Fíflagangur eða leið til að hafa óeðlileg áhrif? Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2022 14:00 Sigurði Gunnari Þorsteinssyni og félögum í Tindastóli er spáð afar góðu gengi í vetur af flestum, en tveir spáðu liðinu neðsta sæti í árlegri spá fyrir Subway-deildina. vísir/bára Í hópi þjálfara, fyrirliða og formanna félaganna tólf í Subway-deild karla eru ákveðnir aðilar sem spáðu algjörlega á skjön við kollega sína í spá um gengi liðanna í vetur, sem birt var í dag. Spáin um lokastöðu í Subway-deildinni er árlegur viðburður þar sem hitað er upp fyrir komandi keppnistímabil en ný leiktíð hefst eftir viku. Keflavík er spáð deildarmeistaratitlinum en Hetti og ÍR er spáð falli. Miðað við gengi liða á síðustu leiktíð, og félagaskipti í sumar, er svo sem ekkert óeðlilegt við það og spána má sjá í heild sinni hér að neðan. Það má hins vegar segja að nokkur atkvæði í kosningunni séu mjög óeðlileg og spurning hvort að einhverjir þeirra 36 sem tóku þátt hafi séð spána sem tækifæri fyrir fíflagang eða til að hafa óeðlileg áhrif á niðurstöðurnar. Tveir með Tindastól á botninum og tveir með KR á toppnum Ljóst er að niðurstöður í spánni hafa sín áhrif á umræðuna, að minnsta kosti í upphafi leiktíðar, og því auðveldara fyrir lið að „koma á óvart“ ef þeim er spáð slöku gengi eða „valda vonbrigðum“ ef þeim er spáð ofarlega. Í spánni í ár settu til að mynda tveir aðilar hið ógnarsterka lið Tindastóls í 12. sæti, á meðan að aðrir spáðu liðinu í 1.-5. sæti. Tveir spáðu líka föllnu stórveldi KR efsta sæti á meðan að aðrir settu liðið í 6.-12. sæti. Einn spáði nýliðum Hauka efsta sætinu og annar spáði ÍR efsta sætinu, þó að ÍR hafi á endanum fengið fæst stig og þannig endað neðst í spánni. Haukar fengu atkvæði í öll sæti nema 2. sæti en flestir spáðu nýliðunum í 7.-12. sæti. Allir nema einn settu svo ÍR í 9.-12. sæti. Svona spáðu þeir 36 sem tóku þátt fyrir um gengi ÍR. Einn setti liðið í efsta sæti.KKÍ Hér að neðan má sjá spána í heild (Hámark 432 stig, lágmark 36): Keflavík 402 stig Tindastóll 363 stig Njarðvík 329 stig Valur 300 stig Þór Þ. 287 stig Stjarnan 280 stig Breiðablik 204 stig Haukar 165 stig Grindavík 158 stig KR 154 stig Höttur 87 stig ÍR 79 stig Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira
Spáin um lokastöðu í Subway-deildinni er árlegur viðburður þar sem hitað er upp fyrir komandi keppnistímabil en ný leiktíð hefst eftir viku. Keflavík er spáð deildarmeistaratitlinum en Hetti og ÍR er spáð falli. Miðað við gengi liða á síðustu leiktíð, og félagaskipti í sumar, er svo sem ekkert óeðlilegt við það og spána má sjá í heild sinni hér að neðan. Það má hins vegar segja að nokkur atkvæði í kosningunni séu mjög óeðlileg og spurning hvort að einhverjir þeirra 36 sem tóku þátt hafi séð spána sem tækifæri fyrir fíflagang eða til að hafa óeðlileg áhrif á niðurstöðurnar. Tveir með Tindastól á botninum og tveir með KR á toppnum Ljóst er að niðurstöður í spánni hafa sín áhrif á umræðuna, að minnsta kosti í upphafi leiktíðar, og því auðveldara fyrir lið að „koma á óvart“ ef þeim er spáð slöku gengi eða „valda vonbrigðum“ ef þeim er spáð ofarlega. Í spánni í ár settu til að mynda tveir aðilar hið ógnarsterka lið Tindastóls í 12. sæti, á meðan að aðrir spáðu liðinu í 1.-5. sæti. Tveir spáðu líka föllnu stórveldi KR efsta sæti á meðan að aðrir settu liðið í 6.-12. sæti. Einn spáði nýliðum Hauka efsta sætinu og annar spáði ÍR efsta sætinu, þó að ÍR hafi á endanum fengið fæst stig og þannig endað neðst í spánni. Haukar fengu atkvæði í öll sæti nema 2. sæti en flestir spáðu nýliðunum í 7.-12. sæti. Allir nema einn settu svo ÍR í 9.-12. sæti. Svona spáðu þeir 36 sem tóku þátt fyrir um gengi ÍR. Einn setti liðið í efsta sæti.KKÍ Hér að neðan má sjá spána í heild (Hámark 432 stig, lágmark 36): Keflavík 402 stig Tindastóll 363 stig Njarðvík 329 stig Valur 300 stig Þór Þ. 287 stig Stjarnan 280 stig Breiðablik 204 stig Haukar 165 stig Grindavík 158 stig KR 154 stig Höttur 87 stig ÍR 79 stig
Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum