Þúsundum stolinna listaverka hefur ekki verið skilað Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 26. september 2022 07:54 Prado-safnið í Madrid Carlos Alvarez/Getty Images Stærsta listasafn Spánar viðurkennir að á safninu sé að finna meira en 60 listaverk sem einræðisstjórn Francos stal af réttmætum eigendum þeirra. Hundruð stolinna listaverka eru enn á söfnum í eigu ríkisins. El Prado í Madrid er langstærsta listasafn Spánar og eitt stærsta listasafn veraldar. Spænska dagblaðið El Diario sendi í síðustu viku fyrirspurn til stjórnenda safnsins um hversu mörg verk á safninu væru illa fengin verk sem falangistastjórn Francos hefði stolið á sínum tíma. Svarið kom í vikunni. Þau eru að minnsta kosti 64. Einræðisstjórn Francos rændi um 16.000 listaverkum Stórkostleg rán falangista á listaverkum í einkaeigu komust í hámæli í fyrra þegar listasöguprófessorinn Arturo Colorado gaf út bók um þessa víðtæku gripdeild. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að á meðan á borgarastríðinu stóð, frá 1936 til 1939, og eftir að einræðisstjórn Francos tók völdin, hafi spænskir fasistar Francos rænt um 16.000 listaverkum. Stjórnendur Prado-safnsins segja í svari sínu að allt verði gert til að koma verkunum til sinna réttmætu eigenda, nokkuð sem hefur ekki verið reynt undanfarna áratugi, ekki fyrr en stuldurinn komst í hámæli. Til samanburðar má geta þess að Louvre-safnið í París hefur nú í meira en áratug unnið að því að koma illa fengnum verkum sem nasistar stálu af gyðingum í seinni heimsstyrjöldum til sinna réttmætu eigenda, eftir að lög þar um voru samþykkt í Frakklandi. Engin áform um að skila verkum á söfnum Hins vegar hefur menningarmálaráðuneyti Spánar engin áform um að koma hundruðum illa fenginna verka sem varðveitt eru á 16 söfnum spænska ríkisins til réttmætra eigenda sinna. Á meðan á borgarastríðinu stóð var hinn heimsfrægi listmálari Pablo Picasso, forstjóri Prado-safnsins, nokkuð sem kemur mörgum á óvart. Hann var hins vegar í sjálfskipaðri útlegð í París í stríðinu og það var því aðstoðarforstjórinn sem hélt utan um gripdeild verkanna. Kirkjan fékk stóran hluta þýfisins Rannsóknir Colorado leiða í ljós að af tæplega 16.000 listaverkum sem Franco og hans menn stálu, hefur rúmlega 6.000 verkum ekki verið skilað aftur. Þau hafa verið gefin á ýmis söfn eða stofnanir, til einstaklinga sem voru Franco þóknanlegir eða til kirkjunnar sem fékk vænan hlut þýfisins eða um 1.300 verk. Um 600 verk er hins vegar ekkert vitað. Spánn Myndlist Söfn Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
El Prado í Madrid er langstærsta listasafn Spánar og eitt stærsta listasafn veraldar. Spænska dagblaðið El Diario sendi í síðustu viku fyrirspurn til stjórnenda safnsins um hversu mörg verk á safninu væru illa fengin verk sem falangistastjórn Francos hefði stolið á sínum tíma. Svarið kom í vikunni. Þau eru að minnsta kosti 64. Einræðisstjórn Francos rændi um 16.000 listaverkum Stórkostleg rán falangista á listaverkum í einkaeigu komust í hámæli í fyrra þegar listasöguprófessorinn Arturo Colorado gaf út bók um þessa víðtæku gripdeild. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að á meðan á borgarastríðinu stóð, frá 1936 til 1939, og eftir að einræðisstjórn Francos tók völdin, hafi spænskir fasistar Francos rænt um 16.000 listaverkum. Stjórnendur Prado-safnsins segja í svari sínu að allt verði gert til að koma verkunum til sinna réttmætu eigenda, nokkuð sem hefur ekki verið reynt undanfarna áratugi, ekki fyrr en stuldurinn komst í hámæli. Til samanburðar má geta þess að Louvre-safnið í París hefur nú í meira en áratug unnið að því að koma illa fengnum verkum sem nasistar stálu af gyðingum í seinni heimsstyrjöldum til sinna réttmætu eigenda, eftir að lög þar um voru samþykkt í Frakklandi. Engin áform um að skila verkum á söfnum Hins vegar hefur menningarmálaráðuneyti Spánar engin áform um að koma hundruðum illa fenginna verka sem varðveitt eru á 16 söfnum spænska ríkisins til réttmætra eigenda sinna. Á meðan á borgarastríðinu stóð var hinn heimsfrægi listmálari Pablo Picasso, forstjóri Prado-safnsins, nokkuð sem kemur mörgum á óvart. Hann var hins vegar í sjálfskipaðri útlegð í París í stríðinu og það var því aðstoðarforstjórinn sem hélt utan um gripdeild verkanna. Kirkjan fékk stóran hluta þýfisins Rannsóknir Colorado leiða í ljós að af tæplega 16.000 listaverkum sem Franco og hans menn stálu, hefur rúmlega 6.000 verkum ekki verið skilað aftur. Þau hafa verið gefin á ýmis söfn eða stofnanir, til einstaklinga sem voru Franco þóknanlegir eða til kirkjunnar sem fékk vænan hlut þýfisins eða um 1.300 verk. Um 600 verk er hins vegar ekkert vitað.
Spánn Myndlist Söfn Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira