Engin tilboð bárust í Vífilsstaði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. september 2022 13:42 Willum Þór Þórsson er heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Engin tilboð bárust í starfsemi öldunardeildar Landspítalans á Vífilsstöðum í Garðabæ, og því verður ekkert af útboði á henni á þessu ári. Heilbrigðisráðherra segir að áhugi fyrir rekstrinum verði áfram kannaður. Um sé að ræða starfsemi sem Landspítalinn eigi ekki að vera í. „Við auglýstum þetta og kölluðum eftir rekstraraðilum. Það voru einhverjir sem sýndu áhuga en gerðu ekki tilboð. Þetta er bara svona í biðstöðu. Það sem er mikilvægast í þessu er að þetta gerist í samvinnu við Landspítalann, sem er með reksturinn, og með nægjanlega góðum fyrirvara gagnvart starfsfólkinu. Þannig að það verður ekkert úr þessu á þessu ári,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Áhugi á starfseminni verði þó áfram kannaður, því viðlíka starfsemi og nú er á Vífilsstöðum verði það ekki til frambúðar. „Við erum kannski að tala um einhver fjögur ár í þessu húsnæði, en á sama tíma verðum við að byggja upp þjónustu,“ sagði Willum, og bætti því við að hann vissi ekki nákvæmlega hvað kæmi í staðinn á Vífilsstöðum. Barátta um takmarkaðan mannauð Þrátt fyrir að engin tilboð hafi borist í starfsemi Vífilsstaða sé engu að síður áhugi fyrir því að sinna öldruðu fólki. „Við eigum auðvitað fjölmarga aðila sem gera það, og gera það mjög vel. Við erum öll að keppast um raunverulega takmarkaðan mannauð, og þurfum einhvern veginn að finna fleti á því að vinna þetta betur saman.“ Það sé þrautinni þyngra að manna starfsemi sem tekin er yfir með þeim hætti sem fyrirhugað var að Vífilsstaðir yrðu. „Fyrir Landspítalann þá er þetta auðvitað, eins og kemur fram í McKinsey-skýrslu, rekstur sem spítalinn á ekki að vera að standa í.“ Starfsfólki létt Á Vífilsstöðum er tekið á móti sjúklingum sem hafa lokið meðferð á Landspítala og bíða þess að fá flutning á hjúkrunarheimili. Í samtali við fréttastofu sagði Kristófer Ingi Svavarsson, trúnaðarmaður Sameykis á Vífilsstöðum, að starfsfólki sé létt að ekkert verði af útboðinu um sinn og að óvissu um það hafi verið eytt. Starfsfólk búi margt í grennd við Vífilsstaði og hafi síður viljað vera fært til í starfi langt frá heimili sínu. Í skoðanagrein sem Kristófer ritaði á Vísi á dögunum fór hann hörðum orðum um fyrirhugað útboð, en hana má nálgast hér að neðan. Landspítalinn Eldri borgarar Garðabær Hjúkrunarheimili Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
„Við auglýstum þetta og kölluðum eftir rekstraraðilum. Það voru einhverjir sem sýndu áhuga en gerðu ekki tilboð. Þetta er bara svona í biðstöðu. Það sem er mikilvægast í þessu er að þetta gerist í samvinnu við Landspítalann, sem er með reksturinn, og með nægjanlega góðum fyrirvara gagnvart starfsfólkinu. Þannig að það verður ekkert úr þessu á þessu ári,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Áhugi á starfseminni verði þó áfram kannaður, því viðlíka starfsemi og nú er á Vífilsstöðum verði það ekki til frambúðar. „Við erum kannski að tala um einhver fjögur ár í þessu húsnæði, en á sama tíma verðum við að byggja upp þjónustu,“ sagði Willum, og bætti því við að hann vissi ekki nákvæmlega hvað kæmi í staðinn á Vífilsstöðum. Barátta um takmarkaðan mannauð Þrátt fyrir að engin tilboð hafi borist í starfsemi Vífilsstaða sé engu að síður áhugi fyrir því að sinna öldruðu fólki. „Við eigum auðvitað fjölmarga aðila sem gera það, og gera það mjög vel. Við erum öll að keppast um raunverulega takmarkaðan mannauð, og þurfum einhvern veginn að finna fleti á því að vinna þetta betur saman.“ Það sé þrautinni þyngra að manna starfsemi sem tekin er yfir með þeim hætti sem fyrirhugað var að Vífilsstaðir yrðu. „Fyrir Landspítalann þá er þetta auðvitað, eins og kemur fram í McKinsey-skýrslu, rekstur sem spítalinn á ekki að vera að standa í.“ Starfsfólki létt Á Vífilsstöðum er tekið á móti sjúklingum sem hafa lokið meðferð á Landspítala og bíða þess að fá flutning á hjúkrunarheimili. Í samtali við fréttastofu sagði Kristófer Ingi Svavarsson, trúnaðarmaður Sameykis á Vífilsstöðum, að starfsfólki sé létt að ekkert verði af útboðinu um sinn og að óvissu um það hafi verið eytt. Starfsfólk búi margt í grennd við Vífilsstaði og hafi síður viljað vera fært til í starfi langt frá heimili sínu. Í skoðanagrein sem Kristófer ritaði á Vísi á dögunum fór hann hörðum orðum um fyrirhugað útboð, en hana má nálgast hér að neðan.
Landspítalinn Eldri borgarar Garðabær Hjúkrunarheimili Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira