Einn gegn öllum Bryndís Schram skrifar 28. ágúst 2022 07:01 Sumarið 1990 var haldin fjölþjóðleg ráðstefna um mannréttindamál í Kaupmannahöfn. Þar voru samankomnir utanríkisráðherrar Evrópuríkja, Bandaríkjnna og Kanada. Og meðal gesta voru utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna, sem hafði verið boðið sérstaklega sem nýfrjálsum þjóðum. Þegar fulltrúar Sovétríkjanna sáu hvers kyns var, stóðu þeir upp og hótuðu að yfirgefa salinn, nema „þessum mönnum“ yrði vísað á dyr. Þeirra lönd væru hluti af Sovétríkjunum og þess vegna ættu þeir ekkert erindi á þennan fund. Til þess að halda friðinn lúffaði Uffe, utanríkisráðherra Dana, sem var gestgjafinn. Fulltrúum Eystrasaltsþjóða var vísað á dyr. Þar með var eiginlega botninn sleginn úr þessari ráðstefnu um mannréttindi í lok Kalda stríðsins. Salurinn var þéttskipaður ráðherrum og sérfræðingum þeirra. Og nú átti að halda áfram, eins og ekkert hefði í skorist. En það fór á annan veg. Þegar kom að Jóni Baldvini í ræðustól, lagði hann frá sér fyrirframsamda ræðu og talaði eins og hugurinn bauð – beint frá hjartanu. Hann tók upp vörn fyrir þessi smáríki og fór hörðum orðum um ófyrirgefanlega framkomu stórveldanna. Svokölluð mannréttindi væru greinilega bara orðin tóm og einskis metin, þegar á reyndi – og brotin á þeim, sem síst skyldi. Enginn annar lagði honum lið né tjáði sig um málið. En enginn hinna viðstöddu – né þeirra brottreknu – gat heldur gleymt þessu augnablíki í sögunni. Þessi atburður í Kaupmannahöfn var eflaust það, sem Landsbergis hafði í huga, þegar hann sagði í símann við Jón Baldvin:“Ef þú meinar eitthvað...... komdu strax. Við væntum hjálpar frá NATO, en þeir þora ekki“. Í ágúst þetta sama ár (1991) var gerð tilraun til stjórnarbyltingar í Moskvu. Allt fór upp í loft.Við munum eftir mynd af glaðhlakkalegum og gleiðfættum Boris Yeltsin uppi á skriðdreka með krepptan hnefa – „Nú er það ég sem ræð“. En var það svo? Hvort var það Gorbachev, Yeltsin eða gamla KGB-klíkan, sem fór með völdin þessa viku? Allt var í óvissu. Og nú var um að gera að nota tímann – nota sér tómarúmið, sem hafði skapast. NATO boðaði til skyndifundar í Brussel. Niðurstaðan af þeim fundi var sú að bíða og sjá, hverju fram yndi. Jón Baldvin lýsti því yfir í stuttri ræðu, að hann væri ekki á sama máli. Nú væri lag – annað hvort að hrökkva eða stökkva. Pólitískt tómarúm – upplausnarástand í Kreml. En Nato vildi bara sitja hjá og - bíða átekta. Þegar ég lít til baka, finnst mér eins og ég hafi verið með honum þennan dag í Brussel – og sérstaklega þetta kvöld í Kaupmannahöfn á heimleiðinni. En auðvitað var ég það ekki nema í huganum. Það má eiginlega segja, að Jón Baldvin hafi hertekið sendiráð Íslands þetta kvöld – og fram á nótt. Hann settist við símann. Það tók alla nóttina að ná sambandi við hinar hersetnu höfuðborgir, Tallinn, Riga og Vilníus. Þar biðu menn milli vonar og ótta eftir tíðindum frá Moskvu. Enginn vissi, hver staðan yrði að morgni næsta dags – hver hefði völdin. Undir morgun höfðu allir utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna þegið boð Íslands um að mæta til fundar í Reykjavík innan þriggja daga. Lyklinum var skilað til sendiherra með þakklæti fyrir lánið. Svo var stokkið upp í næstu flugvél og flogið heim. Þegar ég lít til baka, hvarflar það að mér, að enginn – eða fáir – hafi áttað sig á mikilvægi þessa fundar, eða hvað þessi fundur – eða athöfn – átti eftir að draga langan slóða á eftir sér, breyta miklu Í lífi okkar sjálfra og annarra. Mér var ekki boðið að vera viðstödd – ætli ég hafi ekki bara gleymst. En þegar ég skoða myndir frá athöfninni í Höfða, þá má lesa það af svip gestanna þriggja – og gestgjafans – að þeir voru mjög hamingjusamir þennan dag. Þeir „brosa gegnum tárin“. Langþráðum áfanga náð. Fengelsismúrarnir endanlega að hrynja. Þessi saga byrjaði með því, að fyrir þrjátíu árum stóð einn maður upp – einn gegn öllum – og mótmælti rangsleitni og þöggun. Þrjátíu árum síðar, þegar þessi saga er rifjuð upp og fulltrúar hinna hernumdu þjóða vilja þakka fyrir sig, þá er einum manni úthýst. Þeim hinum sama og mótmælti í upphafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Schram Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sumarið 1990 var haldin fjölþjóðleg ráðstefna um mannréttindamál í Kaupmannahöfn. Þar voru samankomnir utanríkisráðherrar Evrópuríkja, Bandaríkjnna og Kanada. Og meðal gesta voru utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna, sem hafði verið boðið sérstaklega sem nýfrjálsum þjóðum. Þegar fulltrúar Sovétríkjanna sáu hvers kyns var, stóðu þeir upp og hótuðu að yfirgefa salinn, nema „þessum mönnum“ yrði vísað á dyr. Þeirra lönd væru hluti af Sovétríkjunum og þess vegna ættu þeir ekkert erindi á þennan fund. Til þess að halda friðinn lúffaði Uffe, utanríkisráðherra Dana, sem var gestgjafinn. Fulltrúum Eystrasaltsþjóða var vísað á dyr. Þar með var eiginlega botninn sleginn úr þessari ráðstefnu um mannréttindi í lok Kalda stríðsins. Salurinn var þéttskipaður ráðherrum og sérfræðingum þeirra. Og nú átti að halda áfram, eins og ekkert hefði í skorist. En það fór á annan veg. Þegar kom að Jóni Baldvini í ræðustól, lagði hann frá sér fyrirframsamda ræðu og talaði eins og hugurinn bauð – beint frá hjartanu. Hann tók upp vörn fyrir þessi smáríki og fór hörðum orðum um ófyrirgefanlega framkomu stórveldanna. Svokölluð mannréttindi væru greinilega bara orðin tóm og einskis metin, þegar á reyndi – og brotin á þeim, sem síst skyldi. Enginn annar lagði honum lið né tjáði sig um málið. En enginn hinna viðstöddu – né þeirra brottreknu – gat heldur gleymt þessu augnablíki í sögunni. Þessi atburður í Kaupmannahöfn var eflaust það, sem Landsbergis hafði í huga, þegar hann sagði í símann við Jón Baldvin:“Ef þú meinar eitthvað...... komdu strax. Við væntum hjálpar frá NATO, en þeir þora ekki“. Í ágúst þetta sama ár (1991) var gerð tilraun til stjórnarbyltingar í Moskvu. Allt fór upp í loft.Við munum eftir mynd af glaðhlakkalegum og gleiðfættum Boris Yeltsin uppi á skriðdreka með krepptan hnefa – „Nú er það ég sem ræð“. En var það svo? Hvort var það Gorbachev, Yeltsin eða gamla KGB-klíkan, sem fór með völdin þessa viku? Allt var í óvissu. Og nú var um að gera að nota tímann – nota sér tómarúmið, sem hafði skapast. NATO boðaði til skyndifundar í Brussel. Niðurstaðan af þeim fundi var sú að bíða og sjá, hverju fram yndi. Jón Baldvin lýsti því yfir í stuttri ræðu, að hann væri ekki á sama máli. Nú væri lag – annað hvort að hrökkva eða stökkva. Pólitískt tómarúm – upplausnarástand í Kreml. En Nato vildi bara sitja hjá og - bíða átekta. Þegar ég lít til baka, finnst mér eins og ég hafi verið með honum þennan dag í Brussel – og sérstaklega þetta kvöld í Kaupmannahöfn á heimleiðinni. En auðvitað var ég það ekki nema í huganum. Það má eiginlega segja, að Jón Baldvin hafi hertekið sendiráð Íslands þetta kvöld – og fram á nótt. Hann settist við símann. Það tók alla nóttina að ná sambandi við hinar hersetnu höfuðborgir, Tallinn, Riga og Vilníus. Þar biðu menn milli vonar og ótta eftir tíðindum frá Moskvu. Enginn vissi, hver staðan yrði að morgni næsta dags – hver hefði völdin. Undir morgun höfðu allir utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna þegið boð Íslands um að mæta til fundar í Reykjavík innan þriggja daga. Lyklinum var skilað til sendiherra með þakklæti fyrir lánið. Svo var stokkið upp í næstu flugvél og flogið heim. Þegar ég lít til baka, hvarflar það að mér, að enginn – eða fáir – hafi áttað sig á mikilvægi þessa fundar, eða hvað þessi fundur – eða athöfn – átti eftir að draga langan slóða á eftir sér, breyta miklu Í lífi okkar sjálfra og annarra. Mér var ekki boðið að vera viðstödd – ætli ég hafi ekki bara gleymst. En þegar ég skoða myndir frá athöfninni í Höfða, þá má lesa það af svip gestanna þriggja – og gestgjafans – að þeir voru mjög hamingjusamir þennan dag. Þeir „brosa gegnum tárin“. Langþráðum áfanga náð. Fengelsismúrarnir endanlega að hrynja. Þessi saga byrjaði með því, að fyrir þrjátíu árum stóð einn maður upp – einn gegn öllum – og mótmælti rangsleitni og þöggun. Þrjátíu árum síðar, þegar þessi saga er rifjuð upp og fulltrúar hinna hernumdu þjóða vilja þakka fyrir sig, þá er einum manni úthýst. Þeim hinum sama og mótmælti í upphafi.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun