Elísabet II leiddi Breta í gegnum súrt og sætt í 70 ár Heimir Már Pétursson skrifar 8. september 2022 20:31 Elísabet II, Bretlandsdrottning 1926 - 2022. The Royal Family Elísabet II Bretlandsdrottning hefur leitt bresku þjóðina í gegnum súrt og sætt í sjötíu ár. Hún gerði sér grein fyrir að hún varð drottning fyrir tilviljun örlaganna og yrði að ávinna sér ást og virðingu þjóðarinnar. Fyrstu merki þess að mikilla tíðinda væri að vænta bárust klukkan hálf tólf í morgun þegar birt var tilkynning á vef konungsfjölskyldunnar þar sem greint var frá því að læknar Elísabetar drottningar hefðu áhyggjur af hrakandi heilsu hennar. Mælst væri til þess að hún yrði áfram undir eftirliti lækna. Það færi vel um drottninguna í Balmoral kastala. „Ég held ekki að slík yfirlýsing hefði verið gefin út, vegna þess óróleika sem hún myndi valda hjá þjóðinni og reyndar um allt samveldið, ef ekki væri raunveruleg ástæða fyrir áhyggjum lækna drottningarinnar,“ sagði Matthew Dennison sagnfræðingur um hádegisbil í dag. Drottningin ásamt Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands í miðbæ Reykjavíkur 25. júní 1990.Getty/Tim Graham Fréttin fór sem eldur í sinu um breska samfélagið og barst fljótlega inn í þingsal þar sem umræður stóðu yfir. Sir Lindsay Hoyle forseti breska þingsins stoppaði umræðurnar og lauk þeim með þessum orðum: „Ég veit að ég tala fyrir munn alls þingsins þegar ég segi að við sendum bestu óskir okkar til hennar hátignar drottningarinnar og að hún og konungsfjölskyldan eru í huga okkar og bænum á þessari stundu,“ sagði þingforsetinn. Með Elísabetu II er genginn einn merkasti og virtasti þjóðarleiðtogi heims sem fylgdi þjóð sinni frá efnahagslægð eftirstríðsáranna í gegnum súrt og sætt allt til dagsins í dag. Hún var þjóðhöfðingi 14 annarra ríkja auk Bretlands og leiðtogi samstarfs 54 samveldisríkja sem henni tókst að halda einingu innan. Elísabet náði að setja Liz Truss, sinn fimmtánda forsætisráðherra, í embætti áþriðjudag og Truss tísti í dag að öll þjóðin hefði miklar áhyggjur af tíðindunum af heilsufari drottningar. Á ljósmyndum af fundi þeirra mátti sjá að drottningin var marin á handabaki, að öllum líkindum eftir nál fyrir næringu og lyfjagjöf í æð. Drottningin með núverandi forsætisráðherra Bretlands, Liz Truss í Balmoral kastala þann 6. september síðastliðinn.Getty/Jane Barlow Það eru 101 ár á milli fæðingardags Winston Churchills fyrsta forsætisráðherra hennar og Liz Truss þess síðasta Bretar fögnuðu því í byrjun júní að 70 ár voru liðin frá því Elísabet varð drottning hinn 6. febrúar 1952 þá aðeins 25 ára gömul. Drottningin treysti sér ekki til að taka þátt í öllum hátíðarhöldunum en lét sig þó ekki vanta þegar herþotur flugu henni til heiðurs yfir Buckinghamhöll. Karl ríkisarfi og hin þrjúbörn drottningar ásamt Vilhjálmi og Harry komu til Balmoral fljótlega eftir tíðindin af heilsufari hennar bárust. Karl varð konungur á þeirri stundu sem móðir hans lést. Hann hefur ákveðiðað vera kallaður Karl III. Bretland Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Verður Karl III Bretlandskonungur Karl Bretakonungur, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, verður þekktur sem Karl III Bretlandskonungur. Hann er tekinn við sem konungur Bretlands eftir að móðir hans lést í dag. 8. september 2022 18:44 Elísabet II Bretlandsdrottning er látin Elísabet önnur, drottning Bretlands er látin. Hún var 96 ára gömul. Heilsu drottningarinnar hafði hrakað hratt á undanförnum mánuðum en hún lést í kastala sínum í Skotlandi. 8. september 2022 17:31 Vaktin: „Guð bjargi konunginum“ Elísabet II Bretlandsdrottning er látin. Karl, sonur hennar, er nú orðinn konungur Bretlands. 8. september 2022 13:55 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Fyrstu merki þess að mikilla tíðinda væri að vænta bárust klukkan hálf tólf í morgun þegar birt var tilkynning á vef konungsfjölskyldunnar þar sem greint var frá því að læknar Elísabetar drottningar hefðu áhyggjur af hrakandi heilsu hennar. Mælst væri til þess að hún yrði áfram undir eftirliti lækna. Það færi vel um drottninguna í Balmoral kastala. „Ég held ekki að slík yfirlýsing hefði verið gefin út, vegna þess óróleika sem hún myndi valda hjá þjóðinni og reyndar um allt samveldið, ef ekki væri raunveruleg ástæða fyrir áhyggjum lækna drottningarinnar,“ sagði Matthew Dennison sagnfræðingur um hádegisbil í dag. Drottningin ásamt Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands í miðbæ Reykjavíkur 25. júní 1990.Getty/Tim Graham Fréttin fór sem eldur í sinu um breska samfélagið og barst fljótlega inn í þingsal þar sem umræður stóðu yfir. Sir Lindsay Hoyle forseti breska þingsins stoppaði umræðurnar og lauk þeim með þessum orðum: „Ég veit að ég tala fyrir munn alls þingsins þegar ég segi að við sendum bestu óskir okkar til hennar hátignar drottningarinnar og að hún og konungsfjölskyldan eru í huga okkar og bænum á þessari stundu,“ sagði þingforsetinn. Með Elísabetu II er genginn einn merkasti og virtasti þjóðarleiðtogi heims sem fylgdi þjóð sinni frá efnahagslægð eftirstríðsáranna í gegnum súrt og sætt allt til dagsins í dag. Hún var þjóðhöfðingi 14 annarra ríkja auk Bretlands og leiðtogi samstarfs 54 samveldisríkja sem henni tókst að halda einingu innan. Elísabet náði að setja Liz Truss, sinn fimmtánda forsætisráðherra, í embætti áþriðjudag og Truss tísti í dag að öll þjóðin hefði miklar áhyggjur af tíðindunum af heilsufari drottningar. Á ljósmyndum af fundi þeirra mátti sjá að drottningin var marin á handabaki, að öllum líkindum eftir nál fyrir næringu og lyfjagjöf í æð. Drottningin með núverandi forsætisráðherra Bretlands, Liz Truss í Balmoral kastala þann 6. september síðastliðinn.Getty/Jane Barlow Það eru 101 ár á milli fæðingardags Winston Churchills fyrsta forsætisráðherra hennar og Liz Truss þess síðasta Bretar fögnuðu því í byrjun júní að 70 ár voru liðin frá því Elísabet varð drottning hinn 6. febrúar 1952 þá aðeins 25 ára gömul. Drottningin treysti sér ekki til að taka þátt í öllum hátíðarhöldunum en lét sig þó ekki vanta þegar herþotur flugu henni til heiðurs yfir Buckinghamhöll. Karl ríkisarfi og hin þrjúbörn drottningar ásamt Vilhjálmi og Harry komu til Balmoral fljótlega eftir tíðindin af heilsufari hennar bárust. Karl varð konungur á þeirri stundu sem móðir hans lést. Hann hefur ákveðiðað vera kallaður Karl III.
Bretland Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Verður Karl III Bretlandskonungur Karl Bretakonungur, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, verður þekktur sem Karl III Bretlandskonungur. Hann er tekinn við sem konungur Bretlands eftir að móðir hans lést í dag. 8. september 2022 18:44 Elísabet II Bretlandsdrottning er látin Elísabet önnur, drottning Bretlands er látin. Hún var 96 ára gömul. Heilsu drottningarinnar hafði hrakað hratt á undanförnum mánuðum en hún lést í kastala sínum í Skotlandi. 8. september 2022 17:31 Vaktin: „Guð bjargi konunginum“ Elísabet II Bretlandsdrottning er látin. Karl, sonur hennar, er nú orðinn konungur Bretlands. 8. september 2022 13:55 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Verður Karl III Bretlandskonungur Karl Bretakonungur, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, verður þekktur sem Karl III Bretlandskonungur. Hann er tekinn við sem konungur Bretlands eftir að móðir hans lést í dag. 8. september 2022 18:44
Elísabet II Bretlandsdrottning er látin Elísabet önnur, drottning Bretlands er látin. Hún var 96 ára gömul. Heilsu drottningarinnar hafði hrakað hratt á undanförnum mánuðum en hún lést í kastala sínum í Skotlandi. 8. september 2022 17:31
Vaktin: „Guð bjargi konunginum“ Elísabet II Bretlandsdrottning er látin. Karl, sonur hennar, er nú orðinn konungur Bretlands. 8. september 2022 13:55