Vígðu fyrsta heimagerða flugmóðurskipið Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2022 17:16 INS Vikrant, við sjóprufanir í ágúst. AP/Sjóher Indlands Indverjar vígðu í dag fyrsta heimabyggða flugmóðurskip ríkisins. INS Vikrant er eitt af tveimur starfræktum flugmóðurskipum Indverja en ráðamenn í Indlandi vilja auka mátt flota ríkisins og auka skipasmíðagetu Indlands til að sporna gegn auknum umsvifum Kína. AP fréttaveitan hefur eftir Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, að um mikilvægan og sögulegan áfanga sér að ræða þar sem Indland sé nú eitt fárra ríkja heimsins sem framleiði eigin flugmóðurskip. Þá segir varnarmálaráðuneyti Indlands að rúmlega 75 prósent allra þeirra aðfanga og hluta sem þurftu til að smíða skipið hafi verið keypt innanlands. Smíði skipsins tók sex árum lengur en upprunalega var talið og fór kostnaður einnig mikið fram úr áætlunum. Vonast er til þess að skipið verði fullklárað fyrir árslok 2023. Flugmóðurskipið er 262 metra langt, þróað af indverska flotanum og byggt í suðurhluta landsins. Það er stærsta herskip sem smíðað hefur verið í Indlandi og getur borið allt að 1.600 manns í áhöfn og þrjátíu orrustuþotur og þyrlur. Fyrir eiga Indverjar flugmóðurskipið INS Vikramaditya sem keypt var af Rússum árið 2004. Indverskir sjóliðar í myndatöku á flugdekki flugmóðurskipsins.AP/Prakash Elamakkara Indverjar ætla í fyrstu að hafa MiG-29K orrustuþotur um borð í flugmóðurskipinu en samkvæmt AP stendur til að kaupa Rafale-M þotur frá Frakklandi og F/A-18 Block III Super Hornet orrustuþotur frá Bandaríkjunum. Modi sagði í dag að indverska ríkið ætlaði að næstu árum að auka fjárútlát til sjóhersins töluvert. Það er að miklu leyti rekið til aukinna umsvifa Kínverja í vestanverðu Kyrrahafi og Indlandshafi. Sjóher Kína hefur staðið í nútímavæðingu um árabil og hafa forsvarsmenn hans unnið hörðum höndum að því að gera kínverska flotanum kleift að starfa lengra og lengra frá meginlandi Kína. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að kínverska flotann samanstanda af 355 skipum, þar á meðal kafbátum, og stefnt sé að því að árið 2025 verði skipin 420 og 460 árið 2030. Indverski flotinn samanstendur af tveimur flugmóðurskipum, tíu tundurspillum, tólf freigátum og tuttugu smærri skipum. Indland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
AP fréttaveitan hefur eftir Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, að um mikilvægan og sögulegan áfanga sér að ræða þar sem Indland sé nú eitt fárra ríkja heimsins sem framleiði eigin flugmóðurskip. Þá segir varnarmálaráðuneyti Indlands að rúmlega 75 prósent allra þeirra aðfanga og hluta sem þurftu til að smíða skipið hafi verið keypt innanlands. Smíði skipsins tók sex árum lengur en upprunalega var talið og fór kostnaður einnig mikið fram úr áætlunum. Vonast er til þess að skipið verði fullklárað fyrir árslok 2023. Flugmóðurskipið er 262 metra langt, þróað af indverska flotanum og byggt í suðurhluta landsins. Það er stærsta herskip sem smíðað hefur verið í Indlandi og getur borið allt að 1.600 manns í áhöfn og þrjátíu orrustuþotur og þyrlur. Fyrir eiga Indverjar flugmóðurskipið INS Vikramaditya sem keypt var af Rússum árið 2004. Indverskir sjóliðar í myndatöku á flugdekki flugmóðurskipsins.AP/Prakash Elamakkara Indverjar ætla í fyrstu að hafa MiG-29K orrustuþotur um borð í flugmóðurskipinu en samkvæmt AP stendur til að kaupa Rafale-M þotur frá Frakklandi og F/A-18 Block III Super Hornet orrustuþotur frá Bandaríkjunum. Modi sagði í dag að indverska ríkið ætlaði að næstu árum að auka fjárútlát til sjóhersins töluvert. Það er að miklu leyti rekið til aukinna umsvifa Kínverja í vestanverðu Kyrrahafi og Indlandshafi. Sjóher Kína hefur staðið í nútímavæðingu um árabil og hafa forsvarsmenn hans unnið hörðum höndum að því að gera kínverska flotanum kleift að starfa lengra og lengra frá meginlandi Kína. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að kínverska flotann samanstanda af 355 skipum, þar á meðal kafbátum, og stefnt sé að því að árið 2025 verði skipin 420 og 460 árið 2030. Indverski flotinn samanstendur af tveimur flugmóðurskipum, tíu tundurspillum, tólf freigátum og tuttugu smærri skipum.
Indland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira