Stjórnin endurspegli ekki hluthafahóp Sýnar Árni Sæberg skrifar 19. september 2022 18:14 Rannveig Eir Einarsdóttir og Hilmar Þór Kristinsson eiga Fasta ehf. Aðsend Í dag fóru þrjú félög, sem saman fara með 10,8 prósent hlut í Sýn, fram á að haldinn yrði annar hluthafafundur og ný stjórn yrði kjörin. Fasti ehf., sem er í eigu hjónanna Hilmars Þórs Kristinssonar og Rannveigar Eirar Einarsdóttur, er stærsta félagið í hópnum. Hilmar Þór segir að stjórn Sýnar endurspegli einfaldlega ekki hluthafahóp félagsins. „Ég tel einfaldlega að stjórn Sýnar í núverandi mynd endurspegli ekki hluthafahóp félagsins. Miklar breytingar hafa orðið í hluthafahópnum upp á síðkastið, bæði í aðdraganda síðasta hluthafafundar og í kjölfarið. Einkafjárfestar eru orðnir fyrirferðamiklir á hluthafalistanum og bæði eðlilegt og sjálfsagt að þeir komi að stjórn félagsins með virkari hætti en nú er,“ segir í skriflegu svari Hilmars Þórs við fyrirspurn Vísis. Óhætt er að segja að miklar breytingar hafi orðið á eigendahópi Sýnar síðustu vikur og mánuði eftir að Gavia Invest keypti allan hlut Heiðars Guðjónssonar, fráfarandi forstjóra félagsins. Eftir kaupin fór Gavia fram á hluthafafund og stjórnarkjör. Á fundinum fengu fjórir af fimm stjórnarmönnum endurnýjað umboð og Jón Skaftason, sem fer fyrir Gavia, komst einn nýr inn í stjórnina. Þeir Reynir Grétarsson, langstærsti hluthafi Gavia og því stærsti einstaki eigandi Sýnar, og Hilmar Þór hlutu ekki brautargengi í stjórnarkjörinu. Lífeyrissjóðir, sem fara með stóran hlut í Sýn, beittu nánast öllum atkvæðum sínum á hluthafafundinum til að koma þeim Jóhanni Hjartarsyni og Páli Gíslasyni inn í stjórnina á ný. Þær Petrea Ingileif Guðmundsdóttir og Sesselía Birgisdóttir voru sjálfkjörnar í stjórn vegna kynjakvóta. Í hlutafélögum þar sem starfa fimmtíu starfsmenn eða fleiri má hlutfall hvors kyns í fimm manna stjórn ekki vera minna en fjörutíu prósent. Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Fjölmiðlar Fjarskipti Kauphöllin Tengdar fréttir Krefjast nýs stjórnarkjörs hjá Sýn Þrír hluthafar sem fara saman með 10,18% eignarhlut í Sýn hf. hafa krafist þess að boðað verði til hlutahafafundar um nýtt stjórnarkjör. Innan við mánuður er frá því að kosið var til stjórnar Sýnar í kjölfar þess að nýr fjárfestahópur keypti stærsta einstaka hlutinn í félaginu. 19. september 2022 16:36 Lífeyrissjóðir settu nær öll atkvæði sín á Pál og Jóhann í stjórnarkjöri Sýnar Þrír af stærstu lífeyrissjóðunum í hluthafahópi Sýnar, sem ráða samanlagt yfir 26,5 prósenta eignarhlut, settu nær öll atkvæði sín á þá Pál Gíslason og Jóhann Hjartarson í stjórnarkjöri fjölmiðla- og fjarskiptafélagsins í lok síðasta mánaðar og tryggðu þannig að allir þeir stjórnarmenn sem sóttust eftir endurkjöri héldu sætum sínum. Á meðal þeirra sem fékk ekki eitt einasta atkvæði frá sjóðunum var stærsti einkafjárfestirinn í Sýn. 11. september 2022 12:08 Reynir með yfir 80 prósenta hlut í Gavia Invest Reynir Finndal Grétarsson, stofnandi Creditinfo, er langsamlega umsvifamestur þeirra fjárfesta sem standa að baki félaginu Gavia Invest sem keypti meðal annars allan hlut fráfarandi forstjóra Sýnar og er í dag stærsti einstaki hluthafi fjölmiðla- og fjarskiptafélagsins. 31. ágúst 2022 17:06 Jón nýr í stjórn og Petrea verður stjórnarformaður Petrea Ingileif Guðmundsdóttir var í dag kjörin nýr stjórnarformaður Sýnar á hluthafafundi sem fór fram í höfuðstöðvum félagsins við Suðurlandsbraut í hádeginu í dag. Jón Skaftason kemur einn nýr inn í stjórn félagsins. Fjórir af fimm fyrri stjórnarmönnum sóttust eftir endurkjöri og hlutu allir kjör. 31. ágúst 2022 11:51 Mest lesið Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
„Ég tel einfaldlega að stjórn Sýnar í núverandi mynd endurspegli ekki hluthafahóp félagsins. Miklar breytingar hafa orðið í hluthafahópnum upp á síðkastið, bæði í aðdraganda síðasta hluthafafundar og í kjölfarið. Einkafjárfestar eru orðnir fyrirferðamiklir á hluthafalistanum og bæði eðlilegt og sjálfsagt að þeir komi að stjórn félagsins með virkari hætti en nú er,“ segir í skriflegu svari Hilmars Þórs við fyrirspurn Vísis. Óhætt er að segja að miklar breytingar hafi orðið á eigendahópi Sýnar síðustu vikur og mánuði eftir að Gavia Invest keypti allan hlut Heiðars Guðjónssonar, fráfarandi forstjóra félagsins. Eftir kaupin fór Gavia fram á hluthafafund og stjórnarkjör. Á fundinum fengu fjórir af fimm stjórnarmönnum endurnýjað umboð og Jón Skaftason, sem fer fyrir Gavia, komst einn nýr inn í stjórnina. Þeir Reynir Grétarsson, langstærsti hluthafi Gavia og því stærsti einstaki eigandi Sýnar, og Hilmar Þór hlutu ekki brautargengi í stjórnarkjörinu. Lífeyrissjóðir, sem fara með stóran hlut í Sýn, beittu nánast öllum atkvæðum sínum á hluthafafundinum til að koma þeim Jóhanni Hjartarsyni og Páli Gíslasyni inn í stjórnina á ný. Þær Petrea Ingileif Guðmundsdóttir og Sesselía Birgisdóttir voru sjálfkjörnar í stjórn vegna kynjakvóta. Í hlutafélögum þar sem starfa fimmtíu starfsmenn eða fleiri má hlutfall hvors kyns í fimm manna stjórn ekki vera minna en fjörutíu prósent. Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Fjölmiðlar Fjarskipti Kauphöllin Tengdar fréttir Krefjast nýs stjórnarkjörs hjá Sýn Þrír hluthafar sem fara saman með 10,18% eignarhlut í Sýn hf. hafa krafist þess að boðað verði til hlutahafafundar um nýtt stjórnarkjör. Innan við mánuður er frá því að kosið var til stjórnar Sýnar í kjölfar þess að nýr fjárfestahópur keypti stærsta einstaka hlutinn í félaginu. 19. september 2022 16:36 Lífeyrissjóðir settu nær öll atkvæði sín á Pál og Jóhann í stjórnarkjöri Sýnar Þrír af stærstu lífeyrissjóðunum í hluthafahópi Sýnar, sem ráða samanlagt yfir 26,5 prósenta eignarhlut, settu nær öll atkvæði sín á þá Pál Gíslason og Jóhann Hjartarson í stjórnarkjöri fjölmiðla- og fjarskiptafélagsins í lok síðasta mánaðar og tryggðu þannig að allir þeir stjórnarmenn sem sóttust eftir endurkjöri héldu sætum sínum. Á meðal þeirra sem fékk ekki eitt einasta atkvæði frá sjóðunum var stærsti einkafjárfestirinn í Sýn. 11. september 2022 12:08 Reynir með yfir 80 prósenta hlut í Gavia Invest Reynir Finndal Grétarsson, stofnandi Creditinfo, er langsamlega umsvifamestur þeirra fjárfesta sem standa að baki félaginu Gavia Invest sem keypti meðal annars allan hlut fráfarandi forstjóra Sýnar og er í dag stærsti einstaki hluthafi fjölmiðla- og fjarskiptafélagsins. 31. ágúst 2022 17:06 Jón nýr í stjórn og Petrea verður stjórnarformaður Petrea Ingileif Guðmundsdóttir var í dag kjörin nýr stjórnarformaður Sýnar á hluthafafundi sem fór fram í höfuðstöðvum félagsins við Suðurlandsbraut í hádeginu í dag. Jón Skaftason kemur einn nýr inn í stjórn félagsins. Fjórir af fimm fyrri stjórnarmönnum sóttust eftir endurkjöri og hlutu allir kjör. 31. ágúst 2022 11:51 Mest lesið Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
Krefjast nýs stjórnarkjörs hjá Sýn Þrír hluthafar sem fara saman með 10,18% eignarhlut í Sýn hf. hafa krafist þess að boðað verði til hlutahafafundar um nýtt stjórnarkjör. Innan við mánuður er frá því að kosið var til stjórnar Sýnar í kjölfar þess að nýr fjárfestahópur keypti stærsta einstaka hlutinn í félaginu. 19. september 2022 16:36
Lífeyrissjóðir settu nær öll atkvæði sín á Pál og Jóhann í stjórnarkjöri Sýnar Þrír af stærstu lífeyrissjóðunum í hluthafahópi Sýnar, sem ráða samanlagt yfir 26,5 prósenta eignarhlut, settu nær öll atkvæði sín á þá Pál Gíslason og Jóhann Hjartarson í stjórnarkjöri fjölmiðla- og fjarskiptafélagsins í lok síðasta mánaðar og tryggðu þannig að allir þeir stjórnarmenn sem sóttust eftir endurkjöri héldu sætum sínum. Á meðal þeirra sem fékk ekki eitt einasta atkvæði frá sjóðunum var stærsti einkafjárfestirinn í Sýn. 11. september 2022 12:08
Reynir með yfir 80 prósenta hlut í Gavia Invest Reynir Finndal Grétarsson, stofnandi Creditinfo, er langsamlega umsvifamestur þeirra fjárfesta sem standa að baki félaginu Gavia Invest sem keypti meðal annars allan hlut fráfarandi forstjóra Sýnar og er í dag stærsti einstaki hluthafi fjölmiðla- og fjarskiptafélagsins. 31. ágúst 2022 17:06
Jón nýr í stjórn og Petrea verður stjórnarformaður Petrea Ingileif Guðmundsdóttir var í dag kjörin nýr stjórnarformaður Sýnar á hluthafafundi sem fór fram í höfuðstöðvum félagsins við Suðurlandsbraut í hádeginu í dag. Jón Skaftason kemur einn nýr inn í stjórn félagsins. Fjórir af fimm fyrri stjórnarmönnum sóttust eftir endurkjöri og hlutu allir kjör. 31. ágúst 2022 11:51