Umdeild vítaspyrna batt enda á sigurgöngu United Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. september 2022 20:56 Lisandro Martinez fékk dæmda á sig umdeilda vítaspyrnu í kvöld. Jan Kruger - UEFA/UEFA via Getty Images Eftir fjóra sigurleiki í röð mátti enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United þola 0-1 tap er liðið tók á móti Real Sociedad í fyrstu umferð E-riðils Evrópudeildarinnar í fótbolta í kvöld. Eins og við var að búast söfnuðust leikmenn liðanna saman á miðjuhringnum fyrir leik til að minnast Elísabetar II Bretlandsdrottningar sem lést fyrr í dag með mínútuþögn. Fyrri hálfleikur leiksins var nokkuð bragðdaufur og hvorugu liðinu tókst að brjóta ísinn fyrir hlé. Staðan var því enn markalaus þegar gengið var til búningsherbergja. Það dró þó loksins til tíðinda eftir tæplega klukkutíma leik þegar David Silva skaut í átt að marki heimamanna. Miðvörðurinn Lisandro Martinez kom sér fyrir skotið, en boltinn skaust af læri hans og þaðan í höndina á honum og vítaspyrna dæmd. Þrátt fyrir hörð mótmæli heimamanna var dómari leiksins viss í sinni sök og vítaspyrnudómurinn stóð. Brais Mendez fór á punktinn fyrir gestina og skoraði af miklu öryggi framhjá David de Gea í marki United og þar við sat. Niðurstaðan 0-1 sigur gestanna frá Spáni sem eru nú með þrjú stig á toppi E-riðils ásamt Sheriff Tiraspol sem vann 3-0 sigur gegn Omonia Nicosia á sama tíma. Fótbolti Evrópudeild UEFA
Eftir fjóra sigurleiki í röð mátti enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United þola 0-1 tap er liðið tók á móti Real Sociedad í fyrstu umferð E-riðils Evrópudeildarinnar í fótbolta í kvöld. Eins og við var að búast söfnuðust leikmenn liðanna saman á miðjuhringnum fyrir leik til að minnast Elísabetar II Bretlandsdrottningar sem lést fyrr í dag með mínútuþögn. Fyrri hálfleikur leiksins var nokkuð bragðdaufur og hvorugu liðinu tókst að brjóta ísinn fyrir hlé. Staðan var því enn markalaus þegar gengið var til búningsherbergja. Það dró þó loksins til tíðinda eftir tæplega klukkutíma leik þegar David Silva skaut í átt að marki heimamanna. Miðvörðurinn Lisandro Martinez kom sér fyrir skotið, en boltinn skaust af læri hans og þaðan í höndina á honum og vítaspyrna dæmd. Þrátt fyrir hörð mótmæli heimamanna var dómari leiksins viss í sinni sök og vítaspyrnudómurinn stóð. Brais Mendez fór á punktinn fyrir gestina og skoraði af miklu öryggi framhjá David de Gea í marki United og þar við sat. Niðurstaðan 0-1 sigur gestanna frá Spáni sem eru nú með þrjú stig á toppi E-riðils ásamt Sheriff Tiraspol sem vann 3-0 sigur gegn Omonia Nicosia á sama tíma.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti