Hrúga af orðum Gunnar Dan Wiium skrifar 21. september 2022 07:31 Þetta er ekki skoðun heldu reynsla, reynsla sem sýndi mér að það er okkur hulin heimur sem tækin geta ekki mælt. Við rífumst og hótum hvort öðru með sprengjum, eitrum fyrir hvort öðru eins og að ég sé ekki þú. En ég sat í þessu rými með öðru fólki. Þetta var svona hugleiðslufundur, shitt hvað ég var búin að langt úti, þetta var einskonar geðrof, tengslarof. Ég var svo búin á því inn í kjarnan, ekkert eftir en allt út um allt, hvernig er það hægt, að eiga ekkert eftir en á sama tíma er allt út um allt eiginlega? Það eru 3 vikur síðan ég stöðvaði neyslu á öllu þessu drasli ég var að klína í mig og á, lungun, nefholið, maginn, fylla þetta drasl af drasli þar til fyrir 3 vikum. Mér var sagt á degi eitt að sársaukin og þreytan kæmi yfir mig eins og heil herdeild um leið og rofaði til. Það var rétt, það fór að rofa til og vonleysið heltist yfir mig, sársaukinn inn í, allt var á iði og mér var allsstaðar íllt nema þegar ég svaf. Mér var sagt að allt væri út um allt og athyglin sprengt og því þyrfti ég, égið að verða eftirtekt, sargent eftirtekt. Ég þyrfti að beina athygli að föstum takt, sveiflu, búm-búm-búm-búm, möntru. Ég þyrfti að hengja athyglina á hana, möntruna og um leið og athyglin byrjaði að leita annað ætti ég að beina henni tilbaka að möntrunni. Mantran eru fótsporin að miklum hvell. Þarna sit ég með öllu þessu fólki og hugleiðslan hefst, hún á að standa í hálftíma og rýmið er myrkvað. Mér er allstaðar íllt, axlir, bak, og hné, mér klæjar allstaðar, það er allt asnalegt. En ég fer af stað eins og ég er búin að gera síðustu 3 vikur, það veitir mér slökun en andskotanum erfitt að halda fókus í meira en nokkrar sekundur í einu, en aftur að möntrunni. Svo gerist það, slökun færist yfir mig, ég fer að finna fyrir doða í höndum. Það er eins og líkaminn stífni upp án áreynslu, steingervist. Útlimir mínir eru kassóttir gráir steinar, þungir sem allt sem er til en engin sársauki. Hann er horfin, engin sársauki. Ég dreg athyglina aftur að möntrunni, spáðu ekki í þessu hugsaði ég, haltu áfram. Smátt og smátt er sem andardrátturinn nánast hverfi, hann er þarna, örfínn, eins og silki, grunnur, mjúkur og stöðugur en nánast óþarfur. Ég finn ekkert fyrir líkamanum lengur, hann er horfin. Það er bara þessi silki fíni dráttur af lofti, drátturinn er mantran, orðin eru horfin. Yfir mig, ég´ið, það, sá, hana sem sér, upplifir, yfir hina kjörnuðu eftirtekt ríður yfir eins og öldur af orku, einskonar ljósi svo öflugu að það hafði og hefur massa. Ríður yfir mig með ólýsanlegri sælutilfinningu. Ég sleppi öllu og er hvergi og þar er eftirtektin dregin upp giltan silkiþráð og svo er bara ljós, ekkert nema ljós, allt ljós sem er. Þar er allt en ekkert samtímis. Ég skynja ekkert nema ljós og með henni fylgir vissa sem sagði mér allan sannleika heimsins í einu hljóðlausu orði. Engin tími, ekkert en allt. Ég er að koma tilbaka og þá finn ég fyrir lífinu í kringum mig, ég finn það án fjarlægðar, ég finn og skynja lífið óendanlega langt í burtu en í mér og ég í þeim á sama tíma. Ég var allir í rýminu, allt í rýminu. Ég kom tilbaka grátin, hlæjandi, verkjalaus, heill. Ég vissi að allt færi vel því framtíðin er hér og ekkert stenst núið. Ég kem þessari lýsingu, reynslu í orð því hún er hornsteinninn, þetta móment þar sem augun opnast og aftur er ég fæddur og í þeim eina tilgangi að deyja með reisn og í öryggi. Eitthvað dó og eitthvað fæddist, andardrátturinn sem fæðir af sér. Höfundur starfar sem smíðakennari og þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Þetta er ekki skoðun heldu reynsla, reynsla sem sýndi mér að það er okkur hulin heimur sem tækin geta ekki mælt. Við rífumst og hótum hvort öðru með sprengjum, eitrum fyrir hvort öðru eins og að ég sé ekki þú. En ég sat í þessu rými með öðru fólki. Þetta var svona hugleiðslufundur, shitt hvað ég var búin að langt úti, þetta var einskonar geðrof, tengslarof. Ég var svo búin á því inn í kjarnan, ekkert eftir en allt út um allt, hvernig er það hægt, að eiga ekkert eftir en á sama tíma er allt út um allt eiginlega? Það eru 3 vikur síðan ég stöðvaði neyslu á öllu þessu drasli ég var að klína í mig og á, lungun, nefholið, maginn, fylla þetta drasl af drasli þar til fyrir 3 vikum. Mér var sagt á degi eitt að sársaukin og þreytan kæmi yfir mig eins og heil herdeild um leið og rofaði til. Það var rétt, það fór að rofa til og vonleysið heltist yfir mig, sársaukinn inn í, allt var á iði og mér var allsstaðar íllt nema þegar ég svaf. Mér var sagt að allt væri út um allt og athyglin sprengt og því þyrfti ég, égið að verða eftirtekt, sargent eftirtekt. Ég þyrfti að beina athygli að föstum takt, sveiflu, búm-búm-búm-búm, möntru. Ég þyrfti að hengja athyglina á hana, möntruna og um leið og athyglin byrjaði að leita annað ætti ég að beina henni tilbaka að möntrunni. Mantran eru fótsporin að miklum hvell. Þarna sit ég með öllu þessu fólki og hugleiðslan hefst, hún á að standa í hálftíma og rýmið er myrkvað. Mér er allstaðar íllt, axlir, bak, og hné, mér klæjar allstaðar, það er allt asnalegt. En ég fer af stað eins og ég er búin að gera síðustu 3 vikur, það veitir mér slökun en andskotanum erfitt að halda fókus í meira en nokkrar sekundur í einu, en aftur að möntrunni. Svo gerist það, slökun færist yfir mig, ég fer að finna fyrir doða í höndum. Það er eins og líkaminn stífni upp án áreynslu, steingervist. Útlimir mínir eru kassóttir gráir steinar, þungir sem allt sem er til en engin sársauki. Hann er horfin, engin sársauki. Ég dreg athyglina aftur að möntrunni, spáðu ekki í þessu hugsaði ég, haltu áfram. Smátt og smátt er sem andardrátturinn nánast hverfi, hann er þarna, örfínn, eins og silki, grunnur, mjúkur og stöðugur en nánast óþarfur. Ég finn ekkert fyrir líkamanum lengur, hann er horfin. Það er bara þessi silki fíni dráttur af lofti, drátturinn er mantran, orðin eru horfin. Yfir mig, ég´ið, það, sá, hana sem sér, upplifir, yfir hina kjörnuðu eftirtekt ríður yfir eins og öldur af orku, einskonar ljósi svo öflugu að það hafði og hefur massa. Ríður yfir mig með ólýsanlegri sælutilfinningu. Ég sleppi öllu og er hvergi og þar er eftirtektin dregin upp giltan silkiþráð og svo er bara ljós, ekkert nema ljós, allt ljós sem er. Þar er allt en ekkert samtímis. Ég skynja ekkert nema ljós og með henni fylgir vissa sem sagði mér allan sannleika heimsins í einu hljóðlausu orði. Engin tími, ekkert en allt. Ég er að koma tilbaka og þá finn ég fyrir lífinu í kringum mig, ég finn það án fjarlægðar, ég finn og skynja lífið óendanlega langt í burtu en í mér og ég í þeim á sama tíma. Ég var allir í rýminu, allt í rýminu. Ég kom tilbaka grátin, hlæjandi, verkjalaus, heill. Ég vissi að allt færi vel því framtíðin er hér og ekkert stenst núið. Ég kem þessari lýsingu, reynslu í orð því hún er hornsteinninn, þetta móment þar sem augun opnast og aftur er ég fæddur og í þeim eina tilgangi að deyja með reisn og í öryggi. Eitthvað dó og eitthvað fæddist, andardrátturinn sem fæðir af sér. Höfundur starfar sem smíðakennari og þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun