Berlusconi aftur á þing eftir áratugs fjarveru Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2022 11:21 Berlusconi með kærustu sinni, Mörtu Fascina, á kjörstað í Mílanó á sunnudag. Fascina náði einnig kjöri til þings. AP/Antonio Calanni Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, tekur sæti á ítalska þinginu í fyrsta skipti í tæpan áratug eftir að meirihluti kjósenda í Monza greiddi honum atkvæði um helgina. Berlusconi var bannað að gegna opinberu embætti vegna dóms sem hann fékk fyrir skattsvik. Þrátt fyrir að Áfram Ítalía, flokkur Berlusconi, hafi tapað fylgi frá síðustu kosningum stóð hann sig betur en kannanir bentu til. Í Monza á Norður-Ítalíu hlaut forsætisráðherrann fyrrverandi meira en fimmtíu prósent atkvæða til öldungadeildarsætis. Hann á knattspyrnulið borgarinnar sem komst nýlega upp í efstu deild. Berlusconi, sem er 86 ára gamall, var vísað úr öldungadeildinni eftir að hann hlaut dóm fyrir skattsvik sem tengdist fjölmiðlaveldi hans árið 2013. Var honum bannað að gegna opinberu embætti í sex ár. Eftir að honum var leyft að bjóða sig fram aftur náði hann sæti á Evrópuþinginu árið 2019. Tveir flokkar sem eru enn lengra til hægri en Áfram Ítalía voru sigurvegarar kosninganna á Ítalíu um helgina. Fastlega er gert ráð fyrir að Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðralags Ítalíu, verði forsætisráðherra í fyrstu stjórn róttækrar hægrimann frá því að fasistaforinginn Benito Mussolini stýrði landinu í síðari heimsstyrjöldinni. Berlusconi segist ætla að beita áhrifum sínum til að draga úr öfgum hinna bandalagsflokkanna tveggja, Bræðralags Meloni og Bandalags Matteo Salivnis. Marta Fascina, 32 ára gömul kærasta Berlusconi, náði einnig kjöri til þings um helgina. Hún vann sæti í neðri deild þingsins fyrir Marsala á Sikiley þrátt fyrir að hún hefði aldrei látið sjá sig þar í kosningabaráttunni. Hún hefur sagst hafa komið til Sikileyjar með föður sínum í frí þegar hún var barn. Berlusconi gegndi embætti forsætisráðherra í þrígang. Síðast hrökklaðist hann úr embættinu í skugga alvarlegrar fjármálakreppu og ásakana um að hann hefði greitt unglingsstúlku fyrir kynlíf árið 2011. Ítalía Kosningar á Ítalíu Tengdar fréttir Talaði við rétta fólkið og sagði réttu hlutina Ítalir vildu breytingar og Giorgia Meloni varð niðurstaðan. Þetta segir ítalskur doktorsnemi sem hefur ekki þungar áhyggjur af uppgangi þjóðernispopúlisma í heimalandi sínu. 26. september 2022 21:18 „Ítalía valdi okkur“ Flokkarnir á hægri vængnum á Ítalíu ættu að vera með meirihluta í báðum deildum þingsins en kosningar þar í landi fóru fram í gær. Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðra Ítalíu, fagnaði sigri í sjónvarpsávarpi í nótt en hún gæti orðið fyrsti kvenkyns forsætisráðherrann á Ítalíu og fyrsti öfgahægri ráðherrann frá því að Mussolini var við völd. 26. september 2022 07:22 Allt útlit fyrir mikinn sigur hægri-öfga afla á Ítalíu Útgönguspár gera ráð fyrir því að hægri-öfgakonan Giorgia Meloni og flokkur hennar hafi sigrað í ítölsku þingkosningunum í dag. Allt útlit er fyrir að hún verði fyrsti kvenforsætisráðherra landsins. 25. september 2022 23:30 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Fleiri fréttir Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Sjá meira
Þrátt fyrir að Áfram Ítalía, flokkur Berlusconi, hafi tapað fylgi frá síðustu kosningum stóð hann sig betur en kannanir bentu til. Í Monza á Norður-Ítalíu hlaut forsætisráðherrann fyrrverandi meira en fimmtíu prósent atkvæða til öldungadeildarsætis. Hann á knattspyrnulið borgarinnar sem komst nýlega upp í efstu deild. Berlusconi, sem er 86 ára gamall, var vísað úr öldungadeildinni eftir að hann hlaut dóm fyrir skattsvik sem tengdist fjölmiðlaveldi hans árið 2013. Var honum bannað að gegna opinberu embætti í sex ár. Eftir að honum var leyft að bjóða sig fram aftur náði hann sæti á Evrópuþinginu árið 2019. Tveir flokkar sem eru enn lengra til hægri en Áfram Ítalía voru sigurvegarar kosninganna á Ítalíu um helgina. Fastlega er gert ráð fyrir að Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðralags Ítalíu, verði forsætisráðherra í fyrstu stjórn róttækrar hægrimann frá því að fasistaforinginn Benito Mussolini stýrði landinu í síðari heimsstyrjöldinni. Berlusconi segist ætla að beita áhrifum sínum til að draga úr öfgum hinna bandalagsflokkanna tveggja, Bræðralags Meloni og Bandalags Matteo Salivnis. Marta Fascina, 32 ára gömul kærasta Berlusconi, náði einnig kjöri til þings um helgina. Hún vann sæti í neðri deild þingsins fyrir Marsala á Sikiley þrátt fyrir að hún hefði aldrei látið sjá sig þar í kosningabaráttunni. Hún hefur sagst hafa komið til Sikileyjar með föður sínum í frí þegar hún var barn. Berlusconi gegndi embætti forsætisráðherra í þrígang. Síðast hrökklaðist hann úr embættinu í skugga alvarlegrar fjármálakreppu og ásakana um að hann hefði greitt unglingsstúlku fyrir kynlíf árið 2011.
Ítalía Kosningar á Ítalíu Tengdar fréttir Talaði við rétta fólkið og sagði réttu hlutina Ítalir vildu breytingar og Giorgia Meloni varð niðurstaðan. Þetta segir ítalskur doktorsnemi sem hefur ekki þungar áhyggjur af uppgangi þjóðernispopúlisma í heimalandi sínu. 26. september 2022 21:18 „Ítalía valdi okkur“ Flokkarnir á hægri vængnum á Ítalíu ættu að vera með meirihluta í báðum deildum þingsins en kosningar þar í landi fóru fram í gær. Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðra Ítalíu, fagnaði sigri í sjónvarpsávarpi í nótt en hún gæti orðið fyrsti kvenkyns forsætisráðherrann á Ítalíu og fyrsti öfgahægri ráðherrann frá því að Mussolini var við völd. 26. september 2022 07:22 Allt útlit fyrir mikinn sigur hægri-öfga afla á Ítalíu Útgönguspár gera ráð fyrir því að hægri-öfgakonan Giorgia Meloni og flokkur hennar hafi sigrað í ítölsku þingkosningunum í dag. Allt útlit er fyrir að hún verði fyrsti kvenforsætisráðherra landsins. 25. september 2022 23:30 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Fleiri fréttir Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Sjá meira
Talaði við rétta fólkið og sagði réttu hlutina Ítalir vildu breytingar og Giorgia Meloni varð niðurstaðan. Þetta segir ítalskur doktorsnemi sem hefur ekki þungar áhyggjur af uppgangi þjóðernispopúlisma í heimalandi sínu. 26. september 2022 21:18
„Ítalía valdi okkur“ Flokkarnir á hægri vængnum á Ítalíu ættu að vera með meirihluta í báðum deildum þingsins en kosningar þar í landi fóru fram í gær. Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðra Ítalíu, fagnaði sigri í sjónvarpsávarpi í nótt en hún gæti orðið fyrsti kvenkyns forsætisráðherrann á Ítalíu og fyrsti öfgahægri ráðherrann frá því að Mussolini var við völd. 26. september 2022 07:22
Allt útlit fyrir mikinn sigur hægri-öfga afla á Ítalíu Útgönguspár gera ráð fyrir því að hægri-öfgakonan Giorgia Meloni og flokkur hennar hafi sigrað í ítölsku þingkosningunum í dag. Allt útlit er fyrir að hún verði fyrsti kvenforsætisráðherra landsins. 25. september 2022 23:30