Bíó og sjónvarp

Veitingastaðareigandinn úr Beverly Hills er látinn

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Joe Tata með kollega sínum Tiffani Thiessen úr Beverly Hills 90210.
Joe Tata með kollega sínum Tiffani Thiessen úr Beverly Hills 90210. Skjáskot

Joe E. Tata, sem lék Nat, eiganda Peach Pit veitingastaðarins, í sjónvarpsþáttunum Beverly Hills, 90210, er látinn. Tata var orðinn 85 ára gamall en hafði glímt við Alzheimer frá árinu 2014. 

Margir muna eflaust eftir Tata úr hinum sígildu bandarísku sjónvarpsþáttum Beverly Hills 90210. Hann lék þar Nat eiganda Peach Pit, sem aðalsöguhetjur þáttanna, þau Brandon, Brenda, Dylan, Kelly og fleiri, sóttu nær daglega eftir skóla. 

Tata lék í 238 þáttum af alls 293 sem gerðir voru af Beverly Hills 90210. Þá kom hann einnig fyrir nokkrum sinnum í endurgerð þáttanna, sem hét 90210. Auk þessa lék hann í Magnum P.I., The Rockford Files, Hill Street Blues, Batman og The A-Team. 

Ian Ziering, sem lék með honum í Beverly Hills, skrifar á samfélagsmiðlum að Tata hafi verið goðsögn í faginu. 

„Ég man eftir að hafa séð hann í The Rockford Files með James Garner mörgum árum áður en við urðum samstarfsmenn í 90210. Hann lék líka oft einn af vondu köllunum í Batman-þáttunum. Hann var einn hamingjusamasti maður sem ég hef unnið með, hann hikaði ekki við að leiðbeina manni og sýna manni vinsemd,“ skrifar Ziering. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.