„Hún er tilbúin að deyja fyrir klúbbinn eftir aðeins tvær vikur í Njarðvík“ Atli Arason skrifar 18. september 2022 22:41 Rúnar Ingi Erlingsson er þjálfari Njarðvíkur Vilhelm Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, gat ekki annað en verið sáttur eftir sjö stiga sigur á Haukum í uppgjöri meistara meistaranna í kvöld, 94-87. Þrír leikmenn léku sinn fyrsta leik fyrir Njarðvík í kvöld. Bríet Sif Hinriksdóttir, Erna Hákonardóttir og Raquel Laniero voru allar að leika sinn fyrsta leik fyrir Njarðvík en sú síðastnefnda stóð upp úr. Raquel skoraði 29 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar í leiknum. „Við erum kannski með aðeins öðruvísi leikstjórnanda núna. Raquel er meiri sóknarmaður og horfir meira á sjálfa sig miðað við það sem Vilborg var. Við þurfum að læra að nýta okkur þá styrkleika, hún gerði rosalega vel í kvöld. Hún er bara 21 árs með þvílíka ástríðu. Hún er tilbúin að deyja fyrir klúbbinn eftir aðeins tvær vikur í Njarðvík. Ég get ekki verið annað en sáttur við hennar framlag,“ svaraði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik, aðspurður út í frammistöðu nýja leikstjórnanda síns. Raquel Lanerio með bikarinn eftir leikslok.Jón Björn „Þetta var liðsframmistaða. Við erum með marga hæfileikaríka leikmenn en vinnum sem lið allan tímann. Við pössum upp á hverja aðra sem er lang mikilvægast. Við unnum því að liðið spilaði vel,“ sagði leikstjórnandin Raquel Laniero í samtali við Vísi eftir leik. Raquel Laniero og Aliyah Collier voru lang stigahæstar í liði Njarðvíkur en þær gerðu samtals 74 af 94 stigum Njarðvíkur í leiknum. Rúnar og Raquel þakka þó liðsframmistöðunni fyrir sigurinn. „Það eru góðar körfuboltakonur í græna búningnum. Ég er með marga rosa góða körfuboltaleikmenn. Mér fannst við sýna gæðin okkar sóknarlega í dag. Við erum búin að missa marga leikmenn en erum að fá inn leikmenn með reynslu sem geta skotið boltanum,“ sagði Rúnar áður en hann bætti við. „Mér fannst eins og við hefðum getað klárað þetta fyrr, það er tvisvar eða þrisvar þar sem við erum komnar með leikinn í okkar hendur en hleypum Haukunum samt aftur inn í þetta. Það er kannski bara eitthvað sem við þurfum að vinna í og ég hef ekki áhyggjur af því þar sem það er enn þá bara september.“ Framundan hjá Njarðvík er baráttan um Reykjanesbæ þegar þær fara í heimsókn til Keflavíkur í fyrstu umferð deildarkeppninnar 2022/23. Rúnar telur sig þurfa að þétta varnarleikinn hjá Njarðvík fyrir þá viðureign. „Varnarleikur beggja liða í dag var bara ekki nógu góður. Það eru það góðir skotmenn í báðum liðum að þær nýta sér það ef þær fá of mikið pláss. Við vitum að við getum unnið leik með því að skora yfir 90 stig en núna þurfum við að vinna í því að þétta varnarleikinn og við þurfum að vera ansi snöggar í því þar sem það er hörku leikur í Blue-höllinni næsta miðvikudag. Við ætlum að mæta þangað til þess að sækja sigur,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur. Subway-deild karla UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík 94-87 Haukar | Njarðvíkingar eru meistarar meistaranna Íslandsmeistarar Njarðvíkur unnu sjö stiga sigur á Haukum í uppgjöri meistara meistaranna, eftir framlengdan leik í Ljonagryfjunni, 94-87. Leikurinn var stórkostleg skemmtun milli tveggja jafnra liða. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 18. september 2022 21:16 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
Bríet Sif Hinriksdóttir, Erna Hákonardóttir og Raquel Laniero voru allar að leika sinn fyrsta leik fyrir Njarðvík en sú síðastnefnda stóð upp úr. Raquel skoraði 29 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar í leiknum. „Við erum kannski með aðeins öðruvísi leikstjórnanda núna. Raquel er meiri sóknarmaður og horfir meira á sjálfa sig miðað við það sem Vilborg var. Við þurfum að læra að nýta okkur þá styrkleika, hún gerði rosalega vel í kvöld. Hún er bara 21 árs með þvílíka ástríðu. Hún er tilbúin að deyja fyrir klúbbinn eftir aðeins tvær vikur í Njarðvík. Ég get ekki verið annað en sáttur við hennar framlag,“ svaraði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik, aðspurður út í frammistöðu nýja leikstjórnanda síns. Raquel Lanerio með bikarinn eftir leikslok.Jón Björn „Þetta var liðsframmistaða. Við erum með marga hæfileikaríka leikmenn en vinnum sem lið allan tímann. Við pössum upp á hverja aðra sem er lang mikilvægast. Við unnum því að liðið spilaði vel,“ sagði leikstjórnandin Raquel Laniero í samtali við Vísi eftir leik. Raquel Laniero og Aliyah Collier voru lang stigahæstar í liði Njarðvíkur en þær gerðu samtals 74 af 94 stigum Njarðvíkur í leiknum. Rúnar og Raquel þakka þó liðsframmistöðunni fyrir sigurinn. „Það eru góðar körfuboltakonur í græna búningnum. Ég er með marga rosa góða körfuboltaleikmenn. Mér fannst við sýna gæðin okkar sóknarlega í dag. Við erum búin að missa marga leikmenn en erum að fá inn leikmenn með reynslu sem geta skotið boltanum,“ sagði Rúnar áður en hann bætti við. „Mér fannst eins og við hefðum getað klárað þetta fyrr, það er tvisvar eða þrisvar þar sem við erum komnar með leikinn í okkar hendur en hleypum Haukunum samt aftur inn í þetta. Það er kannski bara eitthvað sem við þurfum að vinna í og ég hef ekki áhyggjur af því þar sem það er enn þá bara september.“ Framundan hjá Njarðvík er baráttan um Reykjanesbæ þegar þær fara í heimsókn til Keflavíkur í fyrstu umferð deildarkeppninnar 2022/23. Rúnar telur sig þurfa að þétta varnarleikinn hjá Njarðvík fyrir þá viðureign. „Varnarleikur beggja liða í dag var bara ekki nógu góður. Það eru það góðir skotmenn í báðum liðum að þær nýta sér það ef þær fá of mikið pláss. Við vitum að við getum unnið leik með því að skora yfir 90 stig en núna þurfum við að vinna í því að þétta varnarleikinn og við þurfum að vera ansi snöggar í því þar sem það er hörku leikur í Blue-höllinni næsta miðvikudag. Við ætlum að mæta þangað til þess að sækja sigur,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík 94-87 Haukar | Njarðvíkingar eru meistarar meistaranna Íslandsmeistarar Njarðvíkur unnu sjö stiga sigur á Haukum í uppgjöri meistara meistaranna, eftir framlengdan leik í Ljonagryfjunni, 94-87. Leikurinn var stórkostleg skemmtun milli tveggja jafnra liða. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 18. september 2022 21:16 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík 94-87 Haukar | Njarðvíkingar eru meistarar meistaranna Íslandsmeistarar Njarðvíkur unnu sjö stiga sigur á Haukum í uppgjöri meistara meistaranna, eftir framlengdan leik í Ljonagryfjunni, 94-87. Leikurinn var stórkostleg skemmtun milli tveggja jafnra liða. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 18. september 2022 21:16