held að þetta sé mjög gott „sign“ fyrir ÍBV. Múra betur fyrir vörnina. Rúnar Kárason var allt of mikið að spila þrist hjá þeim í 6-0 vörninni í fyrra. Núna geta verið þarna Róbert Sigurðsson og Ísak Rafnsson. Tveir fautar, með hæð og reynslu og gæði,“ sagði Arnar Daði. 4. Jóhann Karl Reynisson í Stjörnuna Jóhann Karl hætti í handbolta fyrir nokkrum árum en snýr nú aftur með liði Stjörnunnar. „Hann fékk höfuðhögg og það var ástæðan fyrir því að hann hætti. Vonandi helst hann fjarri því að fá höfuðhögg því þetta er ótrúlega skemmtilegt „sign“. Stjörnuvörnin var alls ekki nógu góð í fyrra en Jóhann á að fylla í skarð Sverris Eyjólfssonar sem er tekinn við Fjölni í Grill 66 deildinni,“ sagði Arnar Daði. Jóhannes Berg Andrason spilar í FH í vetur líkt og pabbi hans gerði.VÍSIR/HULDA MARGRÉT 3. Jóhannes Berg Andrason úr Víkingi í FH „Þetta var eftirsóttasti bitinn á markaðnum hérna heima. Það var löngu vitað að Víkingar myndu falla og flest lið í deildinni höfðu samband við hann. En hann fór í heimahaga pabba gamla [Andra Bergs Haraldssonar]. FH-ingar misstu Gytis Smantauskas sem náði alls ekki að sýna sitt rétta andlit í fyrra,“ sagði Arnar Daði, en Jóhannes Berg er örvhent skytta líkt og Smantauskas. 2. Aron Dagur Pálsson úr Elverum í Val „Hann var gríðarlega eftirsóttur af 4-5 bestu liðunum í deildinni. Ég held að maður geti sagt að hann náði ekki að sýna sitt rétta andlit úti. Hann var bara orðinn samningslaus og það var hans von og trú að hann gæti haldið atvinnumannsferlinum úti, en nú er hann kominn í langbesta liðið á landinu í Val, og á leið í Evrópukeppni. Þetta er fyrir mér því bara betra fyrir hann, að koma heim og spila í Evrópukeppni og ná í titla,“ sagði Arnar Daði. 1. Hergeir Grímsson úr Selfossi í Stjörnuna „Þetta eru mjög athyglisverð félagaskipti því þau voru ljós svo snemma, í janúar eða febrúar. Patti [Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, sem þjálfaði Hergeir hjá Selfossi] talar gríðarlega vel um Hergeir og hann er einn besti leikmaðurinn í deildinni á marga vegu. Í vörn og sókn, alltaf glaður og ef hann er fúll þá hefur hann átt virkilega erfiðan leik. Það er óvænt að Stjarnan hafi náð að klófesta hann,“ sagði Arnar Daði. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Handkastið Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Sjá meira
Arnar Daði Arnarsson, sem þjálfaði Gróttu í Olís-deildinni síðustu ár, valdi fimm bestu félagaskiptin í nýjasta þætti Handkastsins sem hægt er að hlusta á hér að neðan, eða á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Arnar Daði nefndi að það að Afturelding hafi fengið markvörðinn Jovan Kukobat frá Víkingi væru þau félagaskipti sem hefðu verið næst því að komast á listann, en topp fimm listann má sjá hér að neðan. Umræðan í þættinum hefst eftir hálftíma hlustun. 5. Ísak Rafnsson úr FH í ÍBV „Ég held að þetta sé mjög gott „sign“ fyrir ÍBV. Múra betur fyrir vörnina. Rúnar Kárason var allt of mikið að spila þrist hjá þeim í 6-0 vörninni í fyrra. Núna geta verið þarna Róbert Sigurðsson og Ísak Rafnsson. Tveir fautar, með hæð og reynslu og gæði,“ sagði Arnar Daði. 4. Jóhann Karl Reynisson í Stjörnuna Jóhann Karl hætti í handbolta fyrir nokkrum árum en snýr nú aftur með liði Stjörnunnar. „Hann fékk höfuðhögg og það var ástæðan fyrir því að hann hætti. Vonandi helst hann fjarri því að fá höfuðhögg því þetta er ótrúlega skemmtilegt „sign“. Stjörnuvörnin var alls ekki nógu góð í fyrra en Jóhann á að fylla í skarð Sverris Eyjólfssonar sem er tekinn við Fjölni í Grill 66 deildinni,“ sagði Arnar Daði. Jóhannes Berg Andrason spilar í FH í vetur líkt og pabbi hans gerði.VÍSIR/HULDA MARGRÉT 3. Jóhannes Berg Andrason úr Víkingi í FH „Þetta var eftirsóttasti bitinn á markaðnum hérna heima. Það var löngu vitað að Víkingar myndu falla og flest lið í deildinni höfðu samband við hann. En hann fór í heimahaga pabba gamla [Andra Bergs Haraldssonar]. FH-ingar misstu Gytis Smantauskas sem náði alls ekki að sýna sitt rétta andlit í fyrra,“ sagði Arnar Daði, en Jóhannes Berg er örvhent skytta líkt og Smantauskas. 2. Aron Dagur Pálsson úr Elverum í Val „Hann var gríðarlega eftirsóttur af 4-5 bestu liðunum í deildinni. Ég held að maður geti sagt að hann náði ekki að sýna sitt rétta andlit úti. Hann var bara orðinn samningslaus og það var hans von og trú að hann gæti haldið atvinnumannsferlinum úti, en nú er hann kominn í langbesta liðið á landinu í Val, og á leið í Evrópukeppni. Þetta er fyrir mér því bara betra fyrir hann, að koma heim og spila í Evrópukeppni og ná í titla,“ sagði Arnar Daði. 1. Hergeir Grímsson úr Selfossi í Stjörnuna „Þetta eru mjög athyglisverð félagaskipti því þau voru ljós svo snemma, í janúar eða febrúar. Patti [Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, sem þjálfaði Hergeir hjá Selfossi] talar gríðarlega vel um Hergeir og hann er einn besti leikmaðurinn í deildinni á marga vegu. Í vörn og sókn, alltaf glaður og ef hann er fúll þá hefur hann átt virkilega erfiðan leik. Það er óvænt að Stjarnan hafi náð að klófesta hann,“ sagði Arnar Daði. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Handkastið Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða