Meghan Markle vinsælli en Joe Rogan á Spotify Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2022 19:21 Meghan Markle er vinsælli en Joe Rogan á Spotify. Vísir/Getty Archetypes, nýtt hlaðvarp hertogaynjunnar Meghan Markle, steypti hlaðvarpinu The Joe Rogan Experience af stóli sem vinsælasta hlaðvarp streymisveitunnar Spotify í Bandaríkjunum. Aðeins tveir dagar eru liðnir síðan fyrsti þáttur Archetypes var gefinn út. Margir hafa beðið lengi í ofvæni eftir nýju hlaðvarpi Meghan Markle. Í hlaðvarpinu tekur Markle viðtöl við hina ýmsu kvenskörunga þar sem markmiðið er að rýna í og fjalla um hluti sem haldi aftur af konum. Eins og áður segir var fyrsti þátturinn gefinn út á þriðjudag en í honum tók hertogaynjan viðtal við tennisgoðsögnina Serenu Williams, sem tilkynnti það nýlega að hún ætli að leggja skóna á hilluna. Þessi fyrsti þáttur fékk fleiri spilanir en hlaðvarp Joe Rogans, The Joe Rogan Experience, sem hefur trónað á toppi hlaðvarpslista Spotify í þrjú ár. Þetta er þó ekki fyrsta skiptið sem Rogan er bolað af toppnum en hann hefur náð að halda sér í toppsætinu, með einstaka hléum í þessi þrjú ár, þar á meðal í vetur þegar hann var harðlega gagnrýndur af ýmsum fyrir falsfréttaflutning um Covid og bóluefni gegn Covid. Spotify birtir ekki hlustunartölur fyrir einstaka hlaðvarpsþætti en talið er að hlustað sé á hvern þátt Rogans allt að ellefu milljón sinnum. Rogan er á samningi við Spotify, sem er eina hlaðvarpsveitan sem gefur út þættina hans, en það hefur vakið harða gagnrýni í gegn um tíðina. Tónlistarfólkið Joni Mitchell og Neil Young sögðu skilið við streymisveituna í vetur eftir að hún neitaði að fjarlægja hlaðvarp Rogans. Það var vegna ágreinings um falsfréttaflutning Rogans af heimsfaraldri kórónuveiru. Þá var Rogan milli tannanna á fólki í febrúar þegar gömul klippa úr hlaðvarpi hans fór á dreifingu um netið þar sem hann gerði grín að Markle og kallaði hana „litla ameríska dræsu.“ Viku eftir að hljóðbrotið fór í dreifingu fjarlægði Spotify 113 þætti af The Joe Rogan Experience en Rogan hafði í aðdraganda þess beðist afsökunar á því á Instagram að hafa notað niðrandi orðbragð um minnihlutahópa í hlaðvarpinu. Meðal þeirra ummæla sem hann baðst afsökunar á var þegar hann líkti hverfi, þar sem meirihluti íbúa er svartur, við kvikmyndina Planet of the Apes. Spotify Kóngafólk Bandaríkin Harry og Meghan Hollywood Tengdar fréttir Meghan Markle gerist hlaðvarpsstjarna Hertogaynjan Meghan Markle hefur ákveðið að stíga inn í hlaðvarpsheiminn með þáttunum sínum Archetypes. Fyrsti viðmælandi hennar er tennisstjarnan Serena Williams sem nýlega tilkynnti að hún væri að fara að setjast í helgan stein eftir stórfenglegan feril. 25. ágúst 2022 07:30 Rússíbanareið Rogans: Úr bardagahringnum í eitt vinsælasta hlaðvarp heims Síðastliðna viku hefur Bandaríkjamaðurinn Joe Rogan verið milli tannanna á fólki eftir að tónlistarmaðurinn Neil Young auk annarra ákváðu að láta fjarlægja tónlist sína af Spotify. Ástæðan er falsupplýsingar um bóluefni gegn Covid-19 í hlaðvarpi Rogan, The Joe Rogan Experience. 2. febrúar 2022 07:00 Meghan og Harry lýsa yfir áhyggjum vegna falsfrétta Rogan Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan Markle hafa lýst yfir áhyggjum vegna falsfrétta sem sendar séu út á streymisveitunni Spotify. Þau bætast í hóp tónlistarfólks, sem hefur gagnrýnt streymisveituna vegna hlaðvarpsins The Joe Rogan Experience. 30. janúar 2022 14:03 Mest lesið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
Margir hafa beðið lengi í ofvæni eftir nýju hlaðvarpi Meghan Markle. Í hlaðvarpinu tekur Markle viðtöl við hina ýmsu kvenskörunga þar sem markmiðið er að rýna í og fjalla um hluti sem haldi aftur af konum. Eins og áður segir var fyrsti þátturinn gefinn út á þriðjudag en í honum tók hertogaynjan viðtal við tennisgoðsögnina Serenu Williams, sem tilkynnti það nýlega að hún ætli að leggja skóna á hilluna. Þessi fyrsti þáttur fékk fleiri spilanir en hlaðvarp Joe Rogans, The Joe Rogan Experience, sem hefur trónað á toppi hlaðvarpslista Spotify í þrjú ár. Þetta er þó ekki fyrsta skiptið sem Rogan er bolað af toppnum en hann hefur náð að halda sér í toppsætinu, með einstaka hléum í þessi þrjú ár, þar á meðal í vetur þegar hann var harðlega gagnrýndur af ýmsum fyrir falsfréttaflutning um Covid og bóluefni gegn Covid. Spotify birtir ekki hlustunartölur fyrir einstaka hlaðvarpsþætti en talið er að hlustað sé á hvern þátt Rogans allt að ellefu milljón sinnum. Rogan er á samningi við Spotify, sem er eina hlaðvarpsveitan sem gefur út þættina hans, en það hefur vakið harða gagnrýni í gegn um tíðina. Tónlistarfólkið Joni Mitchell og Neil Young sögðu skilið við streymisveituna í vetur eftir að hún neitaði að fjarlægja hlaðvarp Rogans. Það var vegna ágreinings um falsfréttaflutning Rogans af heimsfaraldri kórónuveiru. Þá var Rogan milli tannanna á fólki í febrúar þegar gömul klippa úr hlaðvarpi hans fór á dreifingu um netið þar sem hann gerði grín að Markle og kallaði hana „litla ameríska dræsu.“ Viku eftir að hljóðbrotið fór í dreifingu fjarlægði Spotify 113 þætti af The Joe Rogan Experience en Rogan hafði í aðdraganda þess beðist afsökunar á því á Instagram að hafa notað niðrandi orðbragð um minnihlutahópa í hlaðvarpinu. Meðal þeirra ummæla sem hann baðst afsökunar á var þegar hann líkti hverfi, þar sem meirihluti íbúa er svartur, við kvikmyndina Planet of the Apes.
Spotify Kóngafólk Bandaríkin Harry og Meghan Hollywood Tengdar fréttir Meghan Markle gerist hlaðvarpsstjarna Hertogaynjan Meghan Markle hefur ákveðið að stíga inn í hlaðvarpsheiminn með þáttunum sínum Archetypes. Fyrsti viðmælandi hennar er tennisstjarnan Serena Williams sem nýlega tilkynnti að hún væri að fara að setjast í helgan stein eftir stórfenglegan feril. 25. ágúst 2022 07:30 Rússíbanareið Rogans: Úr bardagahringnum í eitt vinsælasta hlaðvarp heims Síðastliðna viku hefur Bandaríkjamaðurinn Joe Rogan verið milli tannanna á fólki eftir að tónlistarmaðurinn Neil Young auk annarra ákváðu að láta fjarlægja tónlist sína af Spotify. Ástæðan er falsupplýsingar um bóluefni gegn Covid-19 í hlaðvarpi Rogan, The Joe Rogan Experience. 2. febrúar 2022 07:00 Meghan og Harry lýsa yfir áhyggjum vegna falsfrétta Rogan Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan Markle hafa lýst yfir áhyggjum vegna falsfrétta sem sendar séu út á streymisveitunni Spotify. Þau bætast í hóp tónlistarfólks, sem hefur gagnrýnt streymisveituna vegna hlaðvarpsins The Joe Rogan Experience. 30. janúar 2022 14:03 Mest lesið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
Meghan Markle gerist hlaðvarpsstjarna Hertogaynjan Meghan Markle hefur ákveðið að stíga inn í hlaðvarpsheiminn með þáttunum sínum Archetypes. Fyrsti viðmælandi hennar er tennisstjarnan Serena Williams sem nýlega tilkynnti að hún væri að fara að setjast í helgan stein eftir stórfenglegan feril. 25. ágúst 2022 07:30
Rússíbanareið Rogans: Úr bardagahringnum í eitt vinsælasta hlaðvarp heims Síðastliðna viku hefur Bandaríkjamaðurinn Joe Rogan verið milli tannanna á fólki eftir að tónlistarmaðurinn Neil Young auk annarra ákváðu að láta fjarlægja tónlist sína af Spotify. Ástæðan er falsupplýsingar um bóluefni gegn Covid-19 í hlaðvarpi Rogan, The Joe Rogan Experience. 2. febrúar 2022 07:00
Meghan og Harry lýsa yfir áhyggjum vegna falsfrétta Rogan Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan Markle hafa lýst yfir áhyggjum vegna falsfrétta sem sendar séu út á streymisveitunni Spotify. Þau bætast í hóp tónlistarfólks, sem hefur gagnrýnt streymisveituna vegna hlaðvarpsins The Joe Rogan Experience. 30. janúar 2022 14:03