Dapurt að ásökunum um kynferðislegt áreiti hafi verið slengt fram Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. september 2022 11:03 Inga Sæland formaður Flokks fólksins stefnir á ferð til Akureyrar til að ræða við þá sem tengjast málinu. vísir/Vilhelm Formaður Flokks fólksins þvertekur fyrir að nokkur í forystusveit flokksins á Akureyri hafi verið sakaður um kynferðislegt áreiti. Hún segir dapurt að því hugtaki hafi verið slengt fram í ásökunum þriggja kvenna innan flokksins því nú liggi allir undir grun. Stjórn Flokks fólksins fundaði í gærkvöldi um ásakanir þriggja kvenna innan flokksins á Akureyri á hendur ónefndum flokksbræðrum sínum. Konurnar sögðust vera sífellt lítilsvirtar og hunsaðar af körlunum, jafnvel kallaðar of geðveikar til að hægt væri að taka mark á þeim og loks segjast þær sumar hafa mátt sæta kynferðislegu áreiti og óviðeigandi framkomu af hálfu karla innan flokksins fyrir norðan. Jón Hjaltason, sem sat í þriðja sæti á lista flokksins, vísaði þessum ásökunum alfarið á bug í samtali við Vísi og hefur tilkynnt að hann muni krefjast lögreglurannsóknar á þessum ásökunum. Hann sagði að þær væru mannorðsskemmandi og óhjákvæmilega liggju nú allir karlar í flokkum fyrir norðan undir grun um kynferðislegt áreiti. Inga Sæland, formaður flokksins, ræddi þessi mál í Bítinu í morgun. „Þess vegna var það náttúrulega dapurt að koma með þetta hugtak, kynferðislega áreitni, fram það er eins og allir liggi þá undir sama grun, sem er ekki. Það er mjög óviðurkvæmilegt. Og ég get sagt það hér að það er enginn í forystusveitinni sem liggur undir neinu slíku ámæli, engu,“ sagði Inga. Stjórn flokksins mun ekki rannsaka ásakanir um kynferðislega áreitni. „Ég segi bara einfaldlega að það er ekki á okkar borði ef það er um eitthvað kynferðislegt að ræða. Þá er það ekki mitt eða stjórnar Flokks fólksins að fara að fjalla um slík mál. Það mál er ekki þannig vaxið að við förum að blanda okkur í það í stjórn Flokks fólksins. Við erum ekki dómstóll eða ákæruvald.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er það helst bréf sem konurnar segja oddvita flokksins Brynjólf Ingvarsson hafa skrifað um þær og hótað að birta sem er til skoðunar. Stjórnin mun á næstunni fara yfir gríðarlegan fjölda tólvupósta milli kvennanna og þeirra karla sem um ræðir. Brynjólfur vildi ekki veita viðtal vegna málsins. Reka ekki „fjölskyldumeðlimi“ að óþörfu Inga segist ekki ætla að flýta sér um of að fella dóm í málinu. Stjórnin ætlar að ferðast til Akureyrar á næstunni til að reyna að ræða við alla sem koma að málinu. „Við náttúrulega gerum allt til þess að vera áfram í fjölskyldunni. Við rekum enga fjölskyldumeðlimi í burtu ef að það er óþarfi. Það liggur í hlutarins eðli,“ segir Inga. Inga sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að stefnt hefði verið á ferð stjórnar norður um helgina en það hefði ekki gengið upp. Fram að helgi væru nóg verkefni að takast á við á þingi og því ljóst að ekkert verður af fundum milli stjórnar og forystunnar á Akureyri fyrr en í næstu viku. Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Flokkur fólksins Akureyri MeToo Tengdar fréttir Hafna alfarið ásökunum um einelti og kynferðislegt áreiti Atburðarásin hefur verið hröð í röðum Flokks fólksins í morgun og virðist starf flokksins á Akureyri í algjöru uppnámi. Jón Hjaltason sem skipar þriðja sæti listans segir ásakanir sem fram hafa komið í morgun mannorðsskemmandi og tilhæfulausar. 13. september 2022 12:53 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Lágmarksrefsing fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Sjá meira
Stjórn Flokks fólksins fundaði í gærkvöldi um ásakanir þriggja kvenna innan flokksins á Akureyri á hendur ónefndum flokksbræðrum sínum. Konurnar sögðust vera sífellt lítilsvirtar og hunsaðar af körlunum, jafnvel kallaðar of geðveikar til að hægt væri að taka mark á þeim og loks segjast þær sumar hafa mátt sæta kynferðislegu áreiti og óviðeigandi framkomu af hálfu karla innan flokksins fyrir norðan. Jón Hjaltason, sem sat í þriðja sæti á lista flokksins, vísaði þessum ásökunum alfarið á bug í samtali við Vísi og hefur tilkynnt að hann muni krefjast lögreglurannsóknar á þessum ásökunum. Hann sagði að þær væru mannorðsskemmandi og óhjákvæmilega liggju nú allir karlar í flokkum fyrir norðan undir grun um kynferðislegt áreiti. Inga Sæland, formaður flokksins, ræddi þessi mál í Bítinu í morgun. „Þess vegna var það náttúrulega dapurt að koma með þetta hugtak, kynferðislega áreitni, fram það er eins og allir liggi þá undir sama grun, sem er ekki. Það er mjög óviðurkvæmilegt. Og ég get sagt það hér að það er enginn í forystusveitinni sem liggur undir neinu slíku ámæli, engu,“ sagði Inga. Stjórn flokksins mun ekki rannsaka ásakanir um kynferðislega áreitni. „Ég segi bara einfaldlega að það er ekki á okkar borði ef það er um eitthvað kynferðislegt að ræða. Þá er það ekki mitt eða stjórnar Flokks fólksins að fara að fjalla um slík mál. Það mál er ekki þannig vaxið að við förum að blanda okkur í það í stjórn Flokks fólksins. Við erum ekki dómstóll eða ákæruvald.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er það helst bréf sem konurnar segja oddvita flokksins Brynjólf Ingvarsson hafa skrifað um þær og hótað að birta sem er til skoðunar. Stjórnin mun á næstunni fara yfir gríðarlegan fjölda tólvupósta milli kvennanna og þeirra karla sem um ræðir. Brynjólfur vildi ekki veita viðtal vegna málsins. Reka ekki „fjölskyldumeðlimi“ að óþörfu Inga segist ekki ætla að flýta sér um of að fella dóm í málinu. Stjórnin ætlar að ferðast til Akureyrar á næstunni til að reyna að ræða við alla sem koma að málinu. „Við náttúrulega gerum allt til þess að vera áfram í fjölskyldunni. Við rekum enga fjölskyldumeðlimi í burtu ef að það er óþarfi. Það liggur í hlutarins eðli,“ segir Inga. Inga sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að stefnt hefði verið á ferð stjórnar norður um helgina en það hefði ekki gengið upp. Fram að helgi væru nóg verkefni að takast á við á þingi og því ljóst að ekkert verður af fundum milli stjórnar og forystunnar á Akureyri fyrr en í næstu viku.
Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Flokkur fólksins Akureyri MeToo Tengdar fréttir Hafna alfarið ásökunum um einelti og kynferðislegt áreiti Atburðarásin hefur verið hröð í röðum Flokks fólksins í morgun og virðist starf flokksins á Akureyri í algjöru uppnámi. Jón Hjaltason sem skipar þriðja sæti listans segir ásakanir sem fram hafa komið í morgun mannorðsskemmandi og tilhæfulausar. 13. september 2022 12:53 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Lágmarksrefsing fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Sjá meira
Hafna alfarið ásökunum um einelti og kynferðislegt áreiti Atburðarásin hefur verið hröð í röðum Flokks fólksins í morgun og virðist starf flokksins á Akureyri í algjöru uppnámi. Jón Hjaltason sem skipar þriðja sæti listans segir ásakanir sem fram hafa komið í morgun mannorðsskemmandi og tilhæfulausar. 13. september 2022 12:53