Telur kaupin á Vísi auka verðmæti Síldarvinnslunnar um nærri sjö milljarða
![Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Síldarvinnslunnar, Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, Baldvin Þorsteinsson, stór hluthafi í Samherja, og Pétur Hafsteinn Lárusson, framkvæmdastjóri Vísis og stærsti hluthafinn með rúmlega 20 prósenta hlut.](https://www.visir.is/i/74AEB1A2E4813604C61158406A4AA54C733CBCCD4C12DFB6D267E6C5D2C1849F_713x0.jpg)
Sjávarútvegsfyrirtækið Vísir í Grindavík gæti staðið undir verðmiða upp á um 37,5 milljarða króna en heildarkaupverðið á félaginu til Síldarvinnslunnar, sem var tilkynnt um í sumar, nemur 31 milljarði króna. Væntur ávinningur Síldarvinnslunnar af kaupunum er því um 6,5 milljarðar, eða um 17 prósent af kaupverðinu.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/F11B00EACF96DFF8A22C72F7EE119B4AE87126D12F982C6A805F4B0D610500CE_308x200.jpg)
Síldarvinnslan blæs til sóknar og samlegðar
Kaup Síldarvinnslunnar á Vísi eru um margt merkileg. Ekki aðeins vegna stærðargráðunnar – heildarkaupverðið nemur 31 milljarði að teknu tilliti til vaxtaberandi skulda að upphæð 11 milljarða – heldur eins að þau eru að meirihluta (70%) fjármögnuð með hlutabréfum í Síldarvinnslunni. Eigendur Vísis munu þannig verða fimmti stærsti hluthafinn í útgerðarrisanum fyrir austan með liðlega 8,5 prósenta hlut þegar viðskiptin klárast.