Sassuolo tók stig af ítölsku meisturunum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. ágúst 2022 18:27 Sassuolo og AC Milan skiptu stigunum bróðurlega á milli sín í kvöld. Claudio Villa/AC Milan via Getty Images Sassuolo gerði sér lítið fyrir og tók stig gegn Ítalíumeisturum AC Milan er liðin mættust á Stadio Mapei í Sassuolo í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 0-0 í heldur bragðdaufum leik. Eins og við var að búast voru það gestirnir í AC Milan sem voru meira með boltann í kvöld, en bæði lið náðu þó að skapa sér einstaka færi til að koma boltanum í netið. Besta færi leiksins kom þó líklega eftir rúmlega tuttugu mínútna leik þegar Alexis Saelemaekers braut á Giorgos Kyriakopoulos innan teigs og vítaspyrna dæmd. Domenico Berardi fékk þá tækifæri til að koma heimamönnum í Sassuolo í forystu, en Mike Maignan varði vel í marki AC Milan. Þrátt fyrir yfirburði gestanna það sem eftir lifði leiks tókst þeim ekki að finna netmöskvana og niðurstaðan því markalaust jafntefli. AC Milan tyllti sér á topp deildarinnar með þessu stigi, en þó líklega aðeins tímabundið. Liðið er nú með átta stig eftir fjóra leiki, þremur stigum meira en Sassuolo sem situr í tíunda sæti. Liðin í 2.-9. sæti eiga öll leik til góða á AC Milan og því á líklega mikið eftir að breytast á toppi deildarinnar áður en umferðin klárast. Fótbolti Ítalski boltinn
Sassuolo gerði sér lítið fyrir og tók stig gegn Ítalíumeisturum AC Milan er liðin mættust á Stadio Mapei í Sassuolo í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 0-0 í heldur bragðdaufum leik. Eins og við var að búast voru það gestirnir í AC Milan sem voru meira með boltann í kvöld, en bæði lið náðu þó að skapa sér einstaka færi til að koma boltanum í netið. Besta færi leiksins kom þó líklega eftir rúmlega tuttugu mínútna leik þegar Alexis Saelemaekers braut á Giorgos Kyriakopoulos innan teigs og vítaspyrna dæmd. Domenico Berardi fékk þá tækifæri til að koma heimamönnum í Sassuolo í forystu, en Mike Maignan varði vel í marki AC Milan. Þrátt fyrir yfirburði gestanna það sem eftir lifði leiks tókst þeim ekki að finna netmöskvana og niðurstaðan því markalaust jafntefli. AC Milan tyllti sér á topp deildarinnar með þessu stigi, en þó líklega aðeins tímabundið. Liðið er nú með átta stig eftir fjóra leiki, þremur stigum meira en Sassuolo sem situr í tíunda sæti. Liðin í 2.-9. sæti eiga öll leik til góða á AC Milan og því á líklega mikið eftir að breytast á toppi deildarinnar áður en umferðin klárast.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti