CNN greinir frá því að Gazprom hafi tilkynnt að olíuleki hafi fundist við þjöppustöð og seinki það áætluðu viðhaldi. Í yfirlýsingu frá orkurisanum sé því komið á framfæri að gasflæðið hafi verið stöðvað að fullu og verði ekki sett aftur af stað fyrr en lausn finnist á olíulekanum.
Mikil ólga hefur ríkt í Evrópu vegna Nord Stream 1 gasleiðslunnar og óttist margar Evrópuþjóðir að ekki verði til nóg af gasi fyrir veturinn. Leiðslunni var lokað vegna árlegs viðhalds í sumar og hafi afköst leiðslunnar hrundið niður í tuttugu prósent af því sem áður var.