Hollenskir bakarar bangnir um eigið lifibrauð Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 6. september 2022 23:05 Hollensk bakarí hræðast ört hækkandi orkukostnað. Getty/Helen King Félag hollenskra brauð- og sætabrauðsbakara er sagt hafa sent frá sér heilsíðu auglýsingu í dagblaði þar í landi á dögunum þar sem meðlimir lýsa yfir áhyggjum vegna hækkandi orkukostnaðar. Bakaríin séu í mikilli hættu. Orkukostnaður hefur hækkað víða á meginlandi Evrópu á seinustu misserum, þar er innrás Rússlands í Úkraínu sögð hafa mikil áhrif. Í kjölfar innrásarinnar hefur rússneska orkufyrirtækið Gazprom flutt lítið gas til Evrópu í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna. Nú hefur flæðið verið stöðvað algjörlega en orkufyrirtækið bar fyrir sig olíuleka við þjöppustöð og er óvíst hvenær gasflutningar hefjast á ný. Evrópa hefur svo sannarlega fundið fyrir þessum gasvandræðum en Íslendingar á meginlandinu hafa margir hverjir upplifað mikla hækkun á orkukostnaði á eigin skinni. Eiríkur Ragnarsson sem er búsettur í Marburg greindi frá því í samtali við fréttastofu á dögunum að hann hafi gripið til þess að birgja sig upp af timbri fyrir veturinn til þess að komast hjá því að nota gas. Yfirlýsingin frá umræddu bakarafélagi í Hollandi kemur því ekki á óvart en félagið inniheldur 1600 meðlimi. Einhverjir innan félagsins eru sagðir hafa upplifað tífalda hækkun á orkukostnaði. Mörg rótgróin fjölskyldufyrirtæki séu á barmi þess að þurfa að skella í lás vegna ástandsins. Reuters greinir frá þessu. Orkusamningar sumra bakaría séu að renna sitt skeið og megi sum búast við því að orkukostnaðurinn hækki úr 3.000 evrum í 30.000 evrur á mánuði eða úr 432 þúsund krónum í 4,3 milljónir króna á mánuði. Rafmagnsofnar í stað þeirra sem séu gasknúnir séu ekki möguleiki fyrir mörg stærri bakarí vegna slæmrar stöðu innviða. Ekki sé heldur hægt að láta hækkun sem þessa koma út í hækkuðu verði á brauði. Bakarí treysta því nú á að hollensk stjórnvöld grípi inn í vegna kostnaðarins sem fyrst, til dæmis með einhverskonar verðþaki. Orkumál Holland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Orkukostnaður hefur hækkað víða á meginlandi Evrópu á seinustu misserum, þar er innrás Rússlands í Úkraínu sögð hafa mikil áhrif. Í kjölfar innrásarinnar hefur rússneska orkufyrirtækið Gazprom flutt lítið gas til Evrópu í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna. Nú hefur flæðið verið stöðvað algjörlega en orkufyrirtækið bar fyrir sig olíuleka við þjöppustöð og er óvíst hvenær gasflutningar hefjast á ný. Evrópa hefur svo sannarlega fundið fyrir þessum gasvandræðum en Íslendingar á meginlandinu hafa margir hverjir upplifað mikla hækkun á orkukostnaði á eigin skinni. Eiríkur Ragnarsson sem er búsettur í Marburg greindi frá því í samtali við fréttastofu á dögunum að hann hafi gripið til þess að birgja sig upp af timbri fyrir veturinn til þess að komast hjá því að nota gas. Yfirlýsingin frá umræddu bakarafélagi í Hollandi kemur því ekki á óvart en félagið inniheldur 1600 meðlimi. Einhverjir innan félagsins eru sagðir hafa upplifað tífalda hækkun á orkukostnaði. Mörg rótgróin fjölskyldufyrirtæki séu á barmi þess að þurfa að skella í lás vegna ástandsins. Reuters greinir frá þessu. Orkusamningar sumra bakaría séu að renna sitt skeið og megi sum búast við því að orkukostnaðurinn hækki úr 3.000 evrum í 30.000 evrur á mánuði eða úr 432 þúsund krónum í 4,3 milljónir króna á mánuði. Rafmagnsofnar í stað þeirra sem séu gasknúnir séu ekki möguleiki fyrir mörg stærri bakarí vegna slæmrar stöðu innviða. Ekki sé heldur hægt að láta hækkun sem þessa koma út í hækkuðu verði á brauði. Bakarí treysta því nú á að hollensk stjórnvöld grípi inn í vegna kostnaðarins sem fyrst, til dæmis með einhverskonar verðþaki.
Orkumál Holland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira