LeBron með sonunum á forsíðu SI: Ætlar að spila með þeim báðum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. ágúst 2022 14:01 LeBron James ásamt sonum sínum á forsíðu Sports Illustrated. sports illustrated Tuttugu árum eftir að hann prýddi forsíðu Sports Illustrated í fyrsta sinn er LeBron James á forsíðu íþróttatímaritsins fræga í nýjasta hefti þess. Með honum á forsíðunni eru synir hans, Bronny og Bryce. Frægt var þegar LeBron, þá aðeins sautján ára, var á forsíðu Sports Illustrated 2002 undir yfirskriftinni „Hinn útvaldi“. Hann hefur svo sannarlega staðið undir þeim gríðarlega miklu væntingum sem gerðar voru til hans og er enn í hópi bestu leikmanna NBA-deildarinnar, þrátt fyrir að hann verði 38 ára í lok árs. WHOA!!!! Just kids from Akron!!!! The Chosen One x The Chosen Sons #JamesGang #TheLegecyContinues Jeffery A. Salter @SInow https://t.co/m7YE9nHthw pic.twitter.com/ShWIvGWO86— LeBron James (@KingJames) August 30, 2022 LeBron er hvergi nærri hættur og hefur framlengt samning sinn við Los Angeles Lakers. Í viðtalinu við Sports Illustrated segist hann ætla að spila fram á fimmtugsaldurinn og með sonum sínum. LeBron hefur áður sagst ætla að spila með Bronny, sem verður átján ára í byrjun október, og hann vonast einnig til að geta spilað með Bryce sem er fimmtán ára. „Mér finnst ég geta spilað lengur. Þetta snýst um líkamlegt ástand og það sem er kannski mikilvægara, andlegu hliðina. Ef hugurinn er skarpur og ferskur eru mér engin takmörk sett. En við sjáum til,“ sagði LeBron við Sports Illustrated. Á forsíðunni er hann í hlýrabol með mynd af forsíðunni frægu frá 2002 og yfirskriftin, „The Chosen Sons“, vísar í yfirskriftina á gömlu forsíðunni, „The Chosen One“. 2002 2022The Chosen One x The Chosen Sons https://t.co/WE2aP1d1j3 pic.twitter.com/Ns9BQcEnha— Sports Illustrated (@SInow) August 30, 2022 Bronny og Bryce eru báðir í Sierra Canyon menntaskólanum í Kaliforníu. Þeir eru báðir undir smásjá stórra háskóla í Bandaríkjunum. LeBron var næststigahæstur leikmaður NBA á síðasta tímabili með 30,3 stig að meðaltali í leik. Auk þess tók hann 8,2 fráköst og gaf 6,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Gengi Lakers var þó ekki gott og liðið komst ekki í úrslitakeppnina. NBA Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Sjá meira
Frægt var þegar LeBron, þá aðeins sautján ára, var á forsíðu Sports Illustrated 2002 undir yfirskriftinni „Hinn útvaldi“. Hann hefur svo sannarlega staðið undir þeim gríðarlega miklu væntingum sem gerðar voru til hans og er enn í hópi bestu leikmanna NBA-deildarinnar, þrátt fyrir að hann verði 38 ára í lok árs. WHOA!!!! Just kids from Akron!!!! The Chosen One x The Chosen Sons #JamesGang #TheLegecyContinues Jeffery A. Salter @SInow https://t.co/m7YE9nHthw pic.twitter.com/ShWIvGWO86— LeBron James (@KingJames) August 30, 2022 LeBron er hvergi nærri hættur og hefur framlengt samning sinn við Los Angeles Lakers. Í viðtalinu við Sports Illustrated segist hann ætla að spila fram á fimmtugsaldurinn og með sonum sínum. LeBron hefur áður sagst ætla að spila með Bronny, sem verður átján ára í byrjun október, og hann vonast einnig til að geta spilað með Bryce sem er fimmtán ára. „Mér finnst ég geta spilað lengur. Þetta snýst um líkamlegt ástand og það sem er kannski mikilvægara, andlegu hliðina. Ef hugurinn er skarpur og ferskur eru mér engin takmörk sett. En við sjáum til,“ sagði LeBron við Sports Illustrated. Á forsíðunni er hann í hlýrabol með mynd af forsíðunni frægu frá 2002 og yfirskriftin, „The Chosen Sons“, vísar í yfirskriftina á gömlu forsíðunni, „The Chosen One“. 2002 2022The Chosen One x The Chosen Sons https://t.co/WE2aP1d1j3 pic.twitter.com/Ns9BQcEnha— Sports Illustrated (@SInow) August 30, 2022 Bronny og Bryce eru báðir í Sierra Canyon menntaskólanum í Kaliforníu. Þeir eru báðir undir smásjá stórra háskóla í Bandaríkjunum. LeBron var næststigahæstur leikmaður NBA á síðasta tímabili með 30,3 stig að meðaltali í leik. Auk þess tók hann 8,2 fráköst og gaf 6,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Gengi Lakers var þó ekki gott og liðið komst ekki í úrslitakeppnina.
NBA Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Sjá meira