Breyta fyrirkomulagi launagreiðslna ríkisstarfsmanna eftir gagnrýni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. september 2022 09:11 Ríkisstarfsmenn gagnrýndu það í sumar að laun þeirra yrðu ekki greidd út fyrr en eftir verslunarmannahelgi. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur heimilað Fjársýslunni að breyta fyrirkomulaginu á launagreiðslum ríkisstarfsmanna eftir mikla gagnrýni á fyrirkomulagið. Með breytingunni verða laun greidd út fyrsta hvers mánaðar, óháð því hvort dagsetningin lendi á helgi eða lögbundnum frídegi. Töluverðrar óánægju gætti meðal ríkisstarfsmanna í sumar þegar greint var frá því að laun yrðu ekki greidd út fyrr en eftir verslunarmannahelgi. Fjársýslan sagði það ekki nýtt af nálinni en lögum samkvæmt væru laun ekki greidd út fyrr en fyrsta virka dag hvers mánaðar. Formaður Sameykis sagði í samtali við fréttastofu í lok júlí að breyta þyrfti því fyrirkomulagi að laun væru alltaf greidd út fyrsta virka dag hvers mánaðar. Þá höfðu fjölmargir ríkisstarfsmenn samband við fréttastofu og sögðust ekki kannast við fullyrðingar Fjársýslunnar, þeir hefðu nánast alltaf fengið laun sín greidd síðasta virka dag hvers mánaðar þegar fyrsti dagur lenti ekki á virkum degi. Að sögn Fjársýslunnar væri það kerfum viðskiptabankanna að kenna. Laun greidd út fyrsta hvers mánaðar án undantekninga Fjársýslan hefur þó tekið athugasemdir ríkisstarfsmanna til sín um seinkun útgreiðslu launa og ákveðið að gera breytingar á fyrirkomulaginu. Að því er kemur fram í tilkynningu á vef Fjársýslunnar verða laun nú greidd án undantekninga fyrsta hvers mánaðar með heimild fjármála- og efnahagsráðuneytisins. „Ákvörðun ráðuneytisins er að frá og með næstu mánaðamótum verða laun ríkisstarfsmanna ávallt greidd út fyrsta dag mánaðar alla mánuði ársins. Á það einnig við þegar fyrsta dag mánaðar ber upp á helgi eða lögbundinn frídag,“ segir í tilkynningunni. Þetta á næst við um mánaðarmótin en fyrsti október ber upp á laugardag. Kjaramál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Fjársýsla ríkisins kennir kerfum viðskiptabanka um snemmbúnar launagreiðslur Rétt í þessu birtist tilkynning frá Fjársýslu ríkisins þar sem fram kemur að ekki sé um breytta framkvæmd að ræða þegar kemur að greiðslum til starfsmanna. Fjársýslan hafi ekki heimild til þess samkvæmt lögum. 27. júlí 2022 18:21 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira
Töluverðrar óánægju gætti meðal ríkisstarfsmanna í sumar þegar greint var frá því að laun yrðu ekki greidd út fyrr en eftir verslunarmannahelgi. Fjársýslan sagði það ekki nýtt af nálinni en lögum samkvæmt væru laun ekki greidd út fyrr en fyrsta virka dag hvers mánaðar. Formaður Sameykis sagði í samtali við fréttastofu í lok júlí að breyta þyrfti því fyrirkomulagi að laun væru alltaf greidd út fyrsta virka dag hvers mánaðar. Þá höfðu fjölmargir ríkisstarfsmenn samband við fréttastofu og sögðust ekki kannast við fullyrðingar Fjársýslunnar, þeir hefðu nánast alltaf fengið laun sín greidd síðasta virka dag hvers mánaðar þegar fyrsti dagur lenti ekki á virkum degi. Að sögn Fjársýslunnar væri það kerfum viðskiptabankanna að kenna. Laun greidd út fyrsta hvers mánaðar án undantekninga Fjársýslan hefur þó tekið athugasemdir ríkisstarfsmanna til sín um seinkun útgreiðslu launa og ákveðið að gera breytingar á fyrirkomulaginu. Að því er kemur fram í tilkynningu á vef Fjársýslunnar verða laun nú greidd án undantekninga fyrsta hvers mánaðar með heimild fjármála- og efnahagsráðuneytisins. „Ákvörðun ráðuneytisins er að frá og með næstu mánaðamótum verða laun ríkisstarfsmanna ávallt greidd út fyrsta dag mánaðar alla mánuði ársins. Á það einnig við þegar fyrsta dag mánaðar ber upp á helgi eða lögbundinn frídag,“ segir í tilkynningunni. Þetta á næst við um mánaðarmótin en fyrsti október ber upp á laugardag.
Kjaramál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Fjársýsla ríkisins kennir kerfum viðskiptabanka um snemmbúnar launagreiðslur Rétt í þessu birtist tilkynning frá Fjársýslu ríkisins þar sem fram kemur að ekki sé um breytta framkvæmd að ræða þegar kemur að greiðslum til starfsmanna. Fjársýslan hafi ekki heimild til þess samkvæmt lögum. 27. júlí 2022 18:21 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira
Fjársýsla ríkisins kennir kerfum viðskiptabanka um snemmbúnar launagreiðslur Rétt í þessu birtist tilkynning frá Fjársýslu ríkisins þar sem fram kemur að ekki sé um breytta framkvæmd að ræða þegar kemur að greiðslum til starfsmanna. Fjársýslan hafi ekki heimild til þess samkvæmt lögum. 27. júlí 2022 18:21