Meiri ævintýri Birkir Ingibjartsson skrifar 22. september 2022 07:01 Þegar ég bjó og starfaði í Stokkhólmi fyrir nokkrum árum var ferð mín til og frá vinnu bundin nokkuð föstum skorðum. Ég lagði af stað að heiman á svo til sama tíma, stóð á sama stað á brautarpallinum, beið eftir sama vagni með lestinni, skipti um lest í Gamla Stan, fór út á Medborgarplatsen hvar ég notaði alltaf sama útganginn og labbaði svo um 800m leið eftir sömu götunni í vinnuna. Þar biðu mín fjölbreyttari vinnudagar. Yfir þetta rúma ár eða svo sem ég fór þessa leið fóru fljótt að koma í ljós ákveðin mynstur. Það var svipaður hópur unglinga sem stóð á brautarpallinum dag frá degi, sama konan sat alltaf í sætinu við dyrnar í lestinni og alltaf brosti maður kumpánlega til kallsins sem spilaði á harmonikku við útganginn á lestarstöðinni. Síðasti spölurinn í vinnuna var um götu sem ber nafnið Tjärhovsgatan. Við hana standa leikskóli, grunnskóli, kaffihús, tannlæknir, hjólabrettagarður, gallerí, slökkvistöð og margt fleira. Á þessum 800m kafla frá lestarstöðinni að vinnunni var oft eins og ákveðið leikrit færi af stað, líkt og ég væri staddur í The Truman Show eða raunverulega að sami dagurinn ætti sér stað aftur og aftur og aftur. Sérstaklega grunaði ég um græsku litlu svartklæddu gömlu konuna með stafinn sem tók oft framúr mér á röltinu eða gráhærða kallinn í rauðu úlpunni sem hjólaði yfir götuna á svona skrítnu liggjandi hjóli strax í kjölfar þess að sæta stelpan með hvíta labradorinn hljóp framhjá. Þó ég hafi aldrei yrt á þetta fólk og í raun varla svo lítið sem brosað til þeirra tengdist ég þeim einhverjum skrítnum böndum. Oft í viku deildum við stuttri stund í borginni áður en dagurinn fór almennilega af stað hjá okkur öllum í sitthvoru lagi og satt að segja hugsa ég oft til þessara gömlu vina minna. Ætli þau hugsi stundum til mín? Þegar við löbbum, hjólum, tökum strætó eða nýtum hvers kyns annan virkan ferðamáta á ferðum okkar um borgina erum við þátttakendur í borgarlífinu. Við erum hluti af borginni og mannlífi þess en ekki afmörkuð við lokað rými bílsins þar sem lang flest sitja ein og bíða eftir að bíllinn fyrir framan mjakist áfram. Þar gerast fá ævíntýri en þegar við göngum eða hjólum eru þau mögulega bara handan við næsta horn. Í dag, 22. september, er bíllausi dagurinn og hvet ég ykkur að því tilefni til að skilja bílinn eftir heima og njóta borgarinnar hvert svo sem leiðin liggur. Hver veit nema þið rekist á gamlan vin á gönguljósunum yfir Miklubraut eða komist að því að þrír erlendir njósnarar séu að fylgjast með hverju skrefi ykkar. Ævintýri enn gerast. Höfundur er arkitekt, áhugamaður um bíllausan lífstíl og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birkir Ingibjartsson Samgöngur Bílar Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Sjá meira
Þegar ég bjó og starfaði í Stokkhólmi fyrir nokkrum árum var ferð mín til og frá vinnu bundin nokkuð föstum skorðum. Ég lagði af stað að heiman á svo til sama tíma, stóð á sama stað á brautarpallinum, beið eftir sama vagni með lestinni, skipti um lest í Gamla Stan, fór út á Medborgarplatsen hvar ég notaði alltaf sama útganginn og labbaði svo um 800m leið eftir sömu götunni í vinnuna. Þar biðu mín fjölbreyttari vinnudagar. Yfir þetta rúma ár eða svo sem ég fór þessa leið fóru fljótt að koma í ljós ákveðin mynstur. Það var svipaður hópur unglinga sem stóð á brautarpallinum dag frá degi, sama konan sat alltaf í sætinu við dyrnar í lestinni og alltaf brosti maður kumpánlega til kallsins sem spilaði á harmonikku við útganginn á lestarstöðinni. Síðasti spölurinn í vinnuna var um götu sem ber nafnið Tjärhovsgatan. Við hana standa leikskóli, grunnskóli, kaffihús, tannlæknir, hjólabrettagarður, gallerí, slökkvistöð og margt fleira. Á þessum 800m kafla frá lestarstöðinni að vinnunni var oft eins og ákveðið leikrit færi af stað, líkt og ég væri staddur í The Truman Show eða raunverulega að sami dagurinn ætti sér stað aftur og aftur og aftur. Sérstaklega grunaði ég um græsku litlu svartklæddu gömlu konuna með stafinn sem tók oft framúr mér á röltinu eða gráhærða kallinn í rauðu úlpunni sem hjólaði yfir götuna á svona skrítnu liggjandi hjóli strax í kjölfar þess að sæta stelpan með hvíta labradorinn hljóp framhjá. Þó ég hafi aldrei yrt á þetta fólk og í raun varla svo lítið sem brosað til þeirra tengdist ég þeim einhverjum skrítnum böndum. Oft í viku deildum við stuttri stund í borginni áður en dagurinn fór almennilega af stað hjá okkur öllum í sitthvoru lagi og satt að segja hugsa ég oft til þessara gömlu vina minna. Ætli þau hugsi stundum til mín? Þegar við löbbum, hjólum, tökum strætó eða nýtum hvers kyns annan virkan ferðamáta á ferðum okkar um borgina erum við þátttakendur í borgarlífinu. Við erum hluti af borginni og mannlífi þess en ekki afmörkuð við lokað rými bílsins þar sem lang flest sitja ein og bíða eftir að bíllinn fyrir framan mjakist áfram. Þar gerast fá ævíntýri en þegar við göngum eða hjólum eru þau mögulega bara handan við næsta horn. Í dag, 22. september, er bíllausi dagurinn og hvet ég ykkur að því tilefni til að skilja bílinn eftir heima og njóta borgarinnar hvert svo sem leiðin liggur. Hver veit nema þið rekist á gamlan vin á gönguljósunum yfir Miklubraut eða komist að því að þrír erlendir njósnarar séu að fylgjast með hverju skrefi ykkar. Ævintýri enn gerast. Höfundur er arkitekt, áhugamaður um bíllausan lífstíl og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun